Umræðu um lækkun kosningaaldurs frestað Elín Margrét Böðvarsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 23. mars 2018 19:15 Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, frestaði nú upp úr klukkan 19 umræðu um frumvarp um frumvarp Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns Vinstri grænna, um að kosningaaldur verði 16 ár. Ennþá voru ellefu manns á mælendaskrá og sagði Steingrímur því útséð um að umræðunni myndi ljúka í kvöld og innan þeirra tímamarka sem þingið hafði en það var til klukkan 20 í kvöld. „Forseti telur því rétt að láta nótt sem nemur. Umræðu um 8. dagskrármálið er frestað,“ sagði Steingrímur. Hann sleit svo fundi skömmu síðar en Alþingi er nú komið í páskafrí. Það verða því ekki greidd atkvæði um málið að svo stöddu og verður því að teljast ólíklegt að 16 og 17 ára ungmenni fái að kjósa í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Ýmsir vilja meina að andstæðingar frumvarpsins hafi hreinlega farið í málþóf til að hindra atkvæðagreiðslu um það en á meðal þeirra sem hafa gagnrýnt það er Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Sagði hún á Facebook-síðu sinni fyrr í kvöld að það væri ótrúlegt ástand á þinginu þar sem þar færi fram málþóf „miðaldra karla úr Sjálfstæðisflokki og Miðflokki til að koma í veg fyrir að meirihluti þings fái að kjósa með lækkun kosningaaldurs, en þetta mál er svo það sé sagt, eitt af þeim málum sem forsætisráðherra hefur sjálf flutt og þannig barist fyrir.“ Rætt var við Andrés Inga í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Aðspurður hvort um málþóf væri að ræða sagði hann umræðuna mjög einkennilega. „Þetta er allavega mjög einkennileg umræða miðað við það sem á undan er gengið. Ef maður skoðar samsetninguna á þeim sem hafa sig mest í frammi þá mætti alveg segja að afturhaldsöfl þriggja flokka hafi tekið sig til og fyllt mælendaskrána alveg hálfan daginn,“ sagði Andrés Ingi.Fréttin hefur verið uppfærð. Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá umfjöllun kvöldfrétta Stöðvar 2 um málið. Alþingi Tengdar fréttir Meirihluti virðist fyrir því að lækka kosningaaldur í 16 ár Síðasta umræða um lækkun kosningaaldurs til sveitarstjórna fer fram í dag. Verði frumvarpið samþykkt mun hluti elsta árgangs grunnskólanema geta kosið í vor. Ráðuneyti og stofnanir telja örðugt að framkvæma breytinguna. Samkvæmt nýju ákvæði munu 16 ára ólögráða kjósendur ekki njóta kjörgengis. 23. mars 2018 06:00 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Fleiri fréttir Segja falda launauppbót hjá níu af tíu stofnunum ríkisins Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, frestaði nú upp úr klukkan 19 umræðu um frumvarp um frumvarp Andrésar Inga Jónssonar, þingmanns Vinstri grænna, um að kosningaaldur verði 16 ár. Ennþá voru ellefu manns á mælendaskrá og sagði Steingrímur því útséð um að umræðunni myndi ljúka í kvöld og innan þeirra tímamarka sem þingið hafði en það var til klukkan 20 í kvöld. „Forseti telur því rétt að láta nótt sem nemur. Umræðu um 8. dagskrármálið er frestað,“ sagði Steingrímur. Hann sleit svo fundi skömmu síðar en Alþingi er nú komið í páskafrí. Það verða því ekki greidd atkvæði um málið að svo stöddu og verður því að teljast ólíklegt að 16 og 17 ára ungmenni fái að kjósa í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Ýmsir vilja meina að andstæðingar frumvarpsins hafi hreinlega farið í málþóf til að hindra atkvæðagreiðslu um það en á meðal þeirra sem hafa gagnrýnt það er Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Sagði hún á Facebook-síðu sinni fyrr í kvöld að það væri ótrúlegt ástand á þinginu þar sem þar færi fram málþóf „miðaldra karla úr Sjálfstæðisflokki og Miðflokki til að koma í veg fyrir að meirihluti þings fái að kjósa með lækkun kosningaaldurs, en þetta mál er svo það sé sagt, eitt af þeim málum sem forsætisráðherra hefur sjálf flutt og þannig barist fyrir.“ Rætt var við Andrés Inga í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Aðspurður hvort um málþóf væri að ræða sagði hann umræðuna mjög einkennilega. „Þetta er allavega mjög einkennileg umræða miðað við það sem á undan er gengið. Ef maður skoðar samsetninguna á þeim sem hafa sig mest í frammi þá mætti alveg segja að afturhaldsöfl þriggja flokka hafi tekið sig til og fyllt mælendaskrána alveg hálfan daginn,“ sagði Andrés Ingi.Fréttin hefur verið uppfærð. Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá umfjöllun kvöldfrétta Stöðvar 2 um málið.
Alþingi Tengdar fréttir Meirihluti virðist fyrir því að lækka kosningaaldur í 16 ár Síðasta umræða um lækkun kosningaaldurs til sveitarstjórna fer fram í dag. Verði frumvarpið samþykkt mun hluti elsta árgangs grunnskólanema geta kosið í vor. Ráðuneyti og stofnanir telja örðugt að framkvæma breytinguna. Samkvæmt nýju ákvæði munu 16 ára ólögráða kjósendur ekki njóta kjörgengis. 23. mars 2018 06:00 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Fleiri fréttir Segja falda launauppbót hjá níu af tíu stofnunum ríkisins Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Sjá meira
Meirihluti virðist fyrir því að lækka kosningaaldur í 16 ár Síðasta umræða um lækkun kosningaaldurs til sveitarstjórna fer fram í dag. Verði frumvarpið samþykkt mun hluti elsta árgangs grunnskólanema geta kosið í vor. Ráðuneyti og stofnanir telja örðugt að framkvæma breytinguna. Samkvæmt nýju ákvæði munu 16 ára ólögráða kjósendur ekki njóta kjörgengis. 23. mars 2018 06:00
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu