Jackson þessi hefur undanfarin ár verið læknir forsetans en hann gegndi því starfi einnig undir lok forsetatíðar forvera Trump í starfi, Barack Obama.
Trump tilkynnti um tilnefninguna á Twitter í kvöld en þangað til þingið staðfestir útnefninguna mun Robert Wilkie gegna ráðherraembættinu.
Fyrr í mánuðinum rak Trump Rex Tillerson, utanríkisráðherra úr starfi, auk þess sem að H.R. McMaster, þjóðaröryggisráðgjafi hans var einnig sparkað.
Brottrekstur Shulkin þykir ekki koma á óvart en rætt hefur verið vikum saman um að hann myndi missa starf sitt. Hefur hann átt í miklum átökum við starfsmenn ráðuneytisins, en hann lét hafa eftir sér fyrir skömmu að þeir væru sumir hverjir að reyna að fá honum skipt út.
....In the interim, Hon. Robert Wilkie of DOD will serve as Acting Secretary. I am thankful for Dr. David Shulkin's service to our country and to our GREAT VETERANS!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 28, 2018