Forstjóri Orkuveitunnar spáir 100.000 rafbílum fyrir 2030 Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 23. mars 2018 20:00 Forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur spáir því að innan tólf ára verði hundrað þúsund rafbílar komnir á götur Íslands og fullyrðir að nóg sé til af rafmagni fyrir svo mikla fjölgun. Þetta kom meðal annars fram á málþingi um samgöngur í Reykjavík þar sem mikil áhersla var lögð á umhverfisvænan ferðamáta. Mikil fólksfjölgun á næstu tveimur áratugum með tilheyrandi umferðaþunga var rauði þráðurinn á málþinginu Léttum á umferðinni í dag. Hjólreiðaáætlun, Borgarlína, Miklabraut í Stokk, rafmagnsvæðing samganga, strætó og bílastæði voru meðal umræðuefna. Að mati Hjálmars Sveinssonar, formanns umhverfis- og skipulagsráðs borgarinnar, er borgarlínan mikilvægasta næsta skref í samgöngumálum í borginni en á fundinum voru tillögur stýrihóps vegna samgönguáætlunar ríkisins 2018-2030 kynntar. Þar er borgarlínan í fókus. „Næstu skref er áframhaldandi samtal við ríkisvaldið, tillögurnar fara í þessa kanala sem er samgönguáætlun og fjármálaáætlun,“ segir Hrafnkell Á. Proppé, svæðisskipulagsstjóri hjá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Í erindi um orkukipti í samgöngum sagði Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar, aðeins tvo þröskulda koma í veg fyrir mikla fjölgun rafmagnsbíla, annars vegar hversu langt bíllinn kemst á hleðslunni og hins vegar verðið. Hvort tveggja sé að þróast í rétta átt og því spáir hann hundrað þúsund rafmagnsbílum á Íslandi fyrir 2030 og hefur engar áhyggjur af orkuskorti. „100 þúsund fólksbílar taka 1,5% af því rafmagni sem er framleitt í dag. Ef við förum í 200 þúsund sem er um það bil bílafloti landsins, þá er það 3 % af því rafmagni sem við framleiðum.“ segir hann. Mest lesið Rok og rigning sama hvert er litið Veður Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Fleiri fréttir Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Sjá meira
Forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur spáir því að innan tólf ára verði hundrað þúsund rafbílar komnir á götur Íslands og fullyrðir að nóg sé til af rafmagni fyrir svo mikla fjölgun. Þetta kom meðal annars fram á málþingi um samgöngur í Reykjavík þar sem mikil áhersla var lögð á umhverfisvænan ferðamáta. Mikil fólksfjölgun á næstu tveimur áratugum með tilheyrandi umferðaþunga var rauði þráðurinn á málþinginu Léttum á umferðinni í dag. Hjólreiðaáætlun, Borgarlína, Miklabraut í Stokk, rafmagnsvæðing samganga, strætó og bílastæði voru meðal umræðuefna. Að mati Hjálmars Sveinssonar, formanns umhverfis- og skipulagsráðs borgarinnar, er borgarlínan mikilvægasta næsta skref í samgöngumálum í borginni en á fundinum voru tillögur stýrihóps vegna samgönguáætlunar ríkisins 2018-2030 kynntar. Þar er borgarlínan í fókus. „Næstu skref er áframhaldandi samtal við ríkisvaldið, tillögurnar fara í þessa kanala sem er samgönguáætlun og fjármálaáætlun,“ segir Hrafnkell Á. Proppé, svæðisskipulagsstjóri hjá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Í erindi um orkukipti í samgöngum sagði Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar, aðeins tvo þröskulda koma í veg fyrir mikla fjölgun rafmagnsbíla, annars vegar hversu langt bíllinn kemst á hleðslunni og hins vegar verðið. Hvort tveggja sé að þróast í rétta átt og því spáir hann hundrað þúsund rafmagnsbílum á Íslandi fyrir 2030 og hefur engar áhyggjur af orkuskorti. „100 þúsund fólksbílar taka 1,5% af því rafmagni sem er framleitt í dag. Ef við förum í 200 þúsund sem er um það bil bílafloti landsins, þá er það 3 % af því rafmagni sem við framleiðum.“ segir hann.
Mest lesið Rok og rigning sama hvert er litið Veður Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Fleiri fréttir Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Sjá meira