Innlent

Samfylkingin mælist stærsti flokkurinn í borginni

Höskuldur Kári Schram skrifar
Meirihlutinn heldur velli og fær þrettán borgarfulltrúa af tuttugu og þremur samkvæmt nýrri könnun.
Meirihlutinn heldur velli og fær þrettán borgarfulltrúa af tuttugu og þremur samkvæmt nýrri könnun. Vísir/Hanna
Samfylkingin mælist stærsti flokkurinn í borginni með tæplega 32 prósenta fylgi og átta borgarfulltrúa samkvæmt könnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið. Meirihlutinn heldur velli og fær 13 borgarfulltrúa af 23.

Sjálfstæðismenn eru næst stærstir með 27 prósent og sjö borgarfulltrúa. Vinstri grænir eru með tæp 13 prósent og þrjá borgarfulltrúa, Píratar eru með 7,7 og tvo borgarfulltrúa. Viðreisn fær einnig tvo borgarfulltrúa og Miðflokkurinn einn. Framsóknarmenn mælast með 2,7 prósent og ná ekki inn manni.

Mik­ill mun­ur er á fylgi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og Sjálf­stæðis­flokks­ins í vest­ur­hluta borg­ar­inn­ar ann­ars veg­ar og út­hverf­un­um hins veg­ar, samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×