Umræðu um lækkun kosningaaldurs frestað Elín Margrét Böðvarsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 23. mars 2018 19:15 Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, frestaði nú upp úr klukkan 19 umræðu um frumvarp um frumvarp Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns Vinstri grænna, um að kosningaaldur verði 16 ár. Ennþá voru ellefu manns á mælendaskrá og sagði Steingrímur því útséð um að umræðunni myndi ljúka í kvöld og innan þeirra tímamarka sem þingið hafði en það var til klukkan 20 í kvöld. „Forseti telur því rétt að láta nótt sem nemur. Umræðu um 8. dagskrármálið er frestað,“ sagði Steingrímur. Hann sleit svo fundi skömmu síðar en Alþingi er nú komið í páskafrí. Það verða því ekki greidd atkvæði um málið að svo stöddu og verður því að teljast ólíklegt að 16 og 17 ára ungmenni fái að kjósa í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Ýmsir vilja meina að andstæðingar frumvarpsins hafi hreinlega farið í málþóf til að hindra atkvæðagreiðslu um það en á meðal þeirra sem hafa gagnrýnt það er Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Sagði hún á Facebook-síðu sinni fyrr í kvöld að það væri ótrúlegt ástand á þinginu þar sem þar færi fram málþóf „miðaldra karla úr Sjálfstæðisflokki og Miðflokki til að koma í veg fyrir að meirihluti þings fái að kjósa með lækkun kosningaaldurs, en þetta mál er svo það sé sagt, eitt af þeim málum sem forsætisráðherra hefur sjálf flutt og þannig barist fyrir.“ Rætt var við Andrés Inga í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Aðspurður hvort um málþóf væri að ræða sagði hann umræðuna mjög einkennilega. „Þetta er allavega mjög einkennileg umræða miðað við það sem á undan er gengið. Ef maður skoðar samsetninguna á þeim sem hafa sig mest í frammi þá mætti alveg segja að afturhaldsöfl þriggja flokka hafi tekið sig til og fyllt mælendaskrána alveg hálfan daginn,“ sagði Andrés Ingi.Fréttin hefur verið uppfærð. Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá umfjöllun kvöldfrétta Stöðvar 2 um málið. Alþingi Tengdar fréttir Meirihluti virðist fyrir því að lækka kosningaaldur í 16 ár Síðasta umræða um lækkun kosningaaldurs til sveitarstjórna fer fram í dag. Verði frumvarpið samþykkt mun hluti elsta árgangs grunnskólanema geta kosið í vor. Ráðuneyti og stofnanir telja örðugt að framkvæma breytinguna. Samkvæmt nýju ákvæði munu 16 ára ólögráða kjósendur ekki njóta kjörgengis. 23. mars 2018 06:00 Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, frestaði nú upp úr klukkan 19 umræðu um frumvarp um frumvarp Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns Vinstri grænna, um að kosningaaldur verði 16 ár. Ennþá voru ellefu manns á mælendaskrá og sagði Steingrímur því útséð um að umræðunni myndi ljúka í kvöld og innan þeirra tímamarka sem þingið hafði en það var til klukkan 20 í kvöld. „Forseti telur því rétt að láta nótt sem nemur. Umræðu um 8. dagskrármálið er frestað,“ sagði Steingrímur. Hann sleit svo fundi skömmu síðar en Alþingi er nú komið í páskafrí. Það verða því ekki greidd atkvæði um málið að svo stöddu og verður því að teljast ólíklegt að 16 og 17 ára ungmenni fái að kjósa í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Ýmsir vilja meina að andstæðingar frumvarpsins hafi hreinlega farið í málþóf til að hindra atkvæðagreiðslu um það en á meðal þeirra sem hafa gagnrýnt það er Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Sagði hún á Facebook-síðu sinni fyrr í kvöld að það væri ótrúlegt ástand á þinginu þar sem þar færi fram málþóf „miðaldra karla úr Sjálfstæðisflokki og Miðflokki til að koma í veg fyrir að meirihluti þings fái að kjósa með lækkun kosningaaldurs, en þetta mál er svo það sé sagt, eitt af þeim málum sem forsætisráðherra hefur sjálf flutt og þannig barist fyrir.“ Rætt var við Andrés Inga í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Aðspurður hvort um málþóf væri að ræða sagði hann umræðuna mjög einkennilega. „Þetta er allavega mjög einkennileg umræða miðað við það sem á undan er gengið. Ef maður skoðar samsetninguna á þeim sem hafa sig mest í frammi þá mætti alveg segja að afturhaldsöfl þriggja flokka hafi tekið sig til og fyllt mælendaskrána alveg hálfan daginn,“ sagði Andrés Ingi.Fréttin hefur verið uppfærð. Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá umfjöllun kvöldfrétta Stöðvar 2 um málið.
Alþingi Tengdar fréttir Meirihluti virðist fyrir því að lækka kosningaaldur í 16 ár Síðasta umræða um lækkun kosningaaldurs til sveitarstjórna fer fram í dag. Verði frumvarpið samþykkt mun hluti elsta árgangs grunnskólanema geta kosið í vor. Ráðuneyti og stofnanir telja örðugt að framkvæma breytinguna. Samkvæmt nýju ákvæði munu 16 ára ólögráða kjósendur ekki njóta kjörgengis. 23. mars 2018 06:00 Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira
Meirihluti virðist fyrir því að lækka kosningaaldur í 16 ár Síðasta umræða um lækkun kosningaaldurs til sveitarstjórna fer fram í dag. Verði frumvarpið samþykkt mun hluti elsta árgangs grunnskólanema geta kosið í vor. Ráðuneyti og stofnanir telja örðugt að framkvæma breytinguna. Samkvæmt nýju ákvæði munu 16 ára ólögráða kjósendur ekki njóta kjörgengis. 23. mars 2018 06:00