Borgarbúar njóti ágóðans Hildur Björnsdóttir skrifar 28. mars 2018 07:00 Orkuveitan er langverðmætasta eign Reykjavíkurborgar í fjárhagslegu tilliti. Borgin á tæplega 94 prósenta hlut í félaginu. Síðasta ár námu tekjur Orkuveitunnar tæplega 45 milljörðum króna og EBIDTA um 25 milljörðum króna. Fljótt á litið virðist mikill rekstrarárangur hafa náðst. Nettóskuldir hafa lækkað niður í 125 milljarða frá árinu 2009 eða um hundrað milljarða. Því skal þó haldið til haga að í tíð núverandi borgarstjórnarmeirihluta hafa skuldir félagsins nær einvörðungu lækkað til samræmis við styrkingu krónunnar. Að ákveðnu leyti hefur tekist að ná böndum á rekstri Orkuveitunnar eftir langan óstjórnartíma. Orkuveitan bjó við þann lúxus – ólíkt öðrum fyrirtækjum – að geta velt rekstrarvandræðum nær alfarið yfir á borgarbúa. Tækifæri til samninga við kröfuhafa voru vannýtt. Hagræðing í rekstri gekk of skammt. Skorið var niður í nauðsynlegu viðhaldi og endurnýjun innviða. Helsta aðgerðin fól í sér um 30 prósenta gjaldskrárhækkun með einu pennastriki. Gjaldskrár héldu áfram að hækka talsvert næstu árin. Með öðrum orðum: Borgarbúar greiddu einir fyrir fjárhagslega óstjórn Orkuveitunnar. Hlutverk Orkuveitunnar er einfalt. Hún skal veita borgarbúum grunnþjónustu á góðu verði – í sátt og samlyndi við náttúruna. Opinberir aðilar bera ríkar skyldur í þessum efnum. Þessum skyldum er ekki sinnt. Hagspá Orkuveitunnar gefur fyrirheit um 15 milljarða arðgreiðslur til eigenda. Þegar hafa 750 milljónir króna verið greiddar. Áform standa til ríflega 14 milljarða arðgreiðslna næstu sex árin. Sömu fjárhæð mætti nýta til gjaldskrárlækkana sem að meðaltali myndu spara hverju heimili í borginni nærri 50 þúsund krónur árlega. Það samsvarar tæplega 300 þúsund krónum næstu sex árin. Í hagspá er ekki gert ráð fyrir umfangsmiklum gjaldskrárlækkunum. Lítið gert svo bjóða megi grunnþjónustu á góðu verði. Orkuveitan stendur frammi fyrir umhverfislegum áskorunum. Fréttir berast af brennisteinsvetnismengun frá Hellisheiðarvirkjun og örplast í skólpvatni er nú þekkt umhverfisvandamál. Ekki er gengið nægilega langt svo koma megi alfarið í veg fyrir vandann. Ýmislegt skortir svo félagið starfi í sátt og samlyndi við náttúruna. Árangur í rekstri Orkuveitunnar var fenginn með gjaldskrárhækkunum, frestun nauðsynlegra fjárfestinga og fádæma heppni með ytri aðstæður. Ávinninginn ætlar núverandi meirihluti að setja beint í bauk borgarsjóðs. Takmörkuð áform standa til gjaldskrárlækkana. Þetta er kunnuglegt stef hjá stjórnmálafólki – kunnuglegur freistnivandi meirihlutans – engum er betur treystandi fyrir peningum en kjörnum fulltrúum. Við aðhyllumst ekki sama stef. Við teljum engum betur treystandi fyrir fjármunum en einmitt þeim sem afla þeirra. Borgarbúum. Rekstrarárangur Orkuveitunnar á mun fremur að renna beint til réttilegra eigenda Orkuveitunnar – borgarbúa – með lækkun gjaldskrár. Það er ekki lögmál að skattar og gjöld geti eingöngu hækkað en aldrei lækkað. Við viljum minnka álögur. Við teljum rétt að Reykjavíkurborg, og aðrir eigendur Orkuveitunnar, hverfi frá himinháum arðgreiðslum. Gjaldskrár Orkuveitunnar verði lækkaðar til samræmis. Ávinningurinn er tvíþættur. Orkuveitan færist nær hlutverki sínu sem orkufyrirtæki í almannaeigu – og borgarbúar fá bót í heimilisbókhaldið.Höfundur skipar 2. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Björnsdóttir Mest lesið Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Sjá meira
Orkuveitan er langverðmætasta eign Reykjavíkurborgar í fjárhagslegu tilliti. Borgin á tæplega 94 prósenta hlut í félaginu. Síðasta ár námu tekjur Orkuveitunnar tæplega 45 milljörðum króna og EBIDTA um 25 milljörðum króna. Fljótt á litið virðist mikill rekstrarárangur hafa náðst. Nettóskuldir hafa lækkað niður í 125 milljarða frá árinu 2009 eða um hundrað milljarða. Því skal þó haldið til haga að í tíð núverandi borgarstjórnarmeirihluta hafa skuldir félagsins nær einvörðungu lækkað til samræmis við styrkingu krónunnar. Að ákveðnu leyti hefur tekist að ná böndum á rekstri Orkuveitunnar eftir langan óstjórnartíma. Orkuveitan bjó við þann lúxus – ólíkt öðrum fyrirtækjum – að geta velt rekstrarvandræðum nær alfarið yfir á borgarbúa. Tækifæri til samninga við kröfuhafa voru vannýtt. Hagræðing í rekstri gekk of skammt. Skorið var niður í nauðsynlegu viðhaldi og endurnýjun innviða. Helsta aðgerðin fól í sér um 30 prósenta gjaldskrárhækkun með einu pennastriki. Gjaldskrár héldu áfram að hækka talsvert næstu árin. Með öðrum orðum: Borgarbúar greiddu einir fyrir fjárhagslega óstjórn Orkuveitunnar. Hlutverk Orkuveitunnar er einfalt. Hún skal veita borgarbúum grunnþjónustu á góðu verði – í sátt og samlyndi við náttúruna. Opinberir aðilar bera ríkar skyldur í þessum efnum. Þessum skyldum er ekki sinnt. Hagspá Orkuveitunnar gefur fyrirheit um 15 milljarða arðgreiðslur til eigenda. Þegar hafa 750 milljónir króna verið greiddar. Áform standa til ríflega 14 milljarða arðgreiðslna næstu sex árin. Sömu fjárhæð mætti nýta til gjaldskrárlækkana sem að meðaltali myndu spara hverju heimili í borginni nærri 50 þúsund krónur árlega. Það samsvarar tæplega 300 þúsund krónum næstu sex árin. Í hagspá er ekki gert ráð fyrir umfangsmiklum gjaldskrárlækkunum. Lítið gert svo bjóða megi grunnþjónustu á góðu verði. Orkuveitan stendur frammi fyrir umhverfislegum áskorunum. Fréttir berast af brennisteinsvetnismengun frá Hellisheiðarvirkjun og örplast í skólpvatni er nú þekkt umhverfisvandamál. Ekki er gengið nægilega langt svo koma megi alfarið í veg fyrir vandann. Ýmislegt skortir svo félagið starfi í sátt og samlyndi við náttúruna. Árangur í rekstri Orkuveitunnar var fenginn með gjaldskrárhækkunum, frestun nauðsynlegra fjárfestinga og fádæma heppni með ytri aðstæður. Ávinninginn ætlar núverandi meirihluti að setja beint í bauk borgarsjóðs. Takmörkuð áform standa til gjaldskrárlækkana. Þetta er kunnuglegt stef hjá stjórnmálafólki – kunnuglegur freistnivandi meirihlutans – engum er betur treystandi fyrir peningum en kjörnum fulltrúum. Við aðhyllumst ekki sama stef. Við teljum engum betur treystandi fyrir fjármunum en einmitt þeim sem afla þeirra. Borgarbúum. Rekstrarárangur Orkuveitunnar á mun fremur að renna beint til réttilegra eigenda Orkuveitunnar – borgarbúa – með lækkun gjaldskrár. Það er ekki lögmál að skattar og gjöld geti eingöngu hækkað en aldrei lækkað. Við viljum minnka álögur. Við teljum rétt að Reykjavíkurborg, og aðrir eigendur Orkuveitunnar, hverfi frá himinháum arðgreiðslum. Gjaldskrár Orkuveitunnar verði lækkaðar til samræmis. Ávinningurinn er tvíþættur. Orkuveitan færist nær hlutverki sínu sem orkufyrirtæki í almannaeigu – og borgarbúar fá bót í heimilisbókhaldið.Höfundur skipar 2. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar