Borgarbúar njóti ágóðans Hildur Björnsdóttir skrifar 28. mars 2018 07:00 Orkuveitan er langverðmætasta eign Reykjavíkurborgar í fjárhagslegu tilliti. Borgin á tæplega 94 prósenta hlut í félaginu. Síðasta ár námu tekjur Orkuveitunnar tæplega 45 milljörðum króna og EBIDTA um 25 milljörðum króna. Fljótt á litið virðist mikill rekstrarárangur hafa náðst. Nettóskuldir hafa lækkað niður í 125 milljarða frá árinu 2009 eða um hundrað milljarða. Því skal þó haldið til haga að í tíð núverandi borgarstjórnarmeirihluta hafa skuldir félagsins nær einvörðungu lækkað til samræmis við styrkingu krónunnar. Að ákveðnu leyti hefur tekist að ná böndum á rekstri Orkuveitunnar eftir langan óstjórnartíma. Orkuveitan bjó við þann lúxus – ólíkt öðrum fyrirtækjum – að geta velt rekstrarvandræðum nær alfarið yfir á borgarbúa. Tækifæri til samninga við kröfuhafa voru vannýtt. Hagræðing í rekstri gekk of skammt. Skorið var niður í nauðsynlegu viðhaldi og endurnýjun innviða. Helsta aðgerðin fól í sér um 30 prósenta gjaldskrárhækkun með einu pennastriki. Gjaldskrár héldu áfram að hækka talsvert næstu árin. Með öðrum orðum: Borgarbúar greiddu einir fyrir fjárhagslega óstjórn Orkuveitunnar. Hlutverk Orkuveitunnar er einfalt. Hún skal veita borgarbúum grunnþjónustu á góðu verði – í sátt og samlyndi við náttúruna. Opinberir aðilar bera ríkar skyldur í þessum efnum. Þessum skyldum er ekki sinnt. Hagspá Orkuveitunnar gefur fyrirheit um 15 milljarða arðgreiðslur til eigenda. Þegar hafa 750 milljónir króna verið greiddar. Áform standa til ríflega 14 milljarða arðgreiðslna næstu sex árin. Sömu fjárhæð mætti nýta til gjaldskrárlækkana sem að meðaltali myndu spara hverju heimili í borginni nærri 50 þúsund krónur árlega. Það samsvarar tæplega 300 þúsund krónum næstu sex árin. Í hagspá er ekki gert ráð fyrir umfangsmiklum gjaldskrárlækkunum. Lítið gert svo bjóða megi grunnþjónustu á góðu verði. Orkuveitan stendur frammi fyrir umhverfislegum áskorunum. Fréttir berast af brennisteinsvetnismengun frá Hellisheiðarvirkjun og örplast í skólpvatni er nú þekkt umhverfisvandamál. Ekki er gengið nægilega langt svo koma megi alfarið í veg fyrir vandann. Ýmislegt skortir svo félagið starfi í sátt og samlyndi við náttúruna. Árangur í rekstri Orkuveitunnar var fenginn með gjaldskrárhækkunum, frestun nauðsynlegra fjárfestinga og fádæma heppni með ytri aðstæður. Ávinninginn ætlar núverandi meirihluti að setja beint í bauk borgarsjóðs. Takmörkuð áform standa til gjaldskrárlækkana. Þetta er kunnuglegt stef hjá stjórnmálafólki – kunnuglegur freistnivandi meirihlutans – engum er betur treystandi fyrir peningum en kjörnum fulltrúum. Við aðhyllumst ekki sama stef. Við teljum engum betur treystandi fyrir fjármunum en einmitt þeim sem afla þeirra. Borgarbúum. Rekstrarárangur Orkuveitunnar á mun fremur að renna beint til réttilegra eigenda Orkuveitunnar – borgarbúa – með lækkun gjaldskrár. Það er ekki lögmál að skattar og gjöld geti eingöngu hækkað en aldrei lækkað. Við viljum minnka álögur. Við teljum rétt að Reykjavíkurborg, og aðrir eigendur Orkuveitunnar, hverfi frá himinháum arðgreiðslum. Gjaldskrár Orkuveitunnar verði lækkaðar til samræmis. Ávinningurinn er tvíþættur. Orkuveitan færist nær hlutverki sínu sem orkufyrirtæki í almannaeigu – og borgarbúar fá bót í heimilisbókhaldið.Höfundur skipar 2. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Björnsdóttir Mest lesið „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Skattahækkun Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Handtöskur og fasistar Ásgeir K. Ólafsson skrifar Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Sjá meira
Orkuveitan er langverðmætasta eign Reykjavíkurborgar í fjárhagslegu tilliti. Borgin á tæplega 94 prósenta hlut í félaginu. Síðasta ár námu tekjur Orkuveitunnar tæplega 45 milljörðum króna og EBIDTA um 25 milljörðum króna. Fljótt á litið virðist mikill rekstrarárangur hafa náðst. Nettóskuldir hafa lækkað niður í 125 milljarða frá árinu 2009 eða um hundrað milljarða. Því skal þó haldið til haga að í tíð núverandi borgarstjórnarmeirihluta hafa skuldir félagsins nær einvörðungu lækkað til samræmis við styrkingu krónunnar. Að ákveðnu leyti hefur tekist að ná böndum á rekstri Orkuveitunnar eftir langan óstjórnartíma. Orkuveitan bjó við þann lúxus – ólíkt öðrum fyrirtækjum – að geta velt rekstrarvandræðum nær alfarið yfir á borgarbúa. Tækifæri til samninga við kröfuhafa voru vannýtt. Hagræðing í rekstri gekk of skammt. Skorið var niður í nauðsynlegu viðhaldi og endurnýjun innviða. Helsta aðgerðin fól í sér um 30 prósenta gjaldskrárhækkun með einu pennastriki. Gjaldskrár héldu áfram að hækka talsvert næstu árin. Með öðrum orðum: Borgarbúar greiddu einir fyrir fjárhagslega óstjórn Orkuveitunnar. Hlutverk Orkuveitunnar er einfalt. Hún skal veita borgarbúum grunnþjónustu á góðu verði – í sátt og samlyndi við náttúruna. Opinberir aðilar bera ríkar skyldur í þessum efnum. Þessum skyldum er ekki sinnt. Hagspá Orkuveitunnar gefur fyrirheit um 15 milljarða arðgreiðslur til eigenda. Þegar hafa 750 milljónir króna verið greiddar. Áform standa til ríflega 14 milljarða arðgreiðslna næstu sex árin. Sömu fjárhæð mætti nýta til gjaldskrárlækkana sem að meðaltali myndu spara hverju heimili í borginni nærri 50 þúsund krónur árlega. Það samsvarar tæplega 300 þúsund krónum næstu sex árin. Í hagspá er ekki gert ráð fyrir umfangsmiklum gjaldskrárlækkunum. Lítið gert svo bjóða megi grunnþjónustu á góðu verði. Orkuveitan stendur frammi fyrir umhverfislegum áskorunum. Fréttir berast af brennisteinsvetnismengun frá Hellisheiðarvirkjun og örplast í skólpvatni er nú þekkt umhverfisvandamál. Ekki er gengið nægilega langt svo koma megi alfarið í veg fyrir vandann. Ýmislegt skortir svo félagið starfi í sátt og samlyndi við náttúruna. Árangur í rekstri Orkuveitunnar var fenginn með gjaldskrárhækkunum, frestun nauðsynlegra fjárfestinga og fádæma heppni með ytri aðstæður. Ávinninginn ætlar núverandi meirihluti að setja beint í bauk borgarsjóðs. Takmörkuð áform standa til gjaldskrárlækkana. Þetta er kunnuglegt stef hjá stjórnmálafólki – kunnuglegur freistnivandi meirihlutans – engum er betur treystandi fyrir peningum en kjörnum fulltrúum. Við aðhyllumst ekki sama stef. Við teljum engum betur treystandi fyrir fjármunum en einmitt þeim sem afla þeirra. Borgarbúum. Rekstrarárangur Orkuveitunnar á mun fremur að renna beint til réttilegra eigenda Orkuveitunnar – borgarbúa – með lækkun gjaldskrár. Það er ekki lögmál að skattar og gjöld geti eingöngu hækkað en aldrei lækkað. Við viljum minnka álögur. Við teljum rétt að Reykjavíkurborg, og aðrir eigendur Orkuveitunnar, hverfi frá himinháum arðgreiðslum. Gjaldskrár Orkuveitunnar verði lækkaðar til samræmis. Ávinningurinn er tvíþættur. Orkuveitan færist nær hlutverki sínu sem orkufyrirtæki í almannaeigu – og borgarbúar fá bót í heimilisbókhaldið.Höfundur skipar 2. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun