Mikilvægt skref fyrir komandi viðræður Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. mars 2018 06:26 Fyrsta opinbera heimsókn Kim Jong-un telst til tíðinda og því er ekki nema von að fólk hafi fylgst grannt með. Vísir/Getty Eftir vangaveltur undanfarna daga fékkst það endanlega staðfest í nótt að Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, er staddur í Kína. Um er að ræða fyrstu opinberu heimsóknina síðan Kim tók við embætti árið 2011. Fjölmiðlar ytra segja að Xi Jinping, aðalritari kínverska kommúnistaflokksins, og Kim hafi átt góð samtöl og „árangursríka“ fundi, til að mynda um kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu. Kína er mikilvægasti bandamaður Norður-Kóreu og því telja fréttaskýrendur að leiðtogarnir tveir hafi verið að leggja línurnar fyrir komandi átök. Framundan er mikilvæg fundaröð þar sem fulltrúar Norður-Kóreu munu setjast niður með sendinefndum Suður-Kóreu og jafnvel Bandaríkjanna - þó það hafi ekki enn fengist staðfest. Kim Jong-un mun setjast við samningaborð með forseta Suður-Kóreu, Moon Jae-in, í apríl og ætlað er að fundur með Bandaríkjaforsetanum Donald Trump fari fram í maí. Fundurinn í Kína er því sagður vera stærðarinnar skref í undirbúningnum fyrir það sem koma skal. Talið er að Norður-Kóreumenn hafi litið á fundina sem tækifæri til að bera saman bækur við Kínverja og reynt að fá úr því skorið hver stefna þeirra er í málefnum Suður-Kóreu og BandaríkjannaSjá einnig: Kim lofar að hætta kjarnorkuframleiðsluÞrátt fyrir að Kína og Norður-Kórea hafi verið nánir bandamenn hafa samskipti ríkjanna þó verið nokkuð stirð undanfarin ár. Viðskiptaþvinganir gegn síðarnefnda ríkinu, sem Kína hefur mátt taka þátt í, hafa leikið Norður-Kóreu grátt og sárnaði stjórnvöldum í Pjongjang að Kínverjar skildu beygja sig undir þrýsting alþjóðasamfélagsins. Á fundinum ítrekaði Kim við Xi að hann ætlaði sér að hætta framleiðslu kjarnavopna - en þó með skilyrðum. Þau lúta einna helst að viðbrögðum Suður-Kóreu og Bandaríkjanna, komi ríkin tvö með opin hug að borðinu og langi raunverulega að tryggja frið og stöðugleika í heimshlutanum þá er Norður-Kórea tilbúið í viðræður, er haft eftir Kim. Norður-Kórea Tengdar fréttir Kim Jong-un sagður vera í Kína Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, er sagður vera í leynilegri heimsókn til Kína. Sé það rétt er þetta fyrsta heimsókn hans til erlends ríkis frá því að hann tók við völdum árið 2011. 26. mars 2018 23:38 Norður-Kórea vill ekkert Gangnam Style Fjölmargar suður-kóreskar heimildir herma að stjórnvöld þar í landi reyni nú að fá hinn ofurvinsæla söngvara Psy til að koma fram á sögulegum tónleikum í Norður-Kóreu. 26. mars 2018 06:49 Kim lofar að hætta kjarnorkuframleiðslu Utanríkisráðherra Suður-Kóreu segir að Kim Jong-un, leiðtogi grannríkis þeirra í norðri, hafi heitið því að hætta kjarnorkuframleiðslu. 19. mars 2018 06:53 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Sjá meira
Eftir vangaveltur undanfarna daga fékkst það endanlega staðfest í nótt að Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, er staddur í Kína. Um er að ræða fyrstu opinberu heimsóknina síðan Kim tók við embætti árið 2011. Fjölmiðlar ytra segja að Xi Jinping, aðalritari kínverska kommúnistaflokksins, og Kim hafi átt góð samtöl og „árangursríka“ fundi, til að mynda um kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu. Kína er mikilvægasti bandamaður Norður-Kóreu og því telja fréttaskýrendur að leiðtogarnir tveir hafi verið að leggja línurnar fyrir komandi átök. Framundan er mikilvæg fundaröð þar sem fulltrúar Norður-Kóreu munu setjast niður með sendinefndum Suður-Kóreu og jafnvel Bandaríkjanna - þó það hafi ekki enn fengist staðfest. Kim Jong-un mun setjast við samningaborð með forseta Suður-Kóreu, Moon Jae-in, í apríl og ætlað er að fundur með Bandaríkjaforsetanum Donald Trump fari fram í maí. Fundurinn í Kína er því sagður vera stærðarinnar skref í undirbúningnum fyrir það sem koma skal. Talið er að Norður-Kóreumenn hafi litið á fundina sem tækifæri til að bera saman bækur við Kínverja og reynt að fá úr því skorið hver stefna þeirra er í málefnum Suður-Kóreu og BandaríkjannaSjá einnig: Kim lofar að hætta kjarnorkuframleiðsluÞrátt fyrir að Kína og Norður-Kórea hafi verið nánir bandamenn hafa samskipti ríkjanna þó verið nokkuð stirð undanfarin ár. Viðskiptaþvinganir gegn síðarnefnda ríkinu, sem Kína hefur mátt taka þátt í, hafa leikið Norður-Kóreu grátt og sárnaði stjórnvöldum í Pjongjang að Kínverjar skildu beygja sig undir þrýsting alþjóðasamfélagsins. Á fundinum ítrekaði Kim við Xi að hann ætlaði sér að hætta framleiðslu kjarnavopna - en þó með skilyrðum. Þau lúta einna helst að viðbrögðum Suður-Kóreu og Bandaríkjanna, komi ríkin tvö með opin hug að borðinu og langi raunverulega að tryggja frið og stöðugleika í heimshlutanum þá er Norður-Kórea tilbúið í viðræður, er haft eftir Kim.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Kim Jong-un sagður vera í Kína Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, er sagður vera í leynilegri heimsókn til Kína. Sé það rétt er þetta fyrsta heimsókn hans til erlends ríkis frá því að hann tók við völdum árið 2011. 26. mars 2018 23:38 Norður-Kórea vill ekkert Gangnam Style Fjölmargar suður-kóreskar heimildir herma að stjórnvöld þar í landi reyni nú að fá hinn ofurvinsæla söngvara Psy til að koma fram á sögulegum tónleikum í Norður-Kóreu. 26. mars 2018 06:49 Kim lofar að hætta kjarnorkuframleiðslu Utanríkisráðherra Suður-Kóreu segir að Kim Jong-un, leiðtogi grannríkis þeirra í norðri, hafi heitið því að hætta kjarnorkuframleiðslu. 19. mars 2018 06:53 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Sjá meira
Kim Jong-un sagður vera í Kína Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, er sagður vera í leynilegri heimsókn til Kína. Sé það rétt er þetta fyrsta heimsókn hans til erlends ríkis frá því að hann tók við völdum árið 2011. 26. mars 2018 23:38
Norður-Kórea vill ekkert Gangnam Style Fjölmargar suður-kóreskar heimildir herma að stjórnvöld þar í landi reyni nú að fá hinn ofurvinsæla söngvara Psy til að koma fram á sögulegum tónleikum í Norður-Kóreu. 26. mars 2018 06:49
Kim lofar að hætta kjarnorkuframleiðslu Utanríkisráðherra Suður-Kóreu segir að Kim Jong-un, leiðtogi grannríkis þeirra í norðri, hafi heitið því að hætta kjarnorkuframleiðslu. 19. mars 2018 06:53
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent