Dagur og Eyþór láta hvor annan heyra það á Facebook Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. mars 2018 21:30 Eyþór Arnalds og Dagur B. Eggertsson eru byrjaðir í kosningabaráttu fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. vísir Þeir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík, og Eyþór Arnalds, sem skipar 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar, létu hvorn annan heyra það á samfélagsmiðlinum Facebook í dag. Dagur tók sig til í morgun og gagnrýndi Eyþór og Sjálfstæðisflokkinn í borginni fyrir hugmyndir þeirra um uppbyggingu í Keldnahverfi sem frambjóðendur flokksins kynntu á íbúafundi í Grafarvogi í gær. Á fundinum kynnti Sjálfstæðisflokkurinn hugmyndir sínar um að færa stofnanir og atvinnutækifæri á Keldnasvæðið ásamt byggð sem myndi efla sjálfstætt og sjálfbært samfélag í Grafarvogi, eins og það var orðað í fréttatilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum. Þá kom jafnframt fram á fundinum að flokkurinn ætlaði að beita sér fyrir einföldum lausnum í umferðarmálum sem munu koma til með að minnka tafatíma í austari hverfum borgarinnar.„Óraunsæi og skortur á framtíðarsýn“ Borgarstjóri gefur lítið fyrir þessar hugmyndir Sjálfstæðismanna ef marka má Facebook-færslu hans frá því í dag. Þar segir hann að í þeim „birtist vel óraunsæi og skortur á framtíðarsýn og þekkingu í samgöngu- og skipulagsmálum. Það er full ástæða til að vara borgarbúa við þessu, ekki síst þá sem búa í austurhluta borgarinnar og nota Miklubraut til að komast leiðar sinnar til og frá vinnu.“ Þá segir hann að Eyþór og Sjálfstæðisflokkurinn leggist gegn Borgarlínu og öðrum lykilleiðum sem séu hugsaðar til þess að létta á umferð. Hann boði engu að síður hverfi í landi Keldna við Grafarvog en að sögn Dags hefur uppbygging þar ávallt verið háð því að Borgarlína verði að veruleika. Vísar borgarstjóri í viljayfirlýsingu ríkis og borgar um viðræður um Keldnalandið frá því á síðasta ári. „Sjálfstæðisflokkurinn boðar hins vegar Keldnahverfi án nokkurra samgöngulausna og ætlar með öðrum orðum að bæta allri umferð frá þessu nýja hverfi inn á Miklubraut. Þetta er mjög vanhugsað og eiginlega bara galið. Ég held satt best að segja að íbúar í Grafarvogi, Grafarholti, Úlfarsárdal, Árbæ og Breiðholti hafi ekki fengið kaldari kveðjur í seinni tíð. Þetta er bein árás á daglegar samgöngur þessa helmings borgarbúa og þar með lífsgæði,“ segir Dagur. „Það væri nær að biðjast afsökunar á ástandinu og fá aðra til að taka við“ Eyþór gagnrýnir síðan Dag á Facebook-síðu sinni fyrir að boða aðgerðaáætlun í leikskólamálum „korter í kosningar“ eins og hann orðar það. Eyþór bendir á að Dagur hafi verið átta ár í meirihluta í borginni og ástandið sé því algerlega á hans ábyrgð. „Dagforeldrum hefur fækkað um þriðjung og leikskólar hafa verið svo vanmannaðir að hundruð börn hafa verið send heim í vetur. Það er þunnur þrettándi að mæta núna korter í kosningar á glærusýningum og lofa að laga það sem borgartjórnarmeirihlutinn hefur vanrækt. Það væri nær að biðjast afsökunar á ástandinu og fá aðra til að taka við. Við viljum leysa vandann með því að forgangsraða rétt. Hætta í gæluverkefnunum sem hafa verið í forgangi og setja fjármagnið í að leysa þessi mál svo sómi sé að. Það er ekki trúverðugt að að þeir sem vandanum hafa valdið boði nú lausnir í nýjum loforðum!“ segir Eyþór. Dagur var spurður út í það í kvöldfréttum Stöðvar 2 hvers vegna aðgerðaáætlunin í leikskólamálum hefði ekki komið fram fyrr og hvort ekki væri einmitt um að ræða stóra kosningaloforðið. Svaraði hann því til að málið snerist ekki um kosningar; ástæðan fyrir því að áætlunin hefði ekki komið fram strax í haust væri að borgin hefði viljað sjá fram úr mannekluvanda leikskólanna fyrst. Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Dagur og Eyþór tókust á um borgarmálin: „Einhver versta hugmynd sem Vesturbæingar hafa væntanlega heyrt“ Þá sagði borgarstjóri að byrjað verði að hanna 3000 íbúðir fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Eyþór sagði fólk flýja borgina vegna svikinna kosningaloforða meirihlutans. 4. febrúar 2018 13:15 Borgarstjóri vísaði Eyþóri á dyr í Höfða Eyþór mætti þarna fyrir einhvers konar mistök, segir Dagur B. Eggertsson. 13. febrúar 2018 12:01 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Sjá meira
Þeir Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík, og Eyþór Arnalds, sem skipar 1. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar, létu hvorn annan heyra það á samfélagsmiðlinum Facebook í dag. Dagur tók sig til í morgun og gagnrýndi Eyþór og Sjálfstæðisflokkinn í borginni fyrir hugmyndir þeirra um uppbyggingu í Keldnahverfi sem frambjóðendur flokksins kynntu á íbúafundi í Grafarvogi í gær. Á fundinum kynnti Sjálfstæðisflokkurinn hugmyndir sínar um að færa stofnanir og atvinnutækifæri á Keldnasvæðið ásamt byggð sem myndi efla sjálfstætt og sjálfbært samfélag í Grafarvogi, eins og það var orðað í fréttatilkynningu frá Sjálfstæðisflokknum. Þá kom jafnframt fram á fundinum að flokkurinn ætlaði að beita sér fyrir einföldum lausnum í umferðarmálum sem munu koma til með að minnka tafatíma í austari hverfum borgarinnar.„Óraunsæi og skortur á framtíðarsýn“ Borgarstjóri gefur lítið fyrir þessar hugmyndir Sjálfstæðismanna ef marka má Facebook-færslu hans frá því í dag. Þar segir hann að í þeim „birtist vel óraunsæi og skortur á framtíðarsýn og þekkingu í samgöngu- og skipulagsmálum. Það er full ástæða til að vara borgarbúa við þessu, ekki síst þá sem búa í austurhluta borgarinnar og nota Miklubraut til að komast leiðar sinnar til og frá vinnu.“ Þá segir hann að Eyþór og Sjálfstæðisflokkurinn leggist gegn Borgarlínu og öðrum lykilleiðum sem séu hugsaðar til þess að létta á umferð. Hann boði engu að síður hverfi í landi Keldna við Grafarvog en að sögn Dags hefur uppbygging þar ávallt verið háð því að Borgarlína verði að veruleika. Vísar borgarstjóri í viljayfirlýsingu ríkis og borgar um viðræður um Keldnalandið frá því á síðasta ári. „Sjálfstæðisflokkurinn boðar hins vegar Keldnahverfi án nokkurra samgöngulausna og ætlar með öðrum orðum að bæta allri umferð frá þessu nýja hverfi inn á Miklubraut. Þetta er mjög vanhugsað og eiginlega bara galið. Ég held satt best að segja að íbúar í Grafarvogi, Grafarholti, Úlfarsárdal, Árbæ og Breiðholti hafi ekki fengið kaldari kveðjur í seinni tíð. Þetta er bein árás á daglegar samgöngur þessa helmings borgarbúa og þar með lífsgæði,“ segir Dagur. „Það væri nær að biðjast afsökunar á ástandinu og fá aðra til að taka við“ Eyþór gagnrýnir síðan Dag á Facebook-síðu sinni fyrir að boða aðgerðaáætlun í leikskólamálum „korter í kosningar“ eins og hann orðar það. Eyþór bendir á að Dagur hafi verið átta ár í meirihluta í borginni og ástandið sé því algerlega á hans ábyrgð. „Dagforeldrum hefur fækkað um þriðjung og leikskólar hafa verið svo vanmannaðir að hundruð börn hafa verið send heim í vetur. Það er þunnur þrettándi að mæta núna korter í kosningar á glærusýningum og lofa að laga það sem borgartjórnarmeirihlutinn hefur vanrækt. Það væri nær að biðjast afsökunar á ástandinu og fá aðra til að taka við. Við viljum leysa vandann með því að forgangsraða rétt. Hætta í gæluverkefnunum sem hafa verið í forgangi og setja fjármagnið í að leysa þessi mál svo sómi sé að. Það er ekki trúverðugt að að þeir sem vandanum hafa valdið boði nú lausnir í nýjum loforðum!“ segir Eyþór. Dagur var spurður út í það í kvöldfréttum Stöðvar 2 hvers vegna aðgerðaáætlunin í leikskólamálum hefði ekki komið fram fyrr og hvort ekki væri einmitt um að ræða stóra kosningaloforðið. Svaraði hann því til að málið snerist ekki um kosningar; ástæðan fyrir því að áætlunin hefði ekki komið fram strax í haust væri að borgin hefði viljað sjá fram úr mannekluvanda leikskólanna fyrst.
Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Dagur og Eyþór tókust á um borgarmálin: „Einhver versta hugmynd sem Vesturbæingar hafa væntanlega heyrt“ Þá sagði borgarstjóri að byrjað verði að hanna 3000 íbúðir fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Eyþór sagði fólk flýja borgina vegna svikinna kosningaloforða meirihlutans. 4. febrúar 2018 13:15 Borgarstjóri vísaði Eyþóri á dyr í Höfða Eyþór mætti þarna fyrir einhvers konar mistök, segir Dagur B. Eggertsson. 13. febrúar 2018 12:01 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Sjá meira
Dagur og Eyþór tókust á um borgarmálin: „Einhver versta hugmynd sem Vesturbæingar hafa væntanlega heyrt“ Þá sagði borgarstjóri að byrjað verði að hanna 3000 íbúðir fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Eyþór sagði fólk flýja borgina vegna svikinna kosningaloforða meirihlutans. 4. febrúar 2018 13:15
Borgarstjóri vísaði Eyþóri á dyr í Höfða Eyþór mætti þarna fyrir einhvers konar mistök, segir Dagur B. Eggertsson. 13. febrúar 2018 12:01