Meint hjákona Trump segir klámið hafa búið hana undir kastljósið Kjartan Kjartansson skrifar 25. mars 2018 14:40 Framhjáhald Trump með Clifford á að hafa átt sér stað á sama tímabili og Playboy-fyrirsæta segist hafa verið með honum. Vísir/AFP Klámmyndaleikkonan Stephanie Clifford, betur þekkt sem Stormy Daniels, segir að að bakgrunnur hennar í klámiðnaðinum hafi hjálpað henni að takast á við kastljós fjölmiðla eftir að hún steig fram og greindi frá því að hún hefði átt í ástarsambandi við Donald Trump Bandaríkjaforseta. Clifford kemur fram í sínu fyrsta sjónvarpsviðtali um sambandið í kvöld. Clifford verður viðmælandi fréttaskýringarþáttarins 60 mínútna í kvöld. Þáttarins hefur verið beðið með nokkurri eftirvæntingu frá því að tilkynnt var um það en Clifford stendur nú í baráttu fyrir dómstólum um að losna undan samkomulagi um þagmælsku sem hún gerði við lögmann Trump. „Ég myndaði þykkan skráp og kannski svolítið dökka kímnigáfu af því að starfa í klámiðnaðinum,“ segir Clifford við Washington Post. Hún segir þó ekkert geta búið manneskju í raun undir þær aðstæður sem hún er nú í. Michael Cohen, persónulegur lögmaður Trump, greiddi Clifford 160.000 dollara úr eigin vasa fyrir að þegja um samband hennar við forsetann rétt fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Samband þeirra á að hafa átt sér stað frá 2006 til 2007, eftir að Trump giftist núverandi eiginkonu sinni, Melaniu Trump.Vill aðeins fá að verja sigÖnnur kona, Playboy-fyrirsætan Karen McDougal, hefur lýst svipuðu sambandi við Trump á sama tímabili og Clifford. Hún hefur einnig höfðað mál til að losna undan samkomulagi um þagmælsku sem hún gerði við fjölmiðil í eigu vinar Trump. Trump hefur krafið Clifford um sektir fyrir að rjúfa samkomulagið, alls að upphæð tuttugu milljóna dollara. Clifford segir að hún hafi orðið fyrir hatrömmu persónuníði á samfélagsmiðlum undanfarnar vikur en hún hafi einnig notið mikils stuðnings. „Ég gerði þetta ekki til þess að fá neins konar samþykki frá neinum eða viðurkenningu. Ég vildi einfaldlega segja minn persónulega sannleika og verja mig,“ segir hún. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump krefur Stormy Daniels um 20 milljónir í skaðabætur Þá hyggst forsetinn draga Daniels fyrir alríkisdóm Bandaríkjanna. 17. mars 2018 11:17 Gera ráð fyrir að viðtalið við Stormy Daniels verði sýnt á sunnudag Viðtal fréttamannsins Andersons Cooper við klámstjörnuna Stormy Daniels, sem heldur því fram að hún hafi átt í ástarsambandi við Donald Trump Bandaríkjaforseta, verður sýnt á sjónvarpsstöðinni CBS sunnudaginn 25. mars næstkomandi, að því er fram kemur í frétt Variety. 18. mars 2018 08:47 Kvaðst ekki mega svara því hvort Trump hefði hótað Stormy Daniels ofbeldi Lögmaður klámstjörnunnar Stormy Daniels, sem segist hafa átt í ástarsambandi við Donald Trump Bandaríkjaforseta, heldur því fram að Daniels hafi verið hótað ofbeldi vegna málsins. 16. mars 2018 22:42 Playboy-fyrirsæta í mál til að geta tjáð sig um Trump Áður hafði klámmyndaleikona höfðað mál til að losna undan samningi um þagmælsku sem hún skrifaði undir í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. 20. mars 2018 18:45 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Fleiri fréttir Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Sjá meira
Klámmyndaleikkonan Stephanie Clifford, betur þekkt sem Stormy Daniels, segir að að bakgrunnur hennar í klámiðnaðinum hafi hjálpað henni að takast á við kastljós fjölmiðla eftir að hún steig fram og greindi frá því að hún hefði átt í ástarsambandi við Donald Trump Bandaríkjaforseta. Clifford kemur fram í sínu fyrsta sjónvarpsviðtali um sambandið í kvöld. Clifford verður viðmælandi fréttaskýringarþáttarins 60 mínútna í kvöld. Þáttarins hefur verið beðið með nokkurri eftirvæntingu frá því að tilkynnt var um það en Clifford stendur nú í baráttu fyrir dómstólum um að losna undan samkomulagi um þagmælsku sem hún gerði við lögmann Trump. „Ég myndaði þykkan skráp og kannski svolítið dökka kímnigáfu af því að starfa í klámiðnaðinum,“ segir Clifford við Washington Post. Hún segir þó ekkert geta búið manneskju í raun undir þær aðstæður sem hún er nú í. Michael Cohen, persónulegur lögmaður Trump, greiddi Clifford 160.000 dollara úr eigin vasa fyrir að þegja um samband hennar við forsetann rétt fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Samband þeirra á að hafa átt sér stað frá 2006 til 2007, eftir að Trump giftist núverandi eiginkonu sinni, Melaniu Trump.Vill aðeins fá að verja sigÖnnur kona, Playboy-fyrirsætan Karen McDougal, hefur lýst svipuðu sambandi við Trump á sama tímabili og Clifford. Hún hefur einnig höfðað mál til að losna undan samkomulagi um þagmælsku sem hún gerði við fjölmiðil í eigu vinar Trump. Trump hefur krafið Clifford um sektir fyrir að rjúfa samkomulagið, alls að upphæð tuttugu milljóna dollara. Clifford segir að hún hafi orðið fyrir hatrömmu persónuníði á samfélagsmiðlum undanfarnar vikur en hún hafi einnig notið mikils stuðnings. „Ég gerði þetta ekki til þess að fá neins konar samþykki frá neinum eða viðurkenningu. Ég vildi einfaldlega segja minn persónulega sannleika og verja mig,“ segir hún.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump krefur Stormy Daniels um 20 milljónir í skaðabætur Þá hyggst forsetinn draga Daniels fyrir alríkisdóm Bandaríkjanna. 17. mars 2018 11:17 Gera ráð fyrir að viðtalið við Stormy Daniels verði sýnt á sunnudag Viðtal fréttamannsins Andersons Cooper við klámstjörnuna Stormy Daniels, sem heldur því fram að hún hafi átt í ástarsambandi við Donald Trump Bandaríkjaforseta, verður sýnt á sjónvarpsstöðinni CBS sunnudaginn 25. mars næstkomandi, að því er fram kemur í frétt Variety. 18. mars 2018 08:47 Kvaðst ekki mega svara því hvort Trump hefði hótað Stormy Daniels ofbeldi Lögmaður klámstjörnunnar Stormy Daniels, sem segist hafa átt í ástarsambandi við Donald Trump Bandaríkjaforseta, heldur því fram að Daniels hafi verið hótað ofbeldi vegna málsins. 16. mars 2018 22:42 Playboy-fyrirsæta í mál til að geta tjáð sig um Trump Áður hafði klámmyndaleikona höfðað mál til að losna undan samningi um þagmælsku sem hún skrifaði undir í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. 20. mars 2018 18:45 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Fleiri fréttir Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Sjá meira
Trump krefur Stormy Daniels um 20 milljónir í skaðabætur Þá hyggst forsetinn draga Daniels fyrir alríkisdóm Bandaríkjanna. 17. mars 2018 11:17
Gera ráð fyrir að viðtalið við Stormy Daniels verði sýnt á sunnudag Viðtal fréttamannsins Andersons Cooper við klámstjörnuna Stormy Daniels, sem heldur því fram að hún hafi átt í ástarsambandi við Donald Trump Bandaríkjaforseta, verður sýnt á sjónvarpsstöðinni CBS sunnudaginn 25. mars næstkomandi, að því er fram kemur í frétt Variety. 18. mars 2018 08:47
Kvaðst ekki mega svara því hvort Trump hefði hótað Stormy Daniels ofbeldi Lögmaður klámstjörnunnar Stormy Daniels, sem segist hafa átt í ástarsambandi við Donald Trump Bandaríkjaforseta, heldur því fram að Daniels hafi verið hótað ofbeldi vegna málsins. 16. mars 2018 22:42
Playboy-fyrirsæta í mál til að geta tjáð sig um Trump Áður hafði klámmyndaleikona höfðað mál til að losna undan samningi um þagmælsku sem hún skrifaði undir í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. 20. mars 2018 18:45