Egill, sem er sonur markahróksins Þorvalds Makan Sigurbjörnssonar, hefur leikið með HK og Breiðabliki á sínum yngri flokka ferli. Hann er hægri bakvörður en FH-liðið er fámennt í þeirri stöðu er eins og sakir standa.
Egill hefur verið fastamaður í U17 ára landsliði Íslands og hefur hann leikið tíu leiki fyrir liðið. Síðast lék hann með liðinu á móti í Hvíta-Rússlandi þar sem liðið endaði í sjöunda sæti.
Hann á enn eftir að leika meistaraflokksleik en hann er einnig gjaldgengur í 2. flokk félagsins. Cédric D'Ulivo er eini hægri bakvörður FH eins og stendur en hann er meiddur.
Skotinn Robbie Crawford hefur veirð að spila hægri bakvörðinn en hann spilaði sem miðjumaður á síðustu leiktíð.
Egill Darri Makan Þorvaldsson skrifaði í dag undir samning við FH sem gildir út tímabilið 2020. Egill Darri er fæddur árið 2001 og hefur verið fastamaður í yngri landsliðum Íslands. Við FH-ingar bjóðum Egill Darra velkominn í Kaplakrika. #ViðerumFH #fotboltinet pic.twitter.com/gJVu6frSb0
— FHingar.net (@fhingar) March 23, 2018