Mikilvægt skref fyrir komandi viðræður Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. mars 2018 06:26 Fyrsta opinbera heimsókn Kim Jong-un telst til tíðinda og því er ekki nema von að fólk hafi fylgst grannt með. Vísir/Getty Eftir vangaveltur undanfarna daga fékkst það endanlega staðfest í nótt að Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, er staddur í Kína. Um er að ræða fyrstu opinberu heimsóknina síðan Kim tók við embætti árið 2011. Fjölmiðlar ytra segja að Xi Jinping, aðalritari kínverska kommúnistaflokksins, og Kim hafi átt góð samtöl og „árangursríka“ fundi, til að mynda um kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu. Kína er mikilvægasti bandamaður Norður-Kóreu og því telja fréttaskýrendur að leiðtogarnir tveir hafi verið að leggja línurnar fyrir komandi átök. Framundan er mikilvæg fundaröð þar sem fulltrúar Norður-Kóreu munu setjast niður með sendinefndum Suður-Kóreu og jafnvel Bandaríkjanna - þó það hafi ekki enn fengist staðfest. Kim Jong-un mun setjast við samningaborð með forseta Suður-Kóreu, Moon Jae-in, í apríl og ætlað er að fundur með Bandaríkjaforsetanum Donald Trump fari fram í maí. Fundurinn í Kína er því sagður vera stærðarinnar skref í undirbúningnum fyrir það sem koma skal. Talið er að Norður-Kóreumenn hafi litið á fundina sem tækifæri til að bera saman bækur við Kínverja og reynt að fá úr því skorið hver stefna þeirra er í málefnum Suður-Kóreu og BandaríkjannaSjá einnig: Kim lofar að hætta kjarnorkuframleiðsluÞrátt fyrir að Kína og Norður-Kórea hafi verið nánir bandamenn hafa samskipti ríkjanna þó verið nokkuð stirð undanfarin ár. Viðskiptaþvinganir gegn síðarnefnda ríkinu, sem Kína hefur mátt taka þátt í, hafa leikið Norður-Kóreu grátt og sárnaði stjórnvöldum í Pjongjang að Kínverjar skildu beygja sig undir þrýsting alþjóðasamfélagsins. Á fundinum ítrekaði Kim við Xi að hann ætlaði sér að hætta framleiðslu kjarnavopna - en þó með skilyrðum. Þau lúta einna helst að viðbrögðum Suður-Kóreu og Bandaríkjanna, komi ríkin tvö með opin hug að borðinu og langi raunverulega að tryggja frið og stöðugleika í heimshlutanum þá er Norður-Kórea tilbúið í viðræður, er haft eftir Kim. Norður-Kórea Tengdar fréttir Kim Jong-un sagður vera í Kína Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, er sagður vera í leynilegri heimsókn til Kína. Sé það rétt er þetta fyrsta heimsókn hans til erlends ríkis frá því að hann tók við völdum árið 2011. 26. mars 2018 23:38 Norður-Kórea vill ekkert Gangnam Style Fjölmargar suður-kóreskar heimildir herma að stjórnvöld þar í landi reyni nú að fá hinn ofurvinsæla söngvara Psy til að koma fram á sögulegum tónleikum í Norður-Kóreu. 26. mars 2018 06:49 Kim lofar að hætta kjarnorkuframleiðslu Utanríkisráðherra Suður-Kóreu segir að Kim Jong-un, leiðtogi grannríkis þeirra í norðri, hafi heitið því að hætta kjarnorkuframleiðslu. 19. mars 2018 06:53 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Sjá meira
Eftir vangaveltur undanfarna daga fékkst það endanlega staðfest í nótt að Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, er staddur í Kína. Um er að ræða fyrstu opinberu heimsóknina síðan Kim tók við embætti árið 2011. Fjölmiðlar ytra segja að Xi Jinping, aðalritari kínverska kommúnistaflokksins, og Kim hafi átt góð samtöl og „árangursríka“ fundi, til að mynda um kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu. Kína er mikilvægasti bandamaður Norður-Kóreu og því telja fréttaskýrendur að leiðtogarnir tveir hafi verið að leggja línurnar fyrir komandi átök. Framundan er mikilvæg fundaröð þar sem fulltrúar Norður-Kóreu munu setjast niður með sendinefndum Suður-Kóreu og jafnvel Bandaríkjanna - þó það hafi ekki enn fengist staðfest. Kim Jong-un mun setjast við samningaborð með forseta Suður-Kóreu, Moon Jae-in, í apríl og ætlað er að fundur með Bandaríkjaforsetanum Donald Trump fari fram í maí. Fundurinn í Kína er því sagður vera stærðarinnar skref í undirbúningnum fyrir það sem koma skal. Talið er að Norður-Kóreumenn hafi litið á fundina sem tækifæri til að bera saman bækur við Kínverja og reynt að fá úr því skorið hver stefna þeirra er í málefnum Suður-Kóreu og BandaríkjannaSjá einnig: Kim lofar að hætta kjarnorkuframleiðsluÞrátt fyrir að Kína og Norður-Kórea hafi verið nánir bandamenn hafa samskipti ríkjanna þó verið nokkuð stirð undanfarin ár. Viðskiptaþvinganir gegn síðarnefnda ríkinu, sem Kína hefur mátt taka þátt í, hafa leikið Norður-Kóreu grátt og sárnaði stjórnvöldum í Pjongjang að Kínverjar skildu beygja sig undir þrýsting alþjóðasamfélagsins. Á fundinum ítrekaði Kim við Xi að hann ætlaði sér að hætta framleiðslu kjarnavopna - en þó með skilyrðum. Þau lúta einna helst að viðbrögðum Suður-Kóreu og Bandaríkjanna, komi ríkin tvö með opin hug að borðinu og langi raunverulega að tryggja frið og stöðugleika í heimshlutanum þá er Norður-Kórea tilbúið í viðræður, er haft eftir Kim.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Kim Jong-un sagður vera í Kína Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, er sagður vera í leynilegri heimsókn til Kína. Sé það rétt er þetta fyrsta heimsókn hans til erlends ríkis frá því að hann tók við völdum árið 2011. 26. mars 2018 23:38 Norður-Kórea vill ekkert Gangnam Style Fjölmargar suður-kóreskar heimildir herma að stjórnvöld þar í landi reyni nú að fá hinn ofurvinsæla söngvara Psy til að koma fram á sögulegum tónleikum í Norður-Kóreu. 26. mars 2018 06:49 Kim lofar að hætta kjarnorkuframleiðslu Utanríkisráðherra Suður-Kóreu segir að Kim Jong-un, leiðtogi grannríkis þeirra í norðri, hafi heitið því að hætta kjarnorkuframleiðslu. 19. mars 2018 06:53 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Sjá meira
Kim Jong-un sagður vera í Kína Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, er sagður vera í leynilegri heimsókn til Kína. Sé það rétt er þetta fyrsta heimsókn hans til erlends ríkis frá því að hann tók við völdum árið 2011. 26. mars 2018 23:38
Norður-Kórea vill ekkert Gangnam Style Fjölmargar suður-kóreskar heimildir herma að stjórnvöld þar í landi reyni nú að fá hinn ofurvinsæla söngvara Psy til að koma fram á sögulegum tónleikum í Norður-Kóreu. 26. mars 2018 06:49
Kim lofar að hætta kjarnorkuframleiðslu Utanríkisráðherra Suður-Kóreu segir að Kim Jong-un, leiðtogi grannríkis þeirra í norðri, hafi heitið því að hætta kjarnorkuframleiðslu. 19. mars 2018 06:53