Fordæma árásir Tyrkja á Kúrda í Norður-Sýrlandi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. mars 2018 19:23 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, spurði utanríkisráðherra út í málsferð ráðherrans og ráðuneytisins varðandi leitina að Hauki Hilmarssyni. Vísir/Anton Brink Þingflokkur Pírata fordæmir árásir Tyrkja á kúrdíska borgara í Norður-Sýrlandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Pírötum þar sem þeir segja að árásirnar fari fram með þöglu samþykki flestra NATO-þjóðanna. Þeir hvetja ríkisstjórnina til að taka undir fordæminguna. Talið er að Íslendingurinn Haukur Hilmarsson hafi fallið í árásum Tyrkja í Afrin-héraði þar sem hann barðist með Kúrdum. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, spurði Guðlaug Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, út í málsferð ráðherrans og ráðuneytisins varðandi leitina að Hauki. Svaraði Guðlaugur því meðal annars til að allra leiða hefði verið leitað til að komast að afdrifum Hauks. Lýsa vonbrigðum með svör ráðherra Í tilkynningu sinni lýsir þingflokkur Pírata yfir vonbrigðum með svör Guðlaugs Þórs við óundirbúinni fyrirspurn Þórhildar Sunnu. Í seinni fyrirspurn sinni beindi hún eftirfarandi til ráðherra: „Lítur hann svo á að um ólögmæta innrás og árás Tyrkja inn í Sýrland og á Kúrda sé að ræða samanber stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna? Sé ráðherra sammála mér um að svo sé: Telur ráðherra ekki tilefni til að fordæma þessa innrás og beita sér eftir fremsta megni gegn hernaðaraðgerðum Tyrkja á svæðinu, á vettvangi Nató sem og annars staðar á alþjóðavettvangi?“ Guðlaugur Þór sagði að hvað varðaði aðgerðir Tyrklands í Afrin-héraði þá hafi íslensk stjórnvöld gagnrýnt hernaðaraðgerði Trykja gegn Kúrdum í Sýrlandi örfáum dögum eftir að þær hófust þann 20. janúar síðastliðinn. „Var það gert beint við sendiherra Tyrklands gagnvart Íslandi og í framhaldinu var málið reifað í utanríkismálanefnd,“ sagði utanríkisráðherra. Ber ávallt skylda til að fordæma ódæðisverk Um þessi svör ráðherrans segir í tilkynningu Pírata: „Ráðherra gat ekki svarað til um hvort hann teldi árásir Tyrkja vera ólögmætar og ganga gegn stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna. Né heldur var hann reiðubúinn til þess að fordæma árásir Tyrkja opinberlega. Það er vissulega góðra gjalda vert að koma á framfæri mótmælum við sendiherra Tyrkja í Noregi, en betur má ef duga skal og vilja þingmenn Pírata hvetja ráðherra og ríkisstjórnina alla til þess að taka sér afgerandi stöðu með friði og grundvallarlögum þjóðarréttar í þessu máli. Við hvetjum ríkisstjórnina eindregið til þess að beita sér á alþjóðavettvangi, t.d. innan NATO sem og á vettvangi Evrópuráðsins, gegn ólöglegum árásum Tyrkja.“ „Okkur ber ávallt skylda til að fordæma ódæðisverk en sér í lagi þegar um er að ræða varnarbandalagsþjóð okkar í NATO sem hefur hafið innrás inn í annað ríki án samþykkis öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna eða annarra alþjóðastofnana,“ segir jafnframt í tilkynningunni. Fyrirspurn Þórhildar Sunnu til Guðlaugs Þórs og svör hans má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Mál Hauks Hilmarssonar Tengdar fréttir Tyrkir segjast ekki hafa Hauk í haldi Utanríkisráðherra ræddi við varnarmálaráðherra Tyrklands í síma um mál Hauks HIlmarssonar í dag. 19. mars 2018 18:24 Hætta ekki að leita svara Eva Hauksdóttir, móðir Hauks Hilmarssonar sem talinn er hafa fallið í Sýrlandi í síðasta mánuði, segir að lík Hauks sé ekki í forgangi hjá fjölskyldu hans, heldur staðfesting á því að Haukur sé látinn. 20. mars 2018 15:40 Segir mikla áherslu lagða á aðstoð við aðstandendur Hauks Komist var að þeirri niðurstöðu að skilvirkasta leiðin til að fá svör í máli Hauks Hilmarssonar væri að notast við diplómatískar leiðir. 13. mars 2018 15:38 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Þingflokkur Pírata fordæmir árásir Tyrkja á kúrdíska borgara í Norður-Sýrlandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Pírötum þar sem þeir segja að árásirnar fari fram með þöglu samþykki flestra NATO-þjóðanna. Þeir hvetja ríkisstjórnina til að taka undir fordæminguna. Talið er að Íslendingurinn Haukur Hilmarsson hafi fallið í árásum Tyrkja í Afrin-héraði þar sem hann barðist með Kúrdum. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, spurði Guðlaug Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, út í málsferð ráðherrans og ráðuneytisins varðandi leitina að Hauki. Svaraði Guðlaugur því meðal annars til að allra leiða hefði verið leitað til að komast að afdrifum Hauks. Lýsa vonbrigðum með svör ráðherra Í tilkynningu sinni lýsir þingflokkur Pírata yfir vonbrigðum með svör Guðlaugs Þórs við óundirbúinni fyrirspurn Þórhildar Sunnu. Í seinni fyrirspurn sinni beindi hún eftirfarandi til ráðherra: „Lítur hann svo á að um ólögmæta innrás og árás Tyrkja inn í Sýrland og á Kúrda sé að ræða samanber stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna? Sé ráðherra sammála mér um að svo sé: Telur ráðherra ekki tilefni til að fordæma þessa innrás og beita sér eftir fremsta megni gegn hernaðaraðgerðum Tyrkja á svæðinu, á vettvangi Nató sem og annars staðar á alþjóðavettvangi?“ Guðlaugur Þór sagði að hvað varðaði aðgerðir Tyrklands í Afrin-héraði þá hafi íslensk stjórnvöld gagnrýnt hernaðaraðgerði Trykja gegn Kúrdum í Sýrlandi örfáum dögum eftir að þær hófust þann 20. janúar síðastliðinn. „Var það gert beint við sendiherra Tyrklands gagnvart Íslandi og í framhaldinu var málið reifað í utanríkismálanefnd,“ sagði utanríkisráðherra. Ber ávallt skylda til að fordæma ódæðisverk Um þessi svör ráðherrans segir í tilkynningu Pírata: „Ráðherra gat ekki svarað til um hvort hann teldi árásir Tyrkja vera ólögmætar og ganga gegn stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna. Né heldur var hann reiðubúinn til þess að fordæma árásir Tyrkja opinberlega. Það er vissulega góðra gjalda vert að koma á framfæri mótmælum við sendiherra Tyrkja í Noregi, en betur má ef duga skal og vilja þingmenn Pírata hvetja ráðherra og ríkisstjórnina alla til þess að taka sér afgerandi stöðu með friði og grundvallarlögum þjóðarréttar í þessu máli. Við hvetjum ríkisstjórnina eindregið til þess að beita sér á alþjóðavettvangi, t.d. innan NATO sem og á vettvangi Evrópuráðsins, gegn ólöglegum árásum Tyrkja.“ „Okkur ber ávallt skylda til að fordæma ódæðisverk en sér í lagi þegar um er að ræða varnarbandalagsþjóð okkar í NATO sem hefur hafið innrás inn í annað ríki án samþykkis öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna eða annarra alþjóðastofnana,“ segir jafnframt í tilkynningunni. Fyrirspurn Þórhildar Sunnu til Guðlaugs Þórs og svör hans má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Mál Hauks Hilmarssonar Tengdar fréttir Tyrkir segjast ekki hafa Hauk í haldi Utanríkisráðherra ræddi við varnarmálaráðherra Tyrklands í síma um mál Hauks HIlmarssonar í dag. 19. mars 2018 18:24 Hætta ekki að leita svara Eva Hauksdóttir, móðir Hauks Hilmarssonar sem talinn er hafa fallið í Sýrlandi í síðasta mánuði, segir að lík Hauks sé ekki í forgangi hjá fjölskyldu hans, heldur staðfesting á því að Haukur sé látinn. 20. mars 2018 15:40 Segir mikla áherslu lagða á aðstoð við aðstandendur Hauks Komist var að þeirri niðurstöðu að skilvirkasta leiðin til að fá svör í máli Hauks Hilmarssonar væri að notast við diplómatískar leiðir. 13. mars 2018 15:38 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Tyrkir segjast ekki hafa Hauk í haldi Utanríkisráðherra ræddi við varnarmálaráðherra Tyrklands í síma um mál Hauks HIlmarssonar í dag. 19. mars 2018 18:24
Hætta ekki að leita svara Eva Hauksdóttir, móðir Hauks Hilmarssonar sem talinn er hafa fallið í Sýrlandi í síðasta mánuði, segir að lík Hauks sé ekki í forgangi hjá fjölskyldu hans, heldur staðfesting á því að Haukur sé látinn. 20. mars 2018 15:40
Segir mikla áherslu lagða á aðstoð við aðstandendur Hauks Komist var að þeirri niðurstöðu að skilvirkasta leiðin til að fá svör í máli Hauks Hilmarssonar væri að notast við diplómatískar leiðir. 13. mars 2018 15:38