Útbreiðsla hafíssins á norðurskauti nærri því minnsta sem sést hefur Kjartan Kjartansson skrifar 25. mars 2018 09:55 Hafís norðvestur af Grænlandi á mynd NASA frá því í mars í fyrra. Hámarksútbreiðsla íssins hefur aldrei mælst minni fyrir árstíma en þá. Vísir/AFP Aðeins einu sinni áður hefur hámarksútbreiðsla hafíssins í Norður-Íshafi við lok vetrar verið minni en hún er nú. Vísindamenn segja að hafísinn hafi þakið 14,5 milljónir ferkílómetra þegar mest lét. Það er aðeins örlítið meira en í fyrra en þá hafði hámarksútbreiðslan aldrei mælst minni frá því að gervinhattamælingar hófust. Vísindamenn við Snjó- og ísgagnamiðstöð Bandaríkjanna (NSIDC) telja að hafísinn hafi náð hámarki sínu 17. mars. Þá var um milljón ferkílómetrum minni en langtímameðaltalið á þessum árstíma. Reuters-fréttastofan segir að það jafnist á við flatarmál Egyptalands.Mikil hitabylgja gekk yfir norðurskautið í febrúar. Fór hitinn á sumum hlutum þess allt að 25°C yfir meðaltal fyrir árstíma. Á norðurpólnum er talið að hitinn hafi um tíma farið yfir frostmark. NSDIC segir að fjögur lægstu hámarksgildi hafíssins hafi öll mælst síðustu fjögur árin. Á suðurskautinu segir NSIDC að hafísinn hafi náð næstuminnstu lágmarksútbreiðslu sinni að sumri frá upphafi gervihnattamælinga á 8. áratug síðustu aldar. Metárið í þeim efnum var sett í fyrra.Kort sem sýnir hámarksútbreiðslu hafíssins á norðurskautinu 17. mars. Gula línan sýnir meðaltal áranna 1981 til 2010 fyrir þann dag.NSIDC Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Röskun meginkerfis norðurhvelsins snýr veðurfari á haus Á sama tíma og hitinn á norðurskautinu hefur farið yfir frostmark flæðir kalt loft frá Síberíu yfir Evrópu. Kenningar eru um að hnattræn hlýnun geti gert frávik af þessu tagi tíðari. 27. febrúar 2018 15:15 Losun gróðurhúsalofttegunda frá orku aldrei meiri en í fyrra Stöðnun í losun árin á undan hafði vakið vonir um að samband á milli hagvaxtar og aukinnar losunar hefði loks verið rofið. 23. mars 2018 18:07 Meiri ógn af sífreranum nyrst á norðurhjara Allt að fimmfalt meira magn kolefnis er bundið í sífrera á norðanverðu norðurskautinu en sunnar. Verulegt magn gróðurhúsalofttegunda gæti losnað þaðan þegar á þessari öld. 12. mars 2018 14:30 Alþjóðabankinn varar við meiriháttar fólksflutningum vegna hlýnunar loftslags Allt að 150 milljónir manna gætu flutt búferlaflutningum á þremur svæðum í þriðja heiminum vegna loftslagsbreytingum fyrir miðja öldina ef ekki verið gripið til skjótra aðgerða til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. 21. mars 2018 18:45 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Aðeins einu sinni áður hefur hámarksútbreiðsla hafíssins í Norður-Íshafi við lok vetrar verið minni en hún er nú. Vísindamenn segja að hafísinn hafi þakið 14,5 milljónir ferkílómetra þegar mest lét. Það er aðeins örlítið meira en í fyrra en þá hafði hámarksútbreiðslan aldrei mælst minni frá því að gervinhattamælingar hófust. Vísindamenn við Snjó- og ísgagnamiðstöð Bandaríkjanna (NSIDC) telja að hafísinn hafi náð hámarki sínu 17. mars. Þá var um milljón ferkílómetrum minni en langtímameðaltalið á þessum árstíma. Reuters-fréttastofan segir að það jafnist á við flatarmál Egyptalands.Mikil hitabylgja gekk yfir norðurskautið í febrúar. Fór hitinn á sumum hlutum þess allt að 25°C yfir meðaltal fyrir árstíma. Á norðurpólnum er talið að hitinn hafi um tíma farið yfir frostmark. NSDIC segir að fjögur lægstu hámarksgildi hafíssins hafi öll mælst síðustu fjögur árin. Á suðurskautinu segir NSIDC að hafísinn hafi náð næstuminnstu lágmarksútbreiðslu sinni að sumri frá upphafi gervihnattamælinga á 8. áratug síðustu aldar. Metárið í þeim efnum var sett í fyrra.Kort sem sýnir hámarksútbreiðslu hafíssins á norðurskautinu 17. mars. Gula línan sýnir meðaltal áranna 1981 til 2010 fyrir þann dag.NSIDC
Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Röskun meginkerfis norðurhvelsins snýr veðurfari á haus Á sama tíma og hitinn á norðurskautinu hefur farið yfir frostmark flæðir kalt loft frá Síberíu yfir Evrópu. Kenningar eru um að hnattræn hlýnun geti gert frávik af þessu tagi tíðari. 27. febrúar 2018 15:15 Losun gróðurhúsalofttegunda frá orku aldrei meiri en í fyrra Stöðnun í losun árin á undan hafði vakið vonir um að samband á milli hagvaxtar og aukinnar losunar hefði loks verið rofið. 23. mars 2018 18:07 Meiri ógn af sífreranum nyrst á norðurhjara Allt að fimmfalt meira magn kolefnis er bundið í sífrera á norðanverðu norðurskautinu en sunnar. Verulegt magn gróðurhúsalofttegunda gæti losnað þaðan þegar á þessari öld. 12. mars 2018 14:30 Alþjóðabankinn varar við meiriháttar fólksflutningum vegna hlýnunar loftslags Allt að 150 milljónir manna gætu flutt búferlaflutningum á þremur svæðum í þriðja heiminum vegna loftslagsbreytingum fyrir miðja öldina ef ekki verið gripið til skjótra aðgerða til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. 21. mars 2018 18:45 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Röskun meginkerfis norðurhvelsins snýr veðurfari á haus Á sama tíma og hitinn á norðurskautinu hefur farið yfir frostmark flæðir kalt loft frá Síberíu yfir Evrópu. Kenningar eru um að hnattræn hlýnun geti gert frávik af þessu tagi tíðari. 27. febrúar 2018 15:15
Losun gróðurhúsalofttegunda frá orku aldrei meiri en í fyrra Stöðnun í losun árin á undan hafði vakið vonir um að samband á milli hagvaxtar og aukinnar losunar hefði loks verið rofið. 23. mars 2018 18:07
Meiri ógn af sífreranum nyrst á norðurhjara Allt að fimmfalt meira magn kolefnis er bundið í sífrera á norðanverðu norðurskautinu en sunnar. Verulegt magn gróðurhúsalofttegunda gæti losnað þaðan þegar á þessari öld. 12. mars 2018 14:30
Alþjóðabankinn varar við meiriháttar fólksflutningum vegna hlýnunar loftslags Allt að 150 milljónir manna gætu flutt búferlaflutningum á þremur svæðum í þriðja heiminum vegna loftslagsbreytingum fyrir miðja öldina ef ekki verið gripið til skjótra aðgerða til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. 21. mars 2018 18:45