Fox-liðum fjölgar í Hvíta húsinu Samúel Karl Ólason skrifar 25. mars 2018 18:02 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur að undanförnu ráðið fjölda fólks í Hvíta húsið sem hann hefur séð á Fox News, uppáhald sjónvarpsstöð hans, þar sem stefnumál hans og aðgerðir eru iðulega hyllt. Forsetinn hefur sömuleiðis reynt að ráða fólk sem hann hefur séð á Fox í lögmannateymi sitt. John Bolton, næsti þjóðaröryggisráðgjafi Trump, hefur verið reglulegur gestur á Fox og hafa fjölmiðlar ytra eftir heimildarmönnum sínum að Trump sé mjög hrifinn af því hvernig hann hefur komið fram og varið forsetann og mært stefnumál hans. Þó á Trump að hafa verið verulega illa við yfirvaraskegg hans.Sjá einnig: Nýr ráðgjafi Trump umdeildurBolton hélt því fram á Fox, eftir að hann var ráðinn í starf þjóðaröryggisráðgjafa, að hann myndi áfram mæta í þætti sjónvarpsstöðvarinnar.AP fréttaveitan hefur tekið saman nokkra af þeim starfsmönnum Trump sem hafa verið reglulegir gestir á Fox. Heather Nauert sem ráðin var í Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna. Hún var þulur hjá Fox. Mercedes Schlapp, ráðgjafa Hvíta hússins varðandi samskiptamál, og Tony Sayegh, talsmaður Fjármálaráðuneytisins. Bæði hafa þau verið reglulegir gestir Fox.„Hann er að leita að fólki sem er tilbúið til að taka þátt í sjónvarpsþáttunum sem Hvíta húsið er,“ segir sérfræðingur sem AP ræddi við. „Þetta er Fox-forsetatíðin.“ Trump reyndi að ráða Joseph diGenova í lögmannateymi sitt en hann hefur sömuleiðis verið reglulegur gestur Fox. Þar hefur hann meðal annars haldið því fram að starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, séu að reyna að koma sök á forsetann fyrir glæpi sem hann framdi ekki. diGenova gat ekki setið í lögmannateymi Trump vegna hagsmunaáreksturs samkvæmt meðlimi teymisins Jay Sekulow. Hann sagði þó að diGenova og kona hans, sem einnig er oft á Fox, gætu þó hjálpað forsetanum með „önnur mál“. Það hefur lengi verið vitað að Trump heldur mikið upp á Fox news og hann tjáir sig iðulega á samfélagsmiðlum um málefni sem hann sér til umfjöllunar þar. Nú síðast á föstudaginn þegar hann sagðist vera að íhuga að beita neitunarvaldi gegn fjárlagafrumvarpi sem hafði verið gagnrýnt skömmu áður í þættinum Fox and Friends. Sá sem gagnrýndi frumvarpið þar heitir Pete Hegseth en talið er að hann verði brátt ráðinn til að taka við ráðuneytinu um málefni uppgjafahermanna. Þá hefur hann veitt sjónvarpsstöðinni mun fleiri viðtöl en öðrum og hann hvetur fólk oft til að horfa á tiltekna þætti. Trump ræðir reglulega við Sean Hannity og Laura Ingraham, sem bæði stýra þáttum á Fox..@seanhannity on @foxandfriends now! Great! 8:18 A.M.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 19, 2018 Þingmenn og aðrir áhrifavalda í Washington keppast um að komast í þætti Fox og tjá sig þar, því þeir vita að Trump er að horfa.Fleiri starfsmannabreytingar í sjónmáli Vinur Trump, Christopher Ruddy, sagði í dag að von væri á fleiri starfsmannabreytingum í ríkisstjórn forsetans. Meðal þeirra sem séu á leið út er David Shulkin, ráðherra málefna uppgjafahermanna, og sömuleiðis er Trump sagður hafa beint sjónum sínum að John F. Kelly, starfsmannastjóra Hvíta hússins, og Ben Carson, ráðherra húsnæðismála. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur að undanförnu ráðið fjölda fólks í Hvíta húsið sem hann hefur séð á Fox News, uppáhald sjónvarpsstöð hans, þar sem stefnumál hans og aðgerðir eru iðulega hyllt. Forsetinn hefur sömuleiðis reynt að ráða fólk sem hann hefur séð á Fox í lögmannateymi sitt. John Bolton, næsti þjóðaröryggisráðgjafi Trump, hefur verið reglulegur gestur á Fox og hafa fjölmiðlar ytra eftir heimildarmönnum sínum að Trump sé mjög hrifinn af því hvernig hann hefur komið fram og varið forsetann og mært stefnumál hans. Þó á Trump að hafa verið verulega illa við yfirvaraskegg hans.Sjá einnig: Nýr ráðgjafi Trump umdeildurBolton hélt því fram á Fox, eftir að hann var ráðinn í starf þjóðaröryggisráðgjafa, að hann myndi áfram mæta í þætti sjónvarpsstöðvarinnar.AP fréttaveitan hefur tekið saman nokkra af þeim starfsmönnum Trump sem hafa verið reglulegir gestir á Fox. Heather Nauert sem ráðin var í Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna. Hún var þulur hjá Fox. Mercedes Schlapp, ráðgjafa Hvíta hússins varðandi samskiptamál, og Tony Sayegh, talsmaður Fjármálaráðuneytisins. Bæði hafa þau verið reglulegir gestir Fox.„Hann er að leita að fólki sem er tilbúið til að taka þátt í sjónvarpsþáttunum sem Hvíta húsið er,“ segir sérfræðingur sem AP ræddi við. „Þetta er Fox-forsetatíðin.“ Trump reyndi að ráða Joseph diGenova í lögmannateymi sitt en hann hefur sömuleiðis verið reglulegur gestur Fox. Þar hefur hann meðal annars haldið því fram að starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, séu að reyna að koma sök á forsetann fyrir glæpi sem hann framdi ekki. diGenova gat ekki setið í lögmannateymi Trump vegna hagsmunaáreksturs samkvæmt meðlimi teymisins Jay Sekulow. Hann sagði þó að diGenova og kona hans, sem einnig er oft á Fox, gætu þó hjálpað forsetanum með „önnur mál“. Það hefur lengi verið vitað að Trump heldur mikið upp á Fox news og hann tjáir sig iðulega á samfélagsmiðlum um málefni sem hann sér til umfjöllunar þar. Nú síðast á föstudaginn þegar hann sagðist vera að íhuga að beita neitunarvaldi gegn fjárlagafrumvarpi sem hafði verið gagnrýnt skömmu áður í þættinum Fox and Friends. Sá sem gagnrýndi frumvarpið þar heitir Pete Hegseth en talið er að hann verði brátt ráðinn til að taka við ráðuneytinu um málefni uppgjafahermanna. Þá hefur hann veitt sjónvarpsstöðinni mun fleiri viðtöl en öðrum og hann hvetur fólk oft til að horfa á tiltekna þætti. Trump ræðir reglulega við Sean Hannity og Laura Ingraham, sem bæði stýra þáttum á Fox..@seanhannity on @foxandfriends now! Great! 8:18 A.M.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 19, 2018 Þingmenn og aðrir áhrifavalda í Washington keppast um að komast í þætti Fox og tjá sig þar, því þeir vita að Trump er að horfa.Fleiri starfsmannabreytingar í sjónmáli Vinur Trump, Christopher Ruddy, sagði í dag að von væri á fleiri starfsmannabreytingum í ríkisstjórn forsetans. Meðal þeirra sem séu á leið út er David Shulkin, ráðherra málefna uppgjafahermanna, og sömuleiðis er Trump sagður hafa beint sjónum sínum að John F. Kelly, starfsmannastjóra Hvíta hússins, og Ben Carson, ráðherra húsnæðismála.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Sjá meira