Launað vettvangsnám er leið til að fá kennara fyrr til starfa Jón Hákon Halldórsson skrifar 27. mars 2018 06:00 Útskrifaðir kennarar hafa rætt um það að eftir fimm ára nám hafi þeir ekki fengið mikla þjálfun eða kennslu í því hvernig á að kenna. Launað vettvangsnám væri hugsanlega leið til að bregðast við því. Vísir/vilhelm „Við erum búin að vera að endurskipuleggja námið. Þetta er ein af þeim hugmyndum sem við höfum rætt,“ segir Jóhanna Einarsdóttir, forseti menntavísindasviðs Háskóla Íslands, um hugmyndir þess efnis að gera fimmta árið í kennaranáminu að vettvangsnámi. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, boðaði slíkar breytingar á Rás 1 í gærmorgun. Jóhanna segir að hugsunin sé sú að á fimmta ári verði vettvangsnám og skólinn veiti handleiðslu á meðan. Að auki vinni nemendur að lokaritgerð á þeim tíma. Hugsunin er að vettvangsnámið á lokaári verði þá launað.Sjá einnig: Skoða að gera fimmta árið í náminu að launuðu starfsnámi Jóhanna segir að málið velti á samstarfi margra aðila. „Þetta veltur á okkur, hvernig við skipuleggjum námið. Þetta veltur líka á sveitarfélögunum, hvernig ætla þeir að taka á móti þessu fólki. Hverjir ætla að borga fyrir þetta. Þetta veltur á Kennarasambandinu sem þarf að semja um laun og annað. Svo veltur þetta líka á menntamálaráðuneytinu,“ segir Jóhanna.Halldór Halldórsson Sjálfstæðisflokkur formaður Sambands SveitarfélagaHalldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að hugmyndir um að taka upp launað starfsnám á fimmta ári byggist á vinnu samstarfshóps ríkis, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Háskóla Íslands og Háskólans á Akureyri sem hafi verið að störfum í þrjú ár. Hann fagnar því hversu ákveðið Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur tekið þessar hugmyndir upp og segir málið vera framfaraskref. „Við sjáum þetta sem leið til þess að fólk komi fyrr til starfa og það er líka mjög mikilvægt að útskrifaðir kennarar hafa verið að tala um það að eftir fimm ára nám hafa þeir ekkert fengið mikla þjálfun eða kennslu í því hvernig á að kenna. Það hafa verið vonbrigði út af því,“ segir Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Halldór segist ekki vita hver kostnaðurinn við þessar breytingar yrði, en þetta myndi þýða reglugerðarbreytingu og jafnvel lagabreytingu og þá yrði gert kostnaðarmat samhliða því. „En ég hef persónulega ekki áhyggjur af kostnaðinum við þetta vegna þess að ég held að það sparist eitthvað annað á móti.“ Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Skoða að gera fimmta árið í náminu að launuðu starfsnámi Mikill kennaraskortur í grunnskólum er yfirvofandi á næstum árum sökum þess að dregið hefur úr nýliðun. 26. mars 2018 20:17 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
„Við erum búin að vera að endurskipuleggja námið. Þetta er ein af þeim hugmyndum sem við höfum rætt,“ segir Jóhanna Einarsdóttir, forseti menntavísindasviðs Háskóla Íslands, um hugmyndir þess efnis að gera fimmta árið í kennaranáminu að vettvangsnámi. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, boðaði slíkar breytingar á Rás 1 í gærmorgun. Jóhanna segir að hugsunin sé sú að á fimmta ári verði vettvangsnám og skólinn veiti handleiðslu á meðan. Að auki vinni nemendur að lokaritgerð á þeim tíma. Hugsunin er að vettvangsnámið á lokaári verði þá launað.Sjá einnig: Skoða að gera fimmta árið í náminu að launuðu starfsnámi Jóhanna segir að málið velti á samstarfi margra aðila. „Þetta veltur á okkur, hvernig við skipuleggjum námið. Þetta veltur líka á sveitarfélögunum, hvernig ætla þeir að taka á móti þessu fólki. Hverjir ætla að borga fyrir þetta. Þetta veltur á Kennarasambandinu sem þarf að semja um laun og annað. Svo veltur þetta líka á menntamálaráðuneytinu,“ segir Jóhanna.Halldór Halldórsson Sjálfstæðisflokkur formaður Sambands SveitarfélagaHalldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að hugmyndir um að taka upp launað starfsnám á fimmta ári byggist á vinnu samstarfshóps ríkis, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Háskóla Íslands og Háskólans á Akureyri sem hafi verið að störfum í þrjú ár. Hann fagnar því hversu ákveðið Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur tekið þessar hugmyndir upp og segir málið vera framfaraskref. „Við sjáum þetta sem leið til þess að fólk komi fyrr til starfa og það er líka mjög mikilvægt að útskrifaðir kennarar hafa verið að tala um það að eftir fimm ára nám hafa þeir ekkert fengið mikla þjálfun eða kennslu í því hvernig á að kenna. Það hafa verið vonbrigði út af því,“ segir Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Halldór segist ekki vita hver kostnaðurinn við þessar breytingar yrði, en þetta myndi þýða reglugerðarbreytingu og jafnvel lagabreytingu og þá yrði gert kostnaðarmat samhliða því. „En ég hef persónulega ekki áhyggjur af kostnaðinum við þetta vegna þess að ég held að það sparist eitthvað annað á móti.“
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Skoða að gera fimmta árið í náminu að launuðu starfsnámi Mikill kennaraskortur í grunnskólum er yfirvofandi á næstum árum sökum þess að dregið hefur úr nýliðun. 26. mars 2018 20:17 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Skoða að gera fimmta árið í náminu að launuðu starfsnámi Mikill kennaraskortur í grunnskólum er yfirvofandi á næstum árum sökum þess að dregið hefur úr nýliðun. 26. mars 2018 20:17
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent