Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna kosninga til sveitarstjórna sem fram fara 26. maí 2018, hefst við embætti Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu laugardaginn 31. mars 2018 klukkan 12:00 til 14:00.
Atkvæðagreiðslan fer í fyrstu fram á skrifstofu embættisins að Hlíðasmára 1 í Kópavogi á opnunartíma embættisins, frá klukkan 8:30 til 15:00 á virkum dögum. Einnig er opið á laugardögum og sunnudögum frá klukkan 12:00 til kl. 14:00.
Lokað er páskadag 1. apríl, annan í páskum 2. apríl, sumardaginn fyrsta 19. apríl, 1. maí, uppstigningardag 10. maí og hvítasunnudag 20. maí. Um breytingar sem kunna að verða á opnunartímum má sjá síðu embættis Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu.
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefst á laugardag
Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
