Frey Frostasyni svarað vegna vistspors sjókvíaeldis Jónatan Þórðarson skrifar 22. mars 2018 16:30 Freyr Frostason arkitekt, formaður Icelandic Wildlife Fund skrifar um sjókvíaeldi í Fréttablaðið 14. mars sl. og finnur því flest til foráttu. Sjókvíaeldi á laxi er mikilvæg matvælaframleiðsla, og telur um 2,2 miljónir tonna á ári á heimsvísu, en þyrnir í augum þeirra sem telja hættu á að kynbættur stórlax úr eldi geti spillt íslenskum laxastofnum og mengað firði. Þessi umræða er oft og tíðum öfgakennd og lituð rangfærslum. Það skal fyrst áréttað að hinn norskættaði eldislax okkar er kynbættur en ekki erfðabreyttur, eins og Freyr heldur fram. Á þessu er reginmunur, sem öllum ætti að vera ljós, sem vilja vita. Svo virðist sem þeir sem andmæla sjókvíaeldi séu almennt fylgjandi eldi á landi. Því er ekki úr vegi að bera saman þessa tvo valkosti, en undirritaður rak stærstu landeldisstöð heims í 16 ár og er því afar vel kunnugur málavöxtum, en hefur varið undanförnum átta árum í að endurreisa sjókvíaeldi við strendur Íslands. Þegar horft er til vistspors laxaframleiðslu eða próteinframleiðslu almennt er gjarnan litið til fjögurra þátta.Hve mikillar orku krefst framleiðslan?Hvað verður um úrgang sem fellur til?Hver eru áhrif hugsanlegrar genablöndunar vegna stroks kynbætts eldisfisks?Hvað kostar fjárfestingin við framleiðslu á hvert kíló í vistspori og hve mikið er hægt að endurvinna af búnaðinum? Fyrirliggjandi staðreyndir eru eftirfarandi:Það kostar 7 kílóvattstundir af raforku að framleiða 1 kg af laxi í landeldi, þ.e.a.s. færa laxinum súrefni og fjarlægja úrgangsefni. Í sjókvíaeldi kostar þetta enga orku. Ísland á hreina orku, sem hægt er að nota til þessarar framleiðslu, en hún er takmörkuð auðlind og ekki mikið rafmagn til í kerfinu fyrir stórskala framleiðslu. Frekari virkjanaframkvæmdir eru umdeildar.Úrgangsefni, sem verða til við framleiðsluna í landeldi er hægt að fanga að miklu leyti og nýta sem áburð, en eigi að síður endar seyran inni í stóra nitur- og fosfathringnum á endanum. Úrgangur frá sjókvíaeldi fellur að einhverju leyti til botns en leysist allur upp að lokum og endar með sama hætti inni í stóra nitur- og fosfathringnum. Þannig er þessi þáttur með tilliti til vistspors afar umdeilanlegur.Strok verður æ minna með árunum og búnaðurinn betri og betri með hverju ári sem líður, með sama hætti og öll önnur tæki þróast með tímanum. Enginn framleiðandi vill að lax sleppi þannig að hvatinn er augljós. Klárlega má fullyrða að strok er minna úr strandstöðvum ef vandað er til verks. Um neikvæð eða jákvæð áhrif genablöndunar er erfitt að fullyrða og líffræðingar eru afar ósammála um þennan þátt umræðunnar. Það vegur hins vegar þungt að benda á rauntölur um afkomu norska laxastofnsins, sem afleiðu af auknu eldi. Hér er um sögulegar rauntölur að ræða en ekki framreiknaðar tölur byggðar á veikum faglegum grunni og lélegum rannsóknum. Þar er ekki hægt að merkja að aukið eldi hafi neikvæð áhrif á afkomu laxastofnsins í Noregi þar sem villilaxastofninn þar hefur vaxið hin síðari 15 ár og laxeldi á sama tíma vaxið tífalt.Erfitt er að fullyrða að allar byggingar sem byggðar eru í landeldi séu endurnýjanlegar. Afskriftartími sjókvía er 10 til 15 ár. Net, kaðlar og kvíar eru að fullu endurnýttar. Hér hefur sjókvíaeldi klárlega vinninginn.Höfundur er fiskeldisfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Tengdar fréttir Neitar að læra af reynslunni Ísland er statt á krossgötum. 14. mars 2018 07:00 Mest lesið Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Freyr Frostason arkitekt, formaður Icelandic Wildlife Fund skrifar um sjókvíaeldi í Fréttablaðið 14. mars sl. og finnur því flest til foráttu. Sjókvíaeldi á laxi er mikilvæg matvælaframleiðsla, og telur um 2,2 miljónir tonna á ári á heimsvísu, en þyrnir í augum þeirra sem telja hættu á að kynbættur stórlax úr eldi geti spillt íslenskum laxastofnum og mengað firði. Þessi umræða er oft og tíðum öfgakennd og lituð rangfærslum. Það skal fyrst áréttað að hinn norskættaði eldislax okkar er kynbættur en ekki erfðabreyttur, eins og Freyr heldur fram. Á þessu er reginmunur, sem öllum ætti að vera ljós, sem vilja vita. Svo virðist sem þeir sem andmæla sjókvíaeldi séu almennt fylgjandi eldi á landi. Því er ekki úr vegi að bera saman þessa tvo valkosti, en undirritaður rak stærstu landeldisstöð heims í 16 ár og er því afar vel kunnugur málavöxtum, en hefur varið undanförnum átta árum í að endurreisa sjókvíaeldi við strendur Íslands. Þegar horft er til vistspors laxaframleiðslu eða próteinframleiðslu almennt er gjarnan litið til fjögurra þátta.Hve mikillar orku krefst framleiðslan?Hvað verður um úrgang sem fellur til?Hver eru áhrif hugsanlegrar genablöndunar vegna stroks kynbætts eldisfisks?Hvað kostar fjárfestingin við framleiðslu á hvert kíló í vistspori og hve mikið er hægt að endurvinna af búnaðinum? Fyrirliggjandi staðreyndir eru eftirfarandi:Það kostar 7 kílóvattstundir af raforku að framleiða 1 kg af laxi í landeldi, þ.e.a.s. færa laxinum súrefni og fjarlægja úrgangsefni. Í sjókvíaeldi kostar þetta enga orku. Ísland á hreina orku, sem hægt er að nota til þessarar framleiðslu, en hún er takmörkuð auðlind og ekki mikið rafmagn til í kerfinu fyrir stórskala framleiðslu. Frekari virkjanaframkvæmdir eru umdeildar.Úrgangsefni, sem verða til við framleiðsluna í landeldi er hægt að fanga að miklu leyti og nýta sem áburð, en eigi að síður endar seyran inni í stóra nitur- og fosfathringnum á endanum. Úrgangur frá sjókvíaeldi fellur að einhverju leyti til botns en leysist allur upp að lokum og endar með sama hætti inni í stóra nitur- og fosfathringnum. Þannig er þessi þáttur með tilliti til vistspors afar umdeilanlegur.Strok verður æ minna með árunum og búnaðurinn betri og betri með hverju ári sem líður, með sama hætti og öll önnur tæki þróast með tímanum. Enginn framleiðandi vill að lax sleppi þannig að hvatinn er augljós. Klárlega má fullyrða að strok er minna úr strandstöðvum ef vandað er til verks. Um neikvæð eða jákvæð áhrif genablöndunar er erfitt að fullyrða og líffræðingar eru afar ósammála um þennan þátt umræðunnar. Það vegur hins vegar þungt að benda á rauntölur um afkomu norska laxastofnsins, sem afleiðu af auknu eldi. Hér er um sögulegar rauntölur að ræða en ekki framreiknaðar tölur byggðar á veikum faglegum grunni og lélegum rannsóknum. Þar er ekki hægt að merkja að aukið eldi hafi neikvæð áhrif á afkomu laxastofnsins í Noregi þar sem villilaxastofninn þar hefur vaxið hin síðari 15 ár og laxeldi á sama tíma vaxið tífalt.Erfitt er að fullyrða að allar byggingar sem byggðar eru í landeldi séu endurnýjanlegar. Afskriftartími sjókvía er 10 til 15 ár. Net, kaðlar og kvíar eru að fullu endurnýttar. Hér hefur sjókvíaeldi klárlega vinninginn.Höfundur er fiskeldisfræðingur.
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar