Bubba táraðist eftir sigurinn og þakkaði móður sinni fyrir allt | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. mars 2018 08:00 Bubba Watson með sigurlaunin. vísir/getty Bandaríski kylfingurinn Bubba Watson stóð uppi sem sigurvegari á WCG-heimsmótinu í holukeppni á PGA-mótaröðinni í gærkvöldi. Hann valtaði yfir Kevin Kisner í úrslitaleiknum, 7-6, og vann sitt ellefta mót á mótaröðinni og heimsbikarinn í holukeppni í annað sinn. Bubba Watson er ekkert þekktur fyrir að leyna tilfinningum sínum og gekk hann grátandi af gleði til móður sinnar sem faðmaði strákinn og sagði við hann nokkur falleg orð. „Ég byrjaði vel í dag og ég er bara svo einbeittur að golfinu núna. Ég var að faðma mömmu mína og hún sagði að ég hefði staðið mig vel en ég lét hana vita að án hennar væri ég ekkert. Ég veit ekki hvar ég væri án móður minnar.“ sagði Bubba í viðtali að loknum sigurhringum. Með sigrinum komst Bubba í fámennan hóp goðsagnakenndra kylfinga sem hafa unnið þetta mót oftar en einu sinni. Á listanum eru þeir Tiger Woods, Phil Mickelson, Ernie Els og Rory McIlroy. „Maður hugsar ekkert um svona lista. Maður hugsar bara um titla og að reyna að vinna eitthvað,“ sagði Bubba Watson. Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Bandaríski kylfingurinn Bubba Watson stóð uppi sem sigurvegari á WCG-heimsmótinu í holukeppni á PGA-mótaröðinni í gærkvöldi. Hann valtaði yfir Kevin Kisner í úrslitaleiknum, 7-6, og vann sitt ellefta mót á mótaröðinni og heimsbikarinn í holukeppni í annað sinn. Bubba Watson er ekkert þekktur fyrir að leyna tilfinningum sínum og gekk hann grátandi af gleði til móður sinnar sem faðmaði strákinn og sagði við hann nokkur falleg orð. „Ég byrjaði vel í dag og ég er bara svo einbeittur að golfinu núna. Ég var að faðma mömmu mína og hún sagði að ég hefði staðið mig vel en ég lét hana vita að án hennar væri ég ekkert. Ég veit ekki hvar ég væri án móður minnar.“ sagði Bubba í viðtali að loknum sigurhringum. Með sigrinum komst Bubba í fámennan hóp goðsagnakenndra kylfinga sem hafa unnið þetta mót oftar en einu sinni. Á listanum eru þeir Tiger Woods, Phil Mickelson, Ernie Els og Rory McIlroy. „Maður hugsar ekkert um svona lista. Maður hugsar bara um titla og að reyna að vinna eitthvað,“ sagði Bubba Watson.
Golf Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira