Ólafía: Hitti hann geðveikt vel og svo hvarf hann Anton Ingi Leifsson skrifar 29. mars 2018 22:04 Magnað hjá Ólafíu í dag. vísir/getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur, var himinlifandi eftir fyrsta hringinn á ANA mótinu sem er hluti af LPGA-mótaröðinni en Ólafía fór holu í höggi á fyrsta hringnum í dag. Mótið sem fer fram um helgina er fyrsta stórmót ársins. „Ég var 165 metra fra og ég sló með fimm járni. Ég hitti hann geðveikt vel, var aðeins vinstra megin því boltinn rúllar þá til hægri,” sagði Ólafía. „Svo bara hvarf hann og ég fékk smá sjokk en þetta var ótrúlega gaman,” en höggið skilaði Ólafíu Þórunni tveimur flugmiðum á fyrsta farrými hjá ANA flugfélaginu sem er aðal styrktaraðili mótsins.Sjá einnig:Ólafía fór holu í höggi á fyrsta risamóti ársins „Ég veit ekki alveg hvert ég á eftir að fara en ég býð Thomasi (innsk. blm. kærasti Ólafíu) kannski eitthvað huggulegt.” Ólafía spilaði nokkuð kaflaskipt golf. Hún fékk örn í tvígang, tvo fugla og sex skolla. „Hringurinn var upp og niður. Ég strögglaði smá en hélt alltaf áfram að berjast. Svo fékk ég högg til baka hér og þar eins og þegar ég fékk örn. Ég átti geggjað inná högg og púttið rúllaði í.” „Ég er mjög ánægð með hvernig ég barðist í dag. Það er geðveikt að spila á fyrsta stórmótinu á árinu. Völlurinn er geggjaður og grínin eru ótrúlega hröð. Ef þú missir boltann útaf getur það verið mjög erfitt.” „Þetta er ótrúlega atvinnumannalegt allt hérna. Ég ætla að vera þolinmóð á morgun og gera mitt besta. Halda áfram sama leikskipulagi og vera andlega sterk,” sagði Ólafía að lokum. Golf Tengdar fréttir Ólafía fór holu í höggi á fyrsta risamóti ársins Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur, gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á sautjándu brautinni á Dinah Shore vellinum í Kaliforníu. Ólafía spilaði fyrsta hringinn á pari. 29. mars 2018 18:30 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur, var himinlifandi eftir fyrsta hringinn á ANA mótinu sem er hluti af LPGA-mótaröðinni en Ólafía fór holu í höggi á fyrsta hringnum í dag. Mótið sem fer fram um helgina er fyrsta stórmót ársins. „Ég var 165 metra fra og ég sló með fimm járni. Ég hitti hann geðveikt vel, var aðeins vinstra megin því boltinn rúllar þá til hægri,” sagði Ólafía. „Svo bara hvarf hann og ég fékk smá sjokk en þetta var ótrúlega gaman,” en höggið skilaði Ólafíu Þórunni tveimur flugmiðum á fyrsta farrými hjá ANA flugfélaginu sem er aðal styrktaraðili mótsins.Sjá einnig:Ólafía fór holu í höggi á fyrsta risamóti ársins „Ég veit ekki alveg hvert ég á eftir að fara en ég býð Thomasi (innsk. blm. kærasti Ólafíu) kannski eitthvað huggulegt.” Ólafía spilaði nokkuð kaflaskipt golf. Hún fékk örn í tvígang, tvo fugla og sex skolla. „Hringurinn var upp og niður. Ég strögglaði smá en hélt alltaf áfram að berjast. Svo fékk ég högg til baka hér og þar eins og þegar ég fékk örn. Ég átti geggjað inná högg og púttið rúllaði í.” „Ég er mjög ánægð með hvernig ég barðist í dag. Það er geðveikt að spila á fyrsta stórmótinu á árinu. Völlurinn er geggjaður og grínin eru ótrúlega hröð. Ef þú missir boltann útaf getur það verið mjög erfitt.” „Þetta er ótrúlega atvinnumannalegt allt hérna. Ég ætla að vera þolinmóð á morgun og gera mitt besta. Halda áfram sama leikskipulagi og vera andlega sterk,” sagði Ólafía að lokum.
Golf Tengdar fréttir Ólafía fór holu í höggi á fyrsta risamóti ársins Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur, gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á sautjándu brautinni á Dinah Shore vellinum í Kaliforníu. Ólafía spilaði fyrsta hringinn á pari. 29. mars 2018 18:30 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn „Förum ekki fram úr okkur“ Enski boltinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Ólafía fór holu í höggi á fyrsta risamóti ársins Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur, gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á sautjándu brautinni á Dinah Shore vellinum í Kaliforníu. Ólafía spilaði fyrsta hringinn á pari. 29. mars 2018 18:30