Meistaranám í máltækni við HÍ og HR tryggt næstu fimm árin Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. mars 2018 16:47 Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, og Ari Kristinn Jónsson, rektor HR, við undirritun samningsins á föstudag. Mynd/HÁSKÓLI ÍSLANDS Háskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík hafa gert með sér samstarfssamning um meistaranám í máltækni. Nemendur geta innritast í hvorn skólann sem er en tekið hluta af námi sínu við hinn skólann eða erlendan samstarfsskóla. Síðast var innritað í meistaranám í máltækni hér á landi árið 2015. Samningurinn var undirritaður í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu föstudaginn 23. mars að viðstaddri Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, að því er segir í tilkynningu frá Háskóla Íslands. Sérstök nefnd með fulltrúum beggja skóla, HR og HÍ, hefur umsjón með samningnum sem er til fimm ára.Sjá einnig: Hætta á stafrænum tungumáladauða íslenskunnarMáltækni miðar að því að þróa búnað sem getur unnið með, skilið og talað tungumál og stuðlað að notkun þeirra í samskiptum manns og tölvu. Fræðigreinin er talin munu gegna mikilvægu hlutverki í varðveislu lítilla tungumála eins og íslensku og telst nauðsynleg samfara hröðum tækniframförum í samfélaginu. Þá hefur lengi verið kallað eftir því að íslensk máltækni verði efld en HÍ og HR hafa undanfarinn áratug þróað námsleiðina í máltækni. Skólarnir hafa hingað til tekið inn nemendur annað hvert ár og nú síðast árið 2015, að því er segir í frétt á vef Stjórnarráðsins.Í fjárlögum ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur var gert ráð fyrir að 450 milljónir verði settar í að byggja upp innviði í íslenskri máltækni árið 2018. Um er að ræða sjöfalt hærri upphæð en gert var ráð fyrir í fjárlagafrumvarpi síðustu ríkisstjórnar.Þrjár innritunarleiðir Samkvæmt samningnum sem undirritaður var á föstudag munu báðir háskólar bjóða upp á meistaranám í máltækni. Um er að ræða þrjár innritunarleiðir: Nemendur geta innritast í meistaranám í máltækni við tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík og útskrifast þaðan með M.Sc.-próf í máltækni, en mega taka allt að 50 einingar við Háskóla Íslands án þess að greiða þar innritunargjöld. Nemendur geta innritast í meistaranám í máltækni við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands og útskrifast þaðan með M.A.-próf í máltækni, en mega taka allt að 50 einingar við Háskólann í Reykjavík án þess að greiða þar skólagjöld. Nemendur geta innritast á máltæknikjörsvið innan meistaranáms í tölvunarfræði við Háskóla Íslands og útskrifast þaðan með M.S.-próf í tölvunarfræði. Þeir geta tekið námskeið við Íslensku- og menningardeild en ekki námskeið við Háskólann í Reykjavík nema greiða þar skólagjöld. Einnig verður mögulegt fyrir nemendur að taka hluta námsins við erlenda samstarfsskóla. Frekari upplýsingar er að finna á vefsíðu námsins hjá HR og hjá HÍ. Íslenska á tækniöld Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Vilja láta reyna á áhuga erlendra stórfyrirtækja á íslenskunni Stefnt er að því að láta reyna á áhuga erlendra tæknifyrirtækja til þess að fella íslenska tungumálið inn í vörur þeirra. Fyrirhugað er að sendinefndir haldi á fund fulltrúa þeirra til viðræðna. 5. mars 2018 15:30 Yngstu börnin sérstakt áhyggjuefni Sigríður Sigurjónsdóttir, prófessor í íslensku við Háskóla Íslands, segir enskt máláreiti ná til yngri barna en nokkru sinni fyrr. Gríðarlega mikilvægt sé að kanna áhrif snjalltækjanotkunar og enskra áhrifa á íslensku. 2. mars 2018 13:30 Íslenska á tækniöld: Sjöföldu framlagi í fjárlagafrumvarpi fagnað Gert er ráð fyrir að 450 milljónir verði settar í að byggja upp innviði í íslenskri máltækni samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár. Um er að ræða sjöfalt hærri upphæð en gert var ráð fyrir í fjárlagafrumvarpi síðustu ríkisstjórnar. 14. desember 2017 12:48 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Áfram hagkvæmara að kaupa fasteign en hlutabréf Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Sjá meira
Háskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík hafa gert með sér samstarfssamning um meistaranám í máltækni. Nemendur geta innritast í hvorn skólann sem er en tekið hluta af námi sínu við hinn skólann eða erlendan samstarfsskóla. Síðast var innritað í meistaranám í máltækni hér á landi árið 2015. Samningurinn var undirritaður í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu föstudaginn 23. mars að viðstaddri Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, að því er segir í tilkynningu frá Háskóla Íslands. Sérstök nefnd með fulltrúum beggja skóla, HR og HÍ, hefur umsjón með samningnum sem er til fimm ára.Sjá einnig: Hætta á stafrænum tungumáladauða íslenskunnarMáltækni miðar að því að þróa búnað sem getur unnið með, skilið og talað tungumál og stuðlað að notkun þeirra í samskiptum manns og tölvu. Fræðigreinin er talin munu gegna mikilvægu hlutverki í varðveislu lítilla tungumála eins og íslensku og telst nauðsynleg samfara hröðum tækniframförum í samfélaginu. Þá hefur lengi verið kallað eftir því að íslensk máltækni verði efld en HÍ og HR hafa undanfarinn áratug þróað námsleiðina í máltækni. Skólarnir hafa hingað til tekið inn nemendur annað hvert ár og nú síðast árið 2015, að því er segir í frétt á vef Stjórnarráðsins.Í fjárlögum ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur var gert ráð fyrir að 450 milljónir verði settar í að byggja upp innviði í íslenskri máltækni árið 2018. Um er að ræða sjöfalt hærri upphæð en gert var ráð fyrir í fjárlagafrumvarpi síðustu ríkisstjórnar.Þrjár innritunarleiðir Samkvæmt samningnum sem undirritaður var á föstudag munu báðir háskólar bjóða upp á meistaranám í máltækni. Um er að ræða þrjár innritunarleiðir: Nemendur geta innritast í meistaranám í máltækni við tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík og útskrifast þaðan með M.Sc.-próf í máltækni, en mega taka allt að 50 einingar við Háskóla Íslands án þess að greiða þar innritunargjöld. Nemendur geta innritast í meistaranám í máltækni við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands og útskrifast þaðan með M.A.-próf í máltækni, en mega taka allt að 50 einingar við Háskólann í Reykjavík án þess að greiða þar skólagjöld. Nemendur geta innritast á máltæknikjörsvið innan meistaranáms í tölvunarfræði við Háskóla Íslands og útskrifast þaðan með M.S.-próf í tölvunarfræði. Þeir geta tekið námskeið við Íslensku- og menningardeild en ekki námskeið við Háskólann í Reykjavík nema greiða þar skólagjöld. Einnig verður mögulegt fyrir nemendur að taka hluta námsins við erlenda samstarfsskóla. Frekari upplýsingar er að finna á vefsíðu námsins hjá HR og hjá HÍ.
Íslenska á tækniöld Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Vilja láta reyna á áhuga erlendra stórfyrirtækja á íslenskunni Stefnt er að því að láta reyna á áhuga erlendra tæknifyrirtækja til þess að fella íslenska tungumálið inn í vörur þeirra. Fyrirhugað er að sendinefndir haldi á fund fulltrúa þeirra til viðræðna. 5. mars 2018 15:30 Yngstu börnin sérstakt áhyggjuefni Sigríður Sigurjónsdóttir, prófessor í íslensku við Háskóla Íslands, segir enskt máláreiti ná til yngri barna en nokkru sinni fyrr. Gríðarlega mikilvægt sé að kanna áhrif snjalltækjanotkunar og enskra áhrifa á íslensku. 2. mars 2018 13:30 Íslenska á tækniöld: Sjöföldu framlagi í fjárlagafrumvarpi fagnað Gert er ráð fyrir að 450 milljónir verði settar í að byggja upp innviði í íslenskri máltækni samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár. Um er að ræða sjöfalt hærri upphæð en gert var ráð fyrir í fjárlagafrumvarpi síðustu ríkisstjórnar. 14. desember 2017 12:48 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Áfram hagkvæmara að kaupa fasteign en hlutabréf Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Sjá meira
Vilja láta reyna á áhuga erlendra stórfyrirtækja á íslenskunni Stefnt er að því að láta reyna á áhuga erlendra tæknifyrirtækja til þess að fella íslenska tungumálið inn í vörur þeirra. Fyrirhugað er að sendinefndir haldi á fund fulltrúa þeirra til viðræðna. 5. mars 2018 15:30
Yngstu börnin sérstakt áhyggjuefni Sigríður Sigurjónsdóttir, prófessor í íslensku við Háskóla Íslands, segir enskt máláreiti ná til yngri barna en nokkru sinni fyrr. Gríðarlega mikilvægt sé að kanna áhrif snjalltækjanotkunar og enskra áhrifa á íslensku. 2. mars 2018 13:30
Íslenska á tækniöld: Sjöföldu framlagi í fjárlagafrumvarpi fagnað Gert er ráð fyrir að 450 milljónir verði settar í að byggja upp innviði í íslenskri máltækni samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár. Um er að ræða sjöfalt hærri upphæð en gert var ráð fyrir í fjárlagafrumvarpi síðustu ríkisstjórnar. 14. desember 2017 12:48