BMW gert að stöðva framleiðslu BMW 7 vegna mengunarreglna Finnur Thorlacius skrifar 22. mars 2018 15:30 BMW 7-línan. BMW Síharnandi mengunarkröfur og lagasetningar þar að lútandi hafa gert mörgum bílaframleiðandanum skráveifu og nú kveður svo rammt við að BMW hefur verið gert að hætta framleiðslu á BMW 7 flaggskipi sínu í heilt ár, þ.e. þeim gerðum hans sem gengur fyrir bensíni. Það þykir eflaust mörgum skjóta skökku við að framleiðsla á bensínbílum, en ekki dísilbílum 7-línunnar sé stöðvuð í ljósi umræðunnar um hættulega mengun dísilbíla og eftir dísilvélasvindl Volkswagen. BMW 7 bílar með bensínvél hafa einfaldlega ekki komist í gegnum strangar kröfur hinna nýju WLTP (Worldwide Harmonized Light Vehicle Test Procedure) viðmiðana, en þær tóku gildi í fyrra. Þessar nýju reglur taka mið af raunverulegri mengun bíla við hinar ýmsu aðstæður og eru þeir prófaðir á ýmsan hátt til að standast þessar breyttu kröfur. Fyrri mælingaðaferðir reyndust of einhæfar og gerðar við of frábreyttar aðstæður. Líklega bitna þessar nýju mælingar á fleiri bílum BMW því fyrirtækið ætlar víst að hætta framleiðslu núverandi kynslóðar 3-línunnar í ágúst á þessu ári og hún verður ekki tekin upp aftur fyrr en með næstu kynslóð sem verður ekki tilbúin fyrr en árið 2020. Taka skal fram að BMW er gert að hætta framleiðslu á þessum bílum fyrir Evrópumarkað en þar sem aðrar reglur gilda fyrir aðra bílamarkaði heimsins, svo sem í Bandaríkjunum er ekki loku fyrir það skotið að framleiðslu verði áfram haldið fyrir aðra markaði en Evrópu. Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent
Síharnandi mengunarkröfur og lagasetningar þar að lútandi hafa gert mörgum bílaframleiðandanum skráveifu og nú kveður svo rammt við að BMW hefur verið gert að hætta framleiðslu á BMW 7 flaggskipi sínu í heilt ár, þ.e. þeim gerðum hans sem gengur fyrir bensíni. Það þykir eflaust mörgum skjóta skökku við að framleiðsla á bensínbílum, en ekki dísilbílum 7-línunnar sé stöðvuð í ljósi umræðunnar um hættulega mengun dísilbíla og eftir dísilvélasvindl Volkswagen. BMW 7 bílar með bensínvél hafa einfaldlega ekki komist í gegnum strangar kröfur hinna nýju WLTP (Worldwide Harmonized Light Vehicle Test Procedure) viðmiðana, en þær tóku gildi í fyrra. Þessar nýju reglur taka mið af raunverulegri mengun bíla við hinar ýmsu aðstæður og eru þeir prófaðir á ýmsan hátt til að standast þessar breyttu kröfur. Fyrri mælingaðaferðir reyndust of einhæfar og gerðar við of frábreyttar aðstæður. Líklega bitna þessar nýju mælingar á fleiri bílum BMW því fyrirtækið ætlar víst að hætta framleiðslu núverandi kynslóðar 3-línunnar í ágúst á þessu ári og hún verður ekki tekin upp aftur fyrr en með næstu kynslóð sem verður ekki tilbúin fyrr en árið 2020. Taka skal fram að BMW er gert að hætta framleiðslu á þessum bílum fyrir Evrópumarkað en þar sem aðrar reglur gilda fyrir aðra bílamarkaði heimsins, svo sem í Bandaríkjunum er ekki loku fyrir það skotið að framleiðslu verði áfram haldið fyrir aðra markaði en Evrópu.
Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent