Skrípaleikur Hörður Ægisson skrifar 23. mars 2018 07:00 Aðeins Stalín hefur verið lengur við völd á síðari tímum í Rússlandi. Með yfirburðasigri Vladímírs Pútín í nýafstöðnum forsetakosningum – hann hlaut um 75 prósenta fylgi – mun valdatíð hans, annaðhvort sem forseti eða forsætisráðherra, hafa staðið yfir í nær aldarfjórðung þegar sex ára kjörtímabil hans rennur sitt skeið 2024. Óþarfi er að fjölyrða um aðdraganda og niðurstöður kosninganna. Þær voru skrípaleikur. Ekki er hægt að tala um raunverulegar lýðræðislegar kosningar í landi þar sem fjölmiðlunum, einkum stóru sjónvarpsstöðvunum, er að stærstum hluta beitt í áróðursskyni fyrir stefnu ráðamanna í Kreml. Þótt lífskjör almennings hafi vissulega batnað til muna eftir þann glundroða sem einkenndi tíunda áratug síðasta aldar þá varpaði alþjóðlega fjármálakreppan, og í kjölfarið verðfall á olíumörkuðum, ljósi á kerfislega veikleika rússneska hagkerfisins. Ekkert sem máli skiptir hefur verið gert á undanförnum árum til að mæta þeirri staðreynd að ráðamenn í Moskvu geta ekki lengur reitt sig á hátt olíuverð til að standa undir miklum hagvexti. Þess í stað hefur ágeng utanríkisstefna Pútíns, sem hefur oft stjórnast af misráðnum skammtímasjónarmiðum fremur en einhverri djúpviturri langtímahugsun, þjónað þeim tilgangi að beina kastljósi almennings heima fyrir frá þeirri víðtæku spillingu og efnahagsstöðnun sem Rússar glíma við og viðhalda stuðningi við Pútín. Það hefur tekist. Niðurstaðan er hins vegar meðal annars sú að samskipti Evrópu og Bandaríkjanna við Rússland hafa núna um langt skeið einkennst af spennu og tortryggni. Viðskiptaþvinganir vesturveldanna, í kjölfar hernaðaríhlutunar Rússlands á Krímskaga og í austurhluta Úkraínu, og lágt verð á olíumörkuðum hafði verulega neikvæð áhrif á rússneskt efnahagslíf með miklum fjármagnsflótta og gríðarlegu gengisfalli. Samkvæmt tölum frá Alþjóðabankanum þá skrapp hagkerfið saman um meira en þriðjung, mælt í Bandaríkjadölum, frá 2014 til 2016. Þó samdráttur síðustu ára sé að baki, samhliða því að olíuverð hefur farið hækkandi, þá stendur Pútín núna eftir sem áður frammi fyrir þeirri áskorun hvernig eigi að nútímavæða hagkerfi Rússlands. Útflutningur og tekjur ríkissjóðs Rússlands koma enn í dag nánast einvörðungu til vegna sölu á olíu og gasi. Væntingar um að þverrandi olíuauður myndi framkalla tímabærar efnahags- og lagalegar umbætur í Rússlandi hafa reynst tálsýn ein. Rússland er um margt ónýtt ríki. Pólitískar stofnanir sem eiga að veita framkvæmdarvaldinu aðhald fyrirfinnast ekki. Helstu fjölmiðlar landsins reyna kerfisbundið að sverta og grafa undan öllum þeim sem gagnrýna stefnu stjórnvalda hverju sinni. Og það sem mestu máli skiptir: hagkerfi Rússlands stendur í reynd á brauðfótum. Kerfislægar efnahagsumbætur hafa setið á hakanum um árabil og fjárfesting í samfélagslegum innviðum er hverfandi. Að tala um Rússland og réttarríki er eins og hver önnur hlægileg öfugmæli. Þrátt fyrir þetta sýna forsetakosningarnar að Pútín nýtur enn stuðnings hjá meginþorra rússnesks almennings. Það er í senn sorglegur en sumpart skiljanlegur veruleiki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hörður Ægisson Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Aðeins Stalín hefur verið lengur við völd á síðari tímum í Rússlandi. Með yfirburðasigri Vladímírs Pútín í nýafstöðnum forsetakosningum – hann hlaut um 75 prósenta fylgi – mun valdatíð hans, annaðhvort sem forseti eða forsætisráðherra, hafa staðið yfir í nær aldarfjórðung þegar sex ára kjörtímabil hans rennur sitt skeið 2024. Óþarfi er að fjölyrða um aðdraganda og niðurstöður kosninganna. Þær voru skrípaleikur. Ekki er hægt að tala um raunverulegar lýðræðislegar kosningar í landi þar sem fjölmiðlunum, einkum stóru sjónvarpsstöðvunum, er að stærstum hluta beitt í áróðursskyni fyrir stefnu ráðamanna í Kreml. Þótt lífskjör almennings hafi vissulega batnað til muna eftir þann glundroða sem einkenndi tíunda áratug síðasta aldar þá varpaði alþjóðlega fjármálakreppan, og í kjölfarið verðfall á olíumörkuðum, ljósi á kerfislega veikleika rússneska hagkerfisins. Ekkert sem máli skiptir hefur verið gert á undanförnum árum til að mæta þeirri staðreynd að ráðamenn í Moskvu geta ekki lengur reitt sig á hátt olíuverð til að standa undir miklum hagvexti. Þess í stað hefur ágeng utanríkisstefna Pútíns, sem hefur oft stjórnast af misráðnum skammtímasjónarmiðum fremur en einhverri djúpviturri langtímahugsun, þjónað þeim tilgangi að beina kastljósi almennings heima fyrir frá þeirri víðtæku spillingu og efnahagsstöðnun sem Rússar glíma við og viðhalda stuðningi við Pútín. Það hefur tekist. Niðurstaðan er hins vegar meðal annars sú að samskipti Evrópu og Bandaríkjanna við Rússland hafa núna um langt skeið einkennst af spennu og tortryggni. Viðskiptaþvinganir vesturveldanna, í kjölfar hernaðaríhlutunar Rússlands á Krímskaga og í austurhluta Úkraínu, og lágt verð á olíumörkuðum hafði verulega neikvæð áhrif á rússneskt efnahagslíf með miklum fjármagnsflótta og gríðarlegu gengisfalli. Samkvæmt tölum frá Alþjóðabankanum þá skrapp hagkerfið saman um meira en þriðjung, mælt í Bandaríkjadölum, frá 2014 til 2016. Þó samdráttur síðustu ára sé að baki, samhliða því að olíuverð hefur farið hækkandi, þá stendur Pútín núna eftir sem áður frammi fyrir þeirri áskorun hvernig eigi að nútímavæða hagkerfi Rússlands. Útflutningur og tekjur ríkissjóðs Rússlands koma enn í dag nánast einvörðungu til vegna sölu á olíu og gasi. Væntingar um að þverrandi olíuauður myndi framkalla tímabærar efnahags- og lagalegar umbætur í Rússlandi hafa reynst tálsýn ein. Rússland er um margt ónýtt ríki. Pólitískar stofnanir sem eiga að veita framkvæmdarvaldinu aðhald fyrirfinnast ekki. Helstu fjölmiðlar landsins reyna kerfisbundið að sverta og grafa undan öllum þeim sem gagnrýna stefnu stjórnvalda hverju sinni. Og það sem mestu máli skiptir: hagkerfi Rússlands stendur í reynd á brauðfótum. Kerfislægar efnahagsumbætur hafa setið á hakanum um árabil og fjárfesting í samfélagslegum innviðum er hverfandi. Að tala um Rússland og réttarríki er eins og hver önnur hlægileg öfugmæli. Þrátt fyrir þetta sýna forsetakosningarnar að Pútín nýtur enn stuðnings hjá meginþorra rússnesks almennings. Það er í senn sorglegur en sumpart skiljanlegur veruleiki.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun