Innlent

„Skiptum okkur ekki af alþjóðlegum stjórnmálum“

Jakob Bjarnar skrifar
Klara segir KSÍ ekki skipta sér af alþjóðlegum stjórnmálum.
Klara segir KSÍ ekki skipta sér af alþjóðlegum stjórnmálum.
Að sögn Klöru Bjartmarz framkvæmdastjóra KSÍ hefur aldrei komið til álita að draga íslenska liðið úr keppni Heimsmeistaramótsins í knattspyrnu sem fram fer í sumar í Rússlandi.

Eins og fram kom í fréttum í gær hefur Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra nú tilkynnt að íslenskir ráðamenn fari að ráði nágrannaþjóða og mæti ekki til að hvetja sitt lið. Er þetta vegna Skripal-málsins.

Klara tekur ekki afstöðu til þeirrar ákvörðunar. „Við skiptum okkur ekki að alþjóðastjórnmálum. Okkar hlutverk er að huga að knattspyrnunni.“

Vonir innan KSÍ standa til að málið leysist áður en til keppni kemur en um það ríkir vitaskuld fullkomin óvissa. Og þar á bæ hafa menn tröllatrú á að íþróttirnar efli alla dáð. Og að fótboltinn tengi heilu þjóðirnar saman. „Var ekki friðvænlegra í Kóreu eftir Ólympíuleikana?“ spyr Klara og vísar til nýafstaðinna Vetrarólympíuleika PyeongChang í Suður-Kóreu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×