Örn og skrambi á fyrsta hring Ólafíu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. mars 2018 09:01 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir situr í 85. sæti á Kia Classic-mótinu á LPGA-mótaröðinni eftir skrautlegan fyrsta hring á mótinu í nótt. Ólafía er á einu höggi yfir pari en paraði aðeins níu holur í gær. Hún fékk einn örn, þrjá fugla, fjóra skolla og einn skramba. Hún byrjaði mótið illa þar sem hún fékk skolla á fyrstu tveimur holunum. Hún náði að rétta sig af með fimm pörum í röð áður en hún fékk örn á áttundu holu og svo fugl á níundu. Ólafía var því í góðri stöðu fyrir seinni níu holurnar en hún gerði sér óleik með því að leika fyrstu fjórar holurnar á seinni níu á samtals fjórum höggum yfir pari. Hún náði að rétta sinn hlut með fugli á fimmtándu og sautjándu. Ólafía sló ágætlega af teig og hitti brautina í ellefu af fjórtán skiptum. Hún púttaði svo alls 32 sinnum í nótt. Hee Young Park, Jackie Stoelting og Caroline Hedwall eru efstar á mótinu á sex höggum undir pari en eftstu 70 keppendurnir komast í gegnum niðurskurðinn. Bein útsending hefst frá mótinu á Golfstöðinni klukkan 23.00 í nótt. Golf Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Körfubolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir situr í 85. sæti á Kia Classic-mótinu á LPGA-mótaröðinni eftir skrautlegan fyrsta hring á mótinu í nótt. Ólafía er á einu höggi yfir pari en paraði aðeins níu holur í gær. Hún fékk einn örn, þrjá fugla, fjóra skolla og einn skramba. Hún byrjaði mótið illa þar sem hún fékk skolla á fyrstu tveimur holunum. Hún náði að rétta sig af með fimm pörum í röð áður en hún fékk örn á áttundu holu og svo fugl á níundu. Ólafía var því í góðri stöðu fyrir seinni níu holurnar en hún gerði sér óleik með því að leika fyrstu fjórar holurnar á seinni níu á samtals fjórum höggum yfir pari. Hún náði að rétta sinn hlut með fugli á fimmtándu og sautjándu. Ólafía sló ágætlega af teig og hitti brautina í ellefu af fjórtán skiptum. Hún púttaði svo alls 32 sinnum í nótt. Hee Young Park, Jackie Stoelting og Caroline Hedwall eru efstar á mótinu á sex höggum undir pari en eftstu 70 keppendurnir komast í gegnum niðurskurðinn. Bein útsending hefst frá mótinu á Golfstöðinni klukkan 23.00 í nótt.
Golf Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Körfubolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira