Óvissa um framhaldið hjá Hlyni: „Þurfum að skoða viðbrögð okkar á keppnisstað“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 23. mars 2018 11:30 Hlynur Bæringsson hefur verið frábær í einvígi Stjörnunnar og ÍR, sem og allt tímabilið í Domino's deildinni. Vísir/Andri Marinó Óvissa er um framhaldið hjá Hlyni Bæringssyni eftir höfuðhögg sem hann hlaut í leik ÍR og Stjörnunnar í gærkvöld. „Eins og þetta er núna er staðan bara frekar óljós,“ sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, þegar Vísir ræddi við hann í dag um ástand Hlyns. „Við þurfum líka að skoða viðbrögð okkar á keppnisstað og annað. Hann fann fyrir einhverju í hálfleik en tók það ekki með öllu að setjast.“ „Það var náttúrulega alvarlega spáð í það þarna í hálfleik [að Hlynur myndi ekki spila meira] en hann vildi fá að prófa tvær þrjár mínútur og svo var þetta metið þá að þetta væri ekki að há honum þannig.“ Svo fór að Hlynur spilaði mest allra leikmanna á vellinum í Seljaskóla í gær, hann var inn á í 37 mínútur og 26 sekúndur. Atvikið átti sér stað þegar rétt tæpar 4 mínútur voru liðnar af leiknum. „Með kvöldinu þá virðist hann hafa farið að finna fyrir einhverju. Ég hef ekki heyrt í honum í dag hvernig staðan er, en hann finnur fyrir áhrifum höggsins, það er á hreinu.“ „Ef að hann finnur fyrir einkennum höggsins á leikdegi þá spilar hann ekki leikinn, það er alveg 100 prósent.“ „Við erum með mann í þjálfarateyminu sem hefur mikla og góða reynslu af þessu og hann fór vel yfir það með Hlyn eftir leikinn hvernig væri best að vega og meta þetta og haga sér núna á milli þessara tveggja leikja.“ „Hann er bara með Hlyn í umsjá fram að sunnudeginum,“ sagði Hrafn og átti þar við Justin Shouse, aðstoðarþjálfara sinn sem lék með Stjörnunni á síðasta tímabili og á árum áður. Hann lagði skóna á hilluna í apríl síðast liðinn, meðal annars vegna alvarlegs höfuðhöggs sem hann hlaut í janúar 2017. Shouse tjáði sig um málið á Twitter í gær og biðlaði til KKÍ að grípa til aðgerða ef þeim væri „annt um öryggi leikmanna og höfuðmeiðsli.“As a former player who has dealt w/ head trauma on the court, this aggressive elbow to the head of the Icelandic National team capt. is excruciating to see. If KKI and referees care about player safety and head injuries something should be addressed here. #dominos365#korfuboltipic.twitter.com/FQYIPCqOLS — jshouse (@shousey12) March 22, 2018Dómaranefnd KKÍ er búin að kæra atvikið til Aga- og úrskurðanefndar sem mun ákveða hvort Taylor fari í bann vegna höggsins. Hrafn sagðist ánægður með að hlutlaus aðili hafi kært málið, en Stjarnan hefði að öllum líkindum gert það ef dómaranefnd hefði ekkert aðhafst. Fjórði leikur einvígisins fer fram í Ásgarði í Garðabæ á sunnudaginn. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Stjarnan 67-64 │ ÍR vann spennutrylli í Seljaskóla Stjarnan jafnaði einvígið við ÍR á heimavelli sínum í Garðabæ á mánudaginn í 1-1 eftir að ÍR hafði komist yfir. Liðin mættust í þriðja sinn í Seljaskóla í kvöld og þar fór ÍR með sigur eftir svakalegar loka mínútur. 22. mars 2018 22:15 Hlynur var „kýldur niður:“ Það var tekið upp eitthvað „show“ Mikill hiti var í mönnum í Seljaskóla í kvöld þar sem ÍR og Stjarnan mættust í þriðja leik liðanna í 8-liða úrslitum Domino's deildar karla. ÍR fór með þriggja stiga sigur, 67-64, eftir háspennu leik. Mikil harka var í leiknum og í fyrsta leikhluta átti sér stað atvik þar sem Ryan Taylor, leikmaður ÍR, virðist slá Hlyn Bæringsson hjá Stjörnunni í höfuðið. 22. mars 2018 21:48 Hlynur steinlá eftir högg Taylor │ Verðskuldaði þetta brottvísun? Ryan Taylor og Hlynur Bæringsson hafa barist grimmilega í leikjum Stjörnunnar og ÍR í 8-liða úrslitum Dominos-deildar karla. ÍR leiðir 2-1 eftir að hafa unnið leik liðanna í kvöld. 22. mars 2018 21:56 „Stjórn FIBA horfir á Taylor taka viljandi högg í hnakkann á Hlyni“ Hrafn Kristjánsson var vægast sagt ósáttur með dómara leiks ÍR og Stjörnunnar í Seljaskóla í kvöld. ÍR hafði 67-64 sigur í þriðja leik liðanna í 8-liða úrslitum Domino's deildarinnar. 22. mars 2018 21:34 Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
Óvissa er um framhaldið hjá Hlyni Bæringssyni eftir höfuðhögg sem hann hlaut í leik ÍR og Stjörnunnar í gærkvöld. „Eins og þetta er núna er staðan bara frekar óljós,“ sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, þegar Vísir ræddi við hann í dag um ástand Hlyns. „Við þurfum líka að skoða viðbrögð okkar á keppnisstað og annað. Hann fann fyrir einhverju í hálfleik en tók það ekki með öllu að setjast.“ „Það var náttúrulega alvarlega spáð í það þarna í hálfleik [að Hlynur myndi ekki spila meira] en hann vildi fá að prófa tvær þrjár mínútur og svo var þetta metið þá að þetta væri ekki að há honum þannig.“ Svo fór að Hlynur spilaði mest allra leikmanna á vellinum í Seljaskóla í gær, hann var inn á í 37 mínútur og 26 sekúndur. Atvikið átti sér stað þegar rétt tæpar 4 mínútur voru liðnar af leiknum. „Með kvöldinu þá virðist hann hafa farið að finna fyrir einhverju. Ég hef ekki heyrt í honum í dag hvernig staðan er, en hann finnur fyrir áhrifum höggsins, það er á hreinu.“ „Ef að hann finnur fyrir einkennum höggsins á leikdegi þá spilar hann ekki leikinn, það er alveg 100 prósent.“ „Við erum með mann í þjálfarateyminu sem hefur mikla og góða reynslu af þessu og hann fór vel yfir það með Hlyn eftir leikinn hvernig væri best að vega og meta þetta og haga sér núna á milli þessara tveggja leikja.“ „Hann er bara með Hlyn í umsjá fram að sunnudeginum,“ sagði Hrafn og átti þar við Justin Shouse, aðstoðarþjálfara sinn sem lék með Stjörnunni á síðasta tímabili og á árum áður. Hann lagði skóna á hilluna í apríl síðast liðinn, meðal annars vegna alvarlegs höfuðhöggs sem hann hlaut í janúar 2017. Shouse tjáði sig um málið á Twitter í gær og biðlaði til KKÍ að grípa til aðgerða ef þeim væri „annt um öryggi leikmanna og höfuðmeiðsli.“As a former player who has dealt w/ head trauma on the court, this aggressive elbow to the head of the Icelandic National team capt. is excruciating to see. If KKI and referees care about player safety and head injuries something should be addressed here. #dominos365#korfuboltipic.twitter.com/FQYIPCqOLS — jshouse (@shousey12) March 22, 2018Dómaranefnd KKÍ er búin að kæra atvikið til Aga- og úrskurðanefndar sem mun ákveða hvort Taylor fari í bann vegna höggsins. Hrafn sagðist ánægður með að hlutlaus aðili hafi kært málið, en Stjarnan hefði að öllum líkindum gert það ef dómaranefnd hefði ekkert aðhafst. Fjórði leikur einvígisins fer fram í Ásgarði í Garðabæ á sunnudaginn.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Stjarnan 67-64 │ ÍR vann spennutrylli í Seljaskóla Stjarnan jafnaði einvígið við ÍR á heimavelli sínum í Garðabæ á mánudaginn í 1-1 eftir að ÍR hafði komist yfir. Liðin mættust í þriðja sinn í Seljaskóla í kvöld og þar fór ÍR með sigur eftir svakalegar loka mínútur. 22. mars 2018 22:15 Hlynur var „kýldur niður:“ Það var tekið upp eitthvað „show“ Mikill hiti var í mönnum í Seljaskóla í kvöld þar sem ÍR og Stjarnan mættust í þriðja leik liðanna í 8-liða úrslitum Domino's deildar karla. ÍR fór með þriggja stiga sigur, 67-64, eftir háspennu leik. Mikil harka var í leiknum og í fyrsta leikhluta átti sér stað atvik þar sem Ryan Taylor, leikmaður ÍR, virðist slá Hlyn Bæringsson hjá Stjörnunni í höfuðið. 22. mars 2018 21:48 Hlynur steinlá eftir högg Taylor │ Verðskuldaði þetta brottvísun? Ryan Taylor og Hlynur Bæringsson hafa barist grimmilega í leikjum Stjörnunnar og ÍR í 8-liða úrslitum Dominos-deildar karla. ÍR leiðir 2-1 eftir að hafa unnið leik liðanna í kvöld. 22. mars 2018 21:56 „Stjórn FIBA horfir á Taylor taka viljandi högg í hnakkann á Hlyni“ Hrafn Kristjánsson var vægast sagt ósáttur með dómara leiks ÍR og Stjörnunnar í Seljaskóla í kvöld. ÍR hafði 67-64 sigur í þriðja leik liðanna í 8-liða úrslitum Domino's deildarinnar. 22. mars 2018 21:34 Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Stjarnan 67-64 │ ÍR vann spennutrylli í Seljaskóla Stjarnan jafnaði einvígið við ÍR á heimavelli sínum í Garðabæ á mánudaginn í 1-1 eftir að ÍR hafði komist yfir. Liðin mættust í þriðja sinn í Seljaskóla í kvöld og þar fór ÍR með sigur eftir svakalegar loka mínútur. 22. mars 2018 22:15
Hlynur var „kýldur niður:“ Það var tekið upp eitthvað „show“ Mikill hiti var í mönnum í Seljaskóla í kvöld þar sem ÍR og Stjarnan mættust í þriðja leik liðanna í 8-liða úrslitum Domino's deildar karla. ÍR fór með þriggja stiga sigur, 67-64, eftir háspennu leik. Mikil harka var í leiknum og í fyrsta leikhluta átti sér stað atvik þar sem Ryan Taylor, leikmaður ÍR, virðist slá Hlyn Bæringsson hjá Stjörnunni í höfuðið. 22. mars 2018 21:48
Hlynur steinlá eftir högg Taylor │ Verðskuldaði þetta brottvísun? Ryan Taylor og Hlynur Bæringsson hafa barist grimmilega í leikjum Stjörnunnar og ÍR í 8-liða úrslitum Dominos-deildar karla. ÍR leiðir 2-1 eftir að hafa unnið leik liðanna í kvöld. 22. mars 2018 21:56
„Stjórn FIBA horfir á Taylor taka viljandi högg í hnakkann á Hlyni“ Hrafn Kristjánsson var vægast sagt ósáttur með dómara leiks ÍR og Stjörnunnar í Seljaskóla í kvöld. ÍR hafði 67-64 sigur í þriðja leik liðanna í 8-liða úrslitum Domino's deildarinnar. 22. mars 2018 21:34