Skýrsla um jarðstrengskosti gæti komið Lyklafellslínu aftur á dagskrá Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 28. mars 2018 14:30 Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi í fyrradag úr gildi framkvæmdaleyfi Hafnarfjarðarbæjar vegna Lyklafellslínu 1 á þeim forsendum að ekki hafi verið sýnt nægjanlega fram á að jarðstrengskostir væru ekki raunhæfir og samanburður á umhverfisáhrifum þeirra og aðalvalkosti framkvæmdaraðila, sem eru raflínur ofanjarðar, hafi ekki farið fram með þeim hætti sem lög gera ráð fyrir. Sverrir Jan Norðfjörð, framkvæmdastjóri Landsnets, segir stofnunina hafa kannað alla kosti ítarlega og vonast til að viðbótaskýrsla um jarðstrengskosti sem stofnunin gaf út dugi til að gefa út nýtt leyfi. „Við skoðuðum jarðstrengskosti ansi nákvæmlega og ítarlega,“ segir Sverrir. „Það ver gerð skýrsla sem er aðgengileg á vef Landsnets sem lýsir þessu rauner hvernig þessi framkvæmd gæti litið út væri hún sett í jörðu. Þessi skýrsla var gerð fyrir rúmu ári síðan og hún kom úr í byrjun árs 2017. Hún lá þannig fyrir áður en að framkvæmdarleyfið var veitt en það sem að úrskurðarnefndin bendir réttilega á er að hún er ekki hluti af mati á umhverfisáhrifum.“ Hann segir Landsnet nú fylgja leiðbeiningum úrskurðarnefndarinnar um hvernig megi greiða úr málinu til að setja framkvæmdir aftur á dagskrá. „Við erum að skoða það hvort að það megi nýta þessa skýrslu sem liggur fyrir inn í ferlið þannig að hægt verði að veita framkvæmdaleyfi aftur,“ segir Sverrir. Þá hefur Landsnet hætt öllu útboði á verkefnum í tengslum við framkvæmdina. Orkumál Tengdar fréttir Framkvæmdaleyfi fyrir Lyklafellslínu 1 fellt úr gildi Hafnarfjarðarkaupstaður harmar niðurstöðuna. Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands bentu á áhættu vegna vatnsbóla íbúa á höfuðborgarsvæðinu. 26. mars 2018 17:09 Bráðabirgðaflutningur á raflínum í skoðun Úrskurðarnefnd Umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi framkvæmdaleyfi vegna Lyklafellslínu. Bæjarstjóri Hafnarfjarðar segir úrskurðinn vonbrigði en bærinn hefur í áratug barist fyrir lagningu línunnar. 27. mars 2018 14:15 Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Fleiri fréttir Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Sjá meira
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála felldi í fyrradag úr gildi framkvæmdaleyfi Hafnarfjarðarbæjar vegna Lyklafellslínu 1 á þeim forsendum að ekki hafi verið sýnt nægjanlega fram á að jarðstrengskostir væru ekki raunhæfir og samanburður á umhverfisáhrifum þeirra og aðalvalkosti framkvæmdaraðila, sem eru raflínur ofanjarðar, hafi ekki farið fram með þeim hætti sem lög gera ráð fyrir. Sverrir Jan Norðfjörð, framkvæmdastjóri Landsnets, segir stofnunina hafa kannað alla kosti ítarlega og vonast til að viðbótaskýrsla um jarðstrengskosti sem stofnunin gaf út dugi til að gefa út nýtt leyfi. „Við skoðuðum jarðstrengskosti ansi nákvæmlega og ítarlega,“ segir Sverrir. „Það ver gerð skýrsla sem er aðgengileg á vef Landsnets sem lýsir þessu rauner hvernig þessi framkvæmd gæti litið út væri hún sett í jörðu. Þessi skýrsla var gerð fyrir rúmu ári síðan og hún kom úr í byrjun árs 2017. Hún lá þannig fyrir áður en að framkvæmdarleyfið var veitt en það sem að úrskurðarnefndin bendir réttilega á er að hún er ekki hluti af mati á umhverfisáhrifum.“ Hann segir Landsnet nú fylgja leiðbeiningum úrskurðarnefndarinnar um hvernig megi greiða úr málinu til að setja framkvæmdir aftur á dagskrá. „Við erum að skoða það hvort að það megi nýta þessa skýrslu sem liggur fyrir inn í ferlið þannig að hægt verði að veita framkvæmdaleyfi aftur,“ segir Sverrir. Þá hefur Landsnet hætt öllu útboði á verkefnum í tengslum við framkvæmdina.
Orkumál Tengdar fréttir Framkvæmdaleyfi fyrir Lyklafellslínu 1 fellt úr gildi Hafnarfjarðarkaupstaður harmar niðurstöðuna. Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands bentu á áhættu vegna vatnsbóla íbúa á höfuðborgarsvæðinu. 26. mars 2018 17:09 Bráðabirgðaflutningur á raflínum í skoðun Úrskurðarnefnd Umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi framkvæmdaleyfi vegna Lyklafellslínu. Bæjarstjóri Hafnarfjarðar segir úrskurðinn vonbrigði en bærinn hefur í áratug barist fyrir lagningu línunnar. 27. mars 2018 14:15 Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Fleiri fréttir Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Sjá meira
Framkvæmdaleyfi fyrir Lyklafellslínu 1 fellt úr gildi Hafnarfjarðarkaupstaður harmar niðurstöðuna. Náttúruverndarsamtök Suðvesturlands bentu á áhættu vegna vatnsbóla íbúa á höfuðborgarsvæðinu. 26. mars 2018 17:09
Bráðabirgðaflutningur á raflínum í skoðun Úrskurðarnefnd Umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi framkvæmdaleyfi vegna Lyklafellslínu. Bæjarstjóri Hafnarfjarðar segir úrskurðinn vonbrigði en bærinn hefur í áratug barist fyrir lagningu línunnar. 27. mars 2018 14:15