NFL-stjarna valdi að fara í frí til Íslands og sá ekki eftir því Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. mars 2018 14:45 Larry Fitzgerald. Vísir/Getty Það reynir mikið á menn að spila í NFL-deildinni og þeir þurfa nauðsynlega á góðum fríum að halda eftir öll átökin. Ein af þeim allra bestu úr hópi útherja fór ekki suður í sólina í frí heldur ákvað hann að fara til Íslands og Svíþjóðar. Larry Fitzgerald er einn af öflugustu útherjunum í sögu ameríska fótboltans og á að baki fjórtán tímabil í NFL-deildinni. Larry Fitzgerald mætti í sjónvarpsviðtal á dögunum og sagði frá ferð sinni til Íslands og Svíþjóðar. Fitzgerald vildi reyndar helst bara tala um Íslandsferðina og sótti hann á sömu slóðir og Game of Thrones þættirnir voru teknir upp. Fitzgerald sagði frá ferðum sínum inn í jökul sem og kappakstri á ís sem hann hafði mjög gaman af.Hann fór líka til Svíþjóðar í þessari ferð og sagði líka frá ævintýrum sínum þar í viðtalinu sem má sjá hér fyrir neðan. Fitzgerald hefur alla tíð spilað með liði Arizona Cardinals og hefur frá 2004 komist upp í þriðja sætið yfir flestar gripnar sendingar í sögu NFL. Larry Fitzgerald er einnig í þriðja sæti yfir flesta jarda og er í áttunda sæti yfir flest snertimörk. Hann var kosinn í stjörnuleik deildarinnar í ellefta sinn á síðasta tímabili. Fitzgerald hefur unnið sér inn mikla virðingu með löngum og glæsilegum ferli auk þess að vera til fyrirmyndar utan vallar. Hann er ein af þeim leikmönnum deildarinnar sem eru hvað mest áberandi í auglýsingum í bandarísku sjónvarpi. NFL Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Haukar og Fram með mikilvæga sigra Handbolti Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Lamar Jackson ekki með um helgina George Russell á ráspól í Singapúr Aldís Ásta og félagar í Skara duttu úr leik í Evrópudeildinni Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Sjá meira
Það reynir mikið á menn að spila í NFL-deildinni og þeir þurfa nauðsynlega á góðum fríum að halda eftir öll átökin. Ein af þeim allra bestu úr hópi útherja fór ekki suður í sólina í frí heldur ákvað hann að fara til Íslands og Svíþjóðar. Larry Fitzgerald er einn af öflugustu útherjunum í sögu ameríska fótboltans og á að baki fjórtán tímabil í NFL-deildinni. Larry Fitzgerald mætti í sjónvarpsviðtal á dögunum og sagði frá ferð sinni til Íslands og Svíþjóðar. Fitzgerald vildi reyndar helst bara tala um Íslandsferðina og sótti hann á sömu slóðir og Game of Thrones þættirnir voru teknir upp. Fitzgerald sagði frá ferðum sínum inn í jökul sem og kappakstri á ís sem hann hafði mjög gaman af.Hann fór líka til Svíþjóðar í þessari ferð og sagði líka frá ævintýrum sínum þar í viðtalinu sem má sjá hér fyrir neðan. Fitzgerald hefur alla tíð spilað með liði Arizona Cardinals og hefur frá 2004 komist upp í þriðja sætið yfir flestar gripnar sendingar í sögu NFL. Larry Fitzgerald er einnig í þriðja sæti yfir flesta jarda og er í áttunda sæti yfir flest snertimörk. Hann var kosinn í stjörnuleik deildarinnar í ellefta sinn á síðasta tímabili. Fitzgerald hefur unnið sér inn mikla virðingu með löngum og glæsilegum ferli auk þess að vera til fyrirmyndar utan vallar. Hann er ein af þeim leikmönnum deildarinnar sem eru hvað mest áberandi í auglýsingum í bandarísku sjónvarpi.
NFL Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu Sport Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Haukar og Fram með mikilvæga sigra Handbolti Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Dagskráin í dag: Sunnudagur til sælu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Lamar Jackson ekki með um helgina George Russell á ráspól í Singapúr Aldís Ásta og félagar í Skara duttu úr leik í Evrópudeildinni Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Sjá meira