Íslenska á tækniöld: Sjöföldu framlagi í fjárlagafrumvarpi fagnað Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. desember 2017 12:48 Fastlega er reiknað með því að innan tíðar muni vera hægt að eiga í samskiptum við öll helstu tæki heimilisins Vísir/Getty Gert er ráð fyrir að 450 milljónir verði settar í að byggja upp innviði í íslenskri máltækni samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár. Um er að ræða sjöfalt hærri upphæð en gert var ráð fyrir í fjárlagafrumvarpi síðustu ríkisstjórnar. Fagnaðarefni segir prófessor í íslensku við Háskóla Íslands. Í fjárlagafrumvarpinu segir að fjárhæðin verði notuð í að „[b]yggja upp innviði íslenskrar máltækni í opnum aðgangi þannig að íslenska verði fullgild í stafrænum heimi í samræmi við stjórnarsáttmála.“ Verður það gert á grundvelli nýrrar aðgerðaráætlunar sem kynnt var í sumar. Skýrslan var afrakstur starfshóps sem skilaði inn metnaðarfullum tillögum sem miða að því að gera íslenskuna fullgilda í stafrænum heimi. Eins og Vísir hefur fjallað um þarf töluvert að gerast til þess að slíkt verði að veruleika.Alls er gert ráð fyrir því að 2,3 milljarða þurfi á næstu fimm árum vegna verkáætlunnar og fagnar Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslensku við Háskóla Íslands og einn helsti talsmaður þess að lagt verði áhersla á þróun máltækni, því að stjórnvöld stígi stórt skref í því að láta framkvæma verkáætlunina.Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands.„[H]efur nokkrum sinnum fagnað því að stjórnvöld virtust vera að taka við sér með stuðning við íslenska máltækni - en jafnoft þurft að éta fögnuðinn ofan í sig vegna þess að ekkert hefur orðið úr framkvæmdum. En nú vonast ég til að þetta sé komið, fyrst fé sem munar um er komið inn í fjárlagafrumvarpið. Áherslur nýrrar ríkisstjórnar í mennta- og menningarmálum eru sannarlega fagnaðarefni,“ skrifar Eiríkur á Facebook, en hann gagnrýndi mjög stuðning fyrri ríkisstjórnar við verkáætlunina.Vísir hefur á undanförnum árum fjallað ítarlega um þróun í íslenskri máltækni og þá hættu sem ýmsir telja að steðji að íslensku eftir því sem talandi tæki, á borð við snjallsíma, verða fyrirferðarmeiri í lífi okkar. Í rannsókn á vegum sextíu rannsóknarsetra í 34 löndum kom til að mynda fram að flest Evrópumál eigi á hættu „stafrænan dauða,“ þ.e. að lifa ekki áfram á netinu eða í snjalltækjum þannig að notkunarsvið þeirra yrði þrengt verulega. Íslenska var talin í næstmestri hættu. Verkáætlunin miðar að því að að koma á fót hagnýtum verkefnum í máltækni, á borð við þannig að fjótlega verði til talgervill, talgreinir, sjálfvirk þýðingarvél og leiðréttingarforrit fyrir íslensku svo dæmi séu tekin. Fjárlög Íslenska á tækniöld Tengdar fréttir Vigdís Finnbogadóttir: „Ef ekkert verður að gert lendir íslenskan í ruslinu með latínunni“ Fyrrverandi forseti Íslands hefur þungar áhyggjur af stöðu íslenskrar tungu. Íslenskt mál á undir högg að sækja í kjölfar aukinna áhrifa ensku í kjölfar alþjóðavæðingar í stafrænum heimi. Þetta segir í umfjöllun AP-fréttaveitunnar um stöðu íslenskunnar. 22. apríl 2017 17:02 Íslenska á tækniöld: „Ég er búin að biðja hana um að spila íslenska tónlist en hún skilur mig aldrei“ Vonast er til þess að aukinn kraftur verði settur í þróun íslenskrar máltækni. 2. febrúar 2017 12:45 Vigdís: „Ef við týnum tungunni erum við búin að týna okkur sjálfum“ Ný verkáætlun um máltækni fyrir íslensku var kynnt í dag en markmið hennar er að íslensku verði að finna í öllum tækjabúnaði og í hugbúnaði stærstu tæknifyrirtækja heims 19. júní 2017 21:00 Íslenska á tölvuöld: Ekki einfalt mál fyrir Google að bjarga íslenskunni Guðmundur Hafsteinsson framkvæmdastjóra vöruþróunar hjá Google Assistant hélt erindi á vegum Samtaka atvinnulífsins. Í máli Guðmundar mátti glögglega greina þær áskoranir sem íslenska tungan stendur frammi fyrir þegar kemur að máltækni. 8. mars 2017 10:30 Segir fjárlög ekki fylgja hug ráðamanna í garð íslenskunnar Útlit er fyrir að aðeins 60 milljónum verði ráðstafað til framkvæmdar milljarða áætlunar um uppbyggingu íslenskrar máltækni sem kynnt var með pompi og prakt í sumar 12. september 2017 13:45 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Gert er ráð fyrir að 450 milljónir verði settar í að byggja upp innviði í íslenskri máltækni samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár. Um er að ræða sjöfalt hærri upphæð en gert var ráð fyrir í fjárlagafrumvarpi síðustu ríkisstjórnar. Fagnaðarefni segir prófessor í íslensku við Háskóla Íslands. Í fjárlagafrumvarpinu segir að fjárhæðin verði notuð í að „[b]yggja upp innviði íslenskrar máltækni í opnum aðgangi þannig að íslenska verði fullgild í stafrænum heimi í samræmi við stjórnarsáttmála.“ Verður það gert á grundvelli nýrrar aðgerðaráætlunar sem kynnt var í sumar. Skýrslan var afrakstur starfshóps sem skilaði inn metnaðarfullum tillögum sem miða að því að gera íslenskuna fullgilda í stafrænum heimi. Eins og Vísir hefur fjallað um þarf töluvert að gerast til þess að slíkt verði að veruleika.Alls er gert ráð fyrir því að 2,3 milljarða þurfi á næstu fimm árum vegna verkáætlunnar og fagnar Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslensku við Háskóla Íslands og einn helsti talsmaður þess að lagt verði áhersla á þróun máltækni, því að stjórnvöld stígi stórt skref í því að láta framkvæma verkáætlunina.Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands.„[H]efur nokkrum sinnum fagnað því að stjórnvöld virtust vera að taka við sér með stuðning við íslenska máltækni - en jafnoft þurft að éta fögnuðinn ofan í sig vegna þess að ekkert hefur orðið úr framkvæmdum. En nú vonast ég til að þetta sé komið, fyrst fé sem munar um er komið inn í fjárlagafrumvarpið. Áherslur nýrrar ríkisstjórnar í mennta- og menningarmálum eru sannarlega fagnaðarefni,“ skrifar Eiríkur á Facebook, en hann gagnrýndi mjög stuðning fyrri ríkisstjórnar við verkáætlunina.Vísir hefur á undanförnum árum fjallað ítarlega um þróun í íslenskri máltækni og þá hættu sem ýmsir telja að steðji að íslensku eftir því sem talandi tæki, á borð við snjallsíma, verða fyrirferðarmeiri í lífi okkar. Í rannsókn á vegum sextíu rannsóknarsetra í 34 löndum kom til að mynda fram að flest Evrópumál eigi á hættu „stafrænan dauða,“ þ.e. að lifa ekki áfram á netinu eða í snjalltækjum þannig að notkunarsvið þeirra yrði þrengt verulega. Íslenska var talin í næstmestri hættu. Verkáætlunin miðar að því að að koma á fót hagnýtum verkefnum í máltækni, á borð við þannig að fjótlega verði til talgervill, talgreinir, sjálfvirk þýðingarvél og leiðréttingarforrit fyrir íslensku svo dæmi séu tekin.
Fjárlög Íslenska á tækniöld Tengdar fréttir Vigdís Finnbogadóttir: „Ef ekkert verður að gert lendir íslenskan í ruslinu með latínunni“ Fyrrverandi forseti Íslands hefur þungar áhyggjur af stöðu íslenskrar tungu. Íslenskt mál á undir högg að sækja í kjölfar aukinna áhrifa ensku í kjölfar alþjóðavæðingar í stafrænum heimi. Þetta segir í umfjöllun AP-fréttaveitunnar um stöðu íslenskunnar. 22. apríl 2017 17:02 Íslenska á tækniöld: „Ég er búin að biðja hana um að spila íslenska tónlist en hún skilur mig aldrei“ Vonast er til þess að aukinn kraftur verði settur í þróun íslenskrar máltækni. 2. febrúar 2017 12:45 Vigdís: „Ef við týnum tungunni erum við búin að týna okkur sjálfum“ Ný verkáætlun um máltækni fyrir íslensku var kynnt í dag en markmið hennar er að íslensku verði að finna í öllum tækjabúnaði og í hugbúnaði stærstu tæknifyrirtækja heims 19. júní 2017 21:00 Íslenska á tölvuöld: Ekki einfalt mál fyrir Google að bjarga íslenskunni Guðmundur Hafsteinsson framkvæmdastjóra vöruþróunar hjá Google Assistant hélt erindi á vegum Samtaka atvinnulífsins. Í máli Guðmundar mátti glögglega greina þær áskoranir sem íslenska tungan stendur frammi fyrir þegar kemur að máltækni. 8. mars 2017 10:30 Segir fjárlög ekki fylgja hug ráðamanna í garð íslenskunnar Útlit er fyrir að aðeins 60 milljónum verði ráðstafað til framkvæmdar milljarða áætlunar um uppbyggingu íslenskrar máltækni sem kynnt var með pompi og prakt í sumar 12. september 2017 13:45 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Vigdís Finnbogadóttir: „Ef ekkert verður að gert lendir íslenskan í ruslinu með latínunni“ Fyrrverandi forseti Íslands hefur þungar áhyggjur af stöðu íslenskrar tungu. Íslenskt mál á undir högg að sækja í kjölfar aukinna áhrifa ensku í kjölfar alþjóðavæðingar í stafrænum heimi. Þetta segir í umfjöllun AP-fréttaveitunnar um stöðu íslenskunnar. 22. apríl 2017 17:02
Íslenska á tækniöld: „Ég er búin að biðja hana um að spila íslenska tónlist en hún skilur mig aldrei“ Vonast er til þess að aukinn kraftur verði settur í þróun íslenskrar máltækni. 2. febrúar 2017 12:45
Vigdís: „Ef við týnum tungunni erum við búin að týna okkur sjálfum“ Ný verkáætlun um máltækni fyrir íslensku var kynnt í dag en markmið hennar er að íslensku verði að finna í öllum tækjabúnaði og í hugbúnaði stærstu tæknifyrirtækja heims 19. júní 2017 21:00
Íslenska á tölvuöld: Ekki einfalt mál fyrir Google að bjarga íslenskunni Guðmundur Hafsteinsson framkvæmdastjóra vöruþróunar hjá Google Assistant hélt erindi á vegum Samtaka atvinnulífsins. Í máli Guðmundar mátti glögglega greina þær áskoranir sem íslenska tungan stendur frammi fyrir þegar kemur að máltækni. 8. mars 2017 10:30
Segir fjárlög ekki fylgja hug ráðamanna í garð íslenskunnar Útlit er fyrir að aðeins 60 milljónum verði ráðstafað til framkvæmdar milljarða áætlunar um uppbyggingu íslenskrar máltækni sem kynnt var með pompi og prakt í sumar 12. september 2017 13:45