Björgvin Páll bestur í vetur: „Ætlaði að verja fjörutíu prósent“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. mars 2018 10:30 Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Hauka, var útnefndur besti leikmaður Olís-deildar karla í uppgjörsþætti Seinni bylgjunnar sem var í beinni útsendingu á föstudaginn á Stöð 2 Sport. Landsliðsmarkvörðurinn kom heim fyrir tímabilið og stóð undir væntingum og rúmlega það. Hann var með rétt tæplega 39 prósent markvörslu í liði Hauka og varði í þremur leikjum helming allra skota sem hann fékk á sig. Fyrir utan þriggja leikja dýfu um áramótin var Björgvin Páll yfirburða markvörður í deildinni og sá besti af öllum að mati sérfræðinga Seinni bylgjunnar. Björgvin Páll og Hákon Daði Styrmisson, sem var besti vinstri hornamaður tímabilsins, kíktu í spjallsettið hjá Stefáni Árna Pálssyni í þættinum á föstudaginn og fékk Björgvin strax spurninguna af hverju hann varði ekki 40 prósent í vetur.Tölfræði Björgvins Páls í vetur.Þroskaferli markvarða er langt „Það var markmiðið, en ég klikkaði á því. Ég varði aðeins of fáa bolta,“ sagði Björgvin léttur en hugmyndin hans um að koma heim til að endurstilla sig gekk fullkomlega upp. „Ég fékk leið á atvinnumennskunni í því formi sem hún var. Mig langaði að koma heima og sækja smá greddu. Það tókst því það er mikil ástríða í þessu Haukaliði. Ég hef enn þá mjög gaman að því að spila handbolta. Það er alveg klárt.“ Í Olís-deildinni eru margir ungir og efnilegir markverðir og var Björgvin spurður hvenær þeir ættu að fljúga úr hreiðrinu og taka sénsinn erlendis. „Þroskaferli markvarða er langt. Markverðir eiga fleiri ár í boltanum. Þeir geta spilað til fertugs og markverðir þroskast seinna. Þegar að þeir eru klárir andlega og líkamlega mega þeir fara út, en þá skiptir aldurinn engu máli í rauninni,“ segir Björgvin Páll. „Ef menn eru klárir þá eru þeir klárir, að mínu mati. Fyrir markverði er spiltími mikilvægur. Ef þeir eru að fara út í góð félög og fá mikið að spila þá er ekkert sem stendur í vegi fyrir þeim. Aldurinn er þá afstæður í þessu samhengi,“ segir Björgvin Páll Gústavsson. Olís-deild karla Tengdar fréttir Seinni bylgjan: Hætt'essu ársins Eins og allir handboltaunnendur vita þá hafa strákarnir í Seinni bylgjunni einstaklega gaman af því að hafa gaman. Þeir hafa fyllt líf áhorfenda með hlátri og skemmtun í uppáhaldslið margra, „Hætt'essu.“ 25. mars 2018 22:45 Selfoss áfrýjar ekki þrátt fyrir „ærna ástæðu“ Handknattleiksdeild UMF Selfoss sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem félagið sagðist ekki ætla að áfrýja ákvörðun dómstóls HSÍ að vísa kæru félagsins frá dómi "þrátt fyrir ærna ástæðu.“ 25. mars 2018 18:51 Seinni bylgjan: „Góður en ekki grófur“ Uppgjörsþáttur Seinni bylgjunnar var í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á föstudaginn. Þar fóru Tómas Þór Þórðarson og sérfræðingar hans, Gunnar Berg Viktorsson og Jóhann Gunnar Einarsson, yfir lokaumferðina og gerðu upp tímabilið. 25. mars 2018 20:30 Seinni bylgjan: „Aldrei óhultur fyrir niðurlægingu Barbasinski“ Uppgjörsþáttur Seinni bylgjunnar var í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á föstudaginn. Þar fóru Tómas Þór Þórðarson og sérfræðingar hans, Gunnar Berg Viktorsson og Jóhann Gunnar Einarsson, yfir lokaumferðina og gerðu upp tímabilið. 25. mars 2018 08:00 Seinni bylgjan: „Fór með drengjakór Selfyssinga í annað sætið“ Uppgjörsþáttur Seinni bylgjunnar var í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Þar fóru Tómas Þór Þórðarson og sérfræðingar hans, Gunnar Berg Viktorsson og Jóhann Gunnar Einarsson, yfir lokaumferðina og gerðu upp tímabilið. 25. mars 2018 10:00 Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Fram - Valur | Arnór byrjar á meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Sjá meira
Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Hauka, var útnefndur besti leikmaður Olís-deildar karla í uppgjörsþætti Seinni bylgjunnar sem var í beinni útsendingu á föstudaginn á Stöð 2 Sport. Landsliðsmarkvörðurinn kom heim fyrir tímabilið og stóð undir væntingum og rúmlega það. Hann var með rétt tæplega 39 prósent markvörslu í liði Hauka og varði í þremur leikjum helming allra skota sem hann fékk á sig. Fyrir utan þriggja leikja dýfu um áramótin var Björgvin Páll yfirburða markvörður í deildinni og sá besti af öllum að mati sérfræðinga Seinni bylgjunnar. Björgvin Páll og Hákon Daði Styrmisson, sem var besti vinstri hornamaður tímabilsins, kíktu í spjallsettið hjá Stefáni Árna Pálssyni í þættinum á föstudaginn og fékk Björgvin strax spurninguna af hverju hann varði ekki 40 prósent í vetur.Tölfræði Björgvins Páls í vetur.Þroskaferli markvarða er langt „Það var markmiðið, en ég klikkaði á því. Ég varði aðeins of fáa bolta,“ sagði Björgvin léttur en hugmyndin hans um að koma heim til að endurstilla sig gekk fullkomlega upp. „Ég fékk leið á atvinnumennskunni í því formi sem hún var. Mig langaði að koma heima og sækja smá greddu. Það tókst því það er mikil ástríða í þessu Haukaliði. Ég hef enn þá mjög gaman að því að spila handbolta. Það er alveg klárt.“ Í Olís-deildinni eru margir ungir og efnilegir markverðir og var Björgvin spurður hvenær þeir ættu að fljúga úr hreiðrinu og taka sénsinn erlendis. „Þroskaferli markvarða er langt. Markverðir eiga fleiri ár í boltanum. Þeir geta spilað til fertugs og markverðir þroskast seinna. Þegar að þeir eru klárir andlega og líkamlega mega þeir fara út, en þá skiptir aldurinn engu máli í rauninni,“ segir Björgvin Páll. „Ef menn eru klárir þá eru þeir klárir, að mínu mati. Fyrir markverði er spiltími mikilvægur. Ef þeir eru að fara út í góð félög og fá mikið að spila þá er ekkert sem stendur í vegi fyrir þeim. Aldurinn er þá afstæður í þessu samhengi,“ segir Björgvin Páll Gústavsson.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Seinni bylgjan: Hætt'essu ársins Eins og allir handboltaunnendur vita þá hafa strákarnir í Seinni bylgjunni einstaklega gaman af því að hafa gaman. Þeir hafa fyllt líf áhorfenda með hlátri og skemmtun í uppáhaldslið margra, „Hætt'essu.“ 25. mars 2018 22:45 Selfoss áfrýjar ekki þrátt fyrir „ærna ástæðu“ Handknattleiksdeild UMF Selfoss sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem félagið sagðist ekki ætla að áfrýja ákvörðun dómstóls HSÍ að vísa kæru félagsins frá dómi "þrátt fyrir ærna ástæðu.“ 25. mars 2018 18:51 Seinni bylgjan: „Góður en ekki grófur“ Uppgjörsþáttur Seinni bylgjunnar var í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á föstudaginn. Þar fóru Tómas Þór Þórðarson og sérfræðingar hans, Gunnar Berg Viktorsson og Jóhann Gunnar Einarsson, yfir lokaumferðina og gerðu upp tímabilið. 25. mars 2018 20:30 Seinni bylgjan: „Aldrei óhultur fyrir niðurlægingu Barbasinski“ Uppgjörsþáttur Seinni bylgjunnar var í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á föstudaginn. Þar fóru Tómas Þór Þórðarson og sérfræðingar hans, Gunnar Berg Viktorsson og Jóhann Gunnar Einarsson, yfir lokaumferðina og gerðu upp tímabilið. 25. mars 2018 08:00 Seinni bylgjan: „Fór með drengjakór Selfyssinga í annað sætið“ Uppgjörsþáttur Seinni bylgjunnar var í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Þar fóru Tómas Þór Þórðarson og sérfræðingar hans, Gunnar Berg Viktorsson og Jóhann Gunnar Einarsson, yfir lokaumferðina og gerðu upp tímabilið. 25. mars 2018 10:00 Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Shakhtar - Breiðablik | Tekst Blikum að stríða stórliði? Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Fram - Valur | Arnór byrjar á meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Sjá meira
Seinni bylgjan: Hætt'essu ársins Eins og allir handboltaunnendur vita þá hafa strákarnir í Seinni bylgjunni einstaklega gaman af því að hafa gaman. Þeir hafa fyllt líf áhorfenda með hlátri og skemmtun í uppáhaldslið margra, „Hætt'essu.“ 25. mars 2018 22:45
Selfoss áfrýjar ekki þrátt fyrir „ærna ástæðu“ Handknattleiksdeild UMF Selfoss sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem félagið sagðist ekki ætla að áfrýja ákvörðun dómstóls HSÍ að vísa kæru félagsins frá dómi "þrátt fyrir ærna ástæðu.“ 25. mars 2018 18:51
Seinni bylgjan: „Góður en ekki grófur“ Uppgjörsþáttur Seinni bylgjunnar var í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á föstudaginn. Þar fóru Tómas Þór Þórðarson og sérfræðingar hans, Gunnar Berg Viktorsson og Jóhann Gunnar Einarsson, yfir lokaumferðina og gerðu upp tímabilið. 25. mars 2018 20:30
Seinni bylgjan: „Aldrei óhultur fyrir niðurlægingu Barbasinski“ Uppgjörsþáttur Seinni bylgjunnar var í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á föstudaginn. Þar fóru Tómas Þór Þórðarson og sérfræðingar hans, Gunnar Berg Viktorsson og Jóhann Gunnar Einarsson, yfir lokaumferðina og gerðu upp tímabilið. 25. mars 2018 08:00
Seinni bylgjan: „Fór með drengjakór Selfyssinga í annað sætið“ Uppgjörsþáttur Seinni bylgjunnar var í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Þar fóru Tómas Þór Þórðarson og sérfræðingar hans, Gunnar Berg Viktorsson og Jóhann Gunnar Einarsson, yfir lokaumferðina og gerðu upp tímabilið. 25. mars 2018 10:00