Þjóðarskömm Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 10. mars 2018 06:00 Heilbrigðiseftirlitið sendi á fimmtudag frá sér viðvörun vegna magns svifryks í lofti í Reykjavík. Fólki sem er viðkvæmt í öndunarfærum og börnum var ráðlagt að forðast útivist í nágrenni umferðaræða. Þessi síðari setning er um margt lýsandi fyrir umferðarborgina Reykjavík. Lausnin við mengunarvandanum er ekki að hvetja fólk til taka almenningssamgöngur eða til að sameinast um bílferðir heldur eiga gangandi vegfarendur og börn að víkja. Forsvarsmenn Vesturbæjarskóla tóku heilbrigðisyfirvöld á orðinu og héldu börnunum inni. Til að gæta fullrar sanngirni, sá eftirlitið nú að sér og sendi frá sér skilaboð um að vitaskuld væri heillavænlegast ef ökumenn legðu einkabílnum meðan mesta mengunin gengi yfir. Auðvitað er það mergurinn málsins. Það getur varla gengið upp að börn og gangandi eigi að mæta afgangi svo fólk geti ferðast eitt í sínum einkabíl. Það gengur heldur ekki upp að í Reykjavík og nágrenni, með sína tvö hundruð þúsund íbúa, mælist meira svifryk í lofti en í margfalt stærri iðnaðarborgum annars staðar í heiminum. Augljóst er að eitthvað þarf að gera í málinu. Það varðar ekki bara eldri kynslóðir sem vanar eru að geta farið allra sinna ferða á sínum einkabíl, heldur ekki síður yngri kynslóðir sem erfa munu borgina. Mengunin er ekki einkamál bílstjóra, og vandamálið fer einungis vaxandi ef ekkert er að gert. Heilsa næstu kynslóða hlýtur að skipta meira máli en bílar. Björn Teitsson, formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl, telur að stjórnmálamenn skorti hugrekki til að taka á málinu. Það er auðvitað hárrétt. Stjórnmálamenn eiga að sjá til þess að hér séu boðlegar samgöngur. Þeir eiga líka að hafa kjark til að hvetja fólk og fyrirtæki til að skilja bílana eftir heima, og nýta hverja ferð betur en nú er gert. Jafnvel þótt slíkt kunni að vera óvinsælt. Fólki er hins vegar að einhverju leyti vorkunn. Almenningssamgöngur í Reykjavík eru ekki nógu góður kostur fyrir alla höfuðborgarbúa. Vonandi stendur það til bóta með einhverri útgáfu af Borgarlínu. Lýðskrum um fríar strætóferðir er ekki lausnin. Þjónustuna þarf að bæta og nýtingin ætti að fylgja í kjölfarið. Sömuleiðis þarf að ræða það af alvöru að banna nagladekk sem valda miklu um svifryksmengunina. Síðast en ekki síst þarf að dreifa áfangastöðum betur um borgina. Þar myndi strax muna miklu ef stærsti vinnustaður landsins, Landspítalinn, flyttist í austurborgina. Til dæmis að Keldum. Lýst er eftir alvöru lausnum á samgönguvandanum, og þeirri þjóðarskömm sem svifryksmengunin er. Stórborgir eins og London og Tókýó hafa tekið til í eigin garði og dregið stórlega úr mengun, meðal annars með því að draga úr bílaumferð. Smáborg eins og Reykjavík ætti að geta gripið í taumana. Vilji og leiðtogahæfileikar er allt sem þarf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Sjá meira
Heilbrigðiseftirlitið sendi á fimmtudag frá sér viðvörun vegna magns svifryks í lofti í Reykjavík. Fólki sem er viðkvæmt í öndunarfærum og börnum var ráðlagt að forðast útivist í nágrenni umferðaræða. Þessi síðari setning er um margt lýsandi fyrir umferðarborgina Reykjavík. Lausnin við mengunarvandanum er ekki að hvetja fólk til taka almenningssamgöngur eða til að sameinast um bílferðir heldur eiga gangandi vegfarendur og börn að víkja. Forsvarsmenn Vesturbæjarskóla tóku heilbrigðisyfirvöld á orðinu og héldu börnunum inni. Til að gæta fullrar sanngirni, sá eftirlitið nú að sér og sendi frá sér skilaboð um að vitaskuld væri heillavænlegast ef ökumenn legðu einkabílnum meðan mesta mengunin gengi yfir. Auðvitað er það mergurinn málsins. Það getur varla gengið upp að börn og gangandi eigi að mæta afgangi svo fólk geti ferðast eitt í sínum einkabíl. Það gengur heldur ekki upp að í Reykjavík og nágrenni, með sína tvö hundruð þúsund íbúa, mælist meira svifryk í lofti en í margfalt stærri iðnaðarborgum annars staðar í heiminum. Augljóst er að eitthvað þarf að gera í málinu. Það varðar ekki bara eldri kynslóðir sem vanar eru að geta farið allra sinna ferða á sínum einkabíl, heldur ekki síður yngri kynslóðir sem erfa munu borgina. Mengunin er ekki einkamál bílstjóra, og vandamálið fer einungis vaxandi ef ekkert er að gert. Heilsa næstu kynslóða hlýtur að skipta meira máli en bílar. Björn Teitsson, formaður Samtaka um bíllausan lífsstíl, telur að stjórnmálamenn skorti hugrekki til að taka á málinu. Það er auðvitað hárrétt. Stjórnmálamenn eiga að sjá til þess að hér séu boðlegar samgöngur. Þeir eiga líka að hafa kjark til að hvetja fólk og fyrirtæki til að skilja bílana eftir heima, og nýta hverja ferð betur en nú er gert. Jafnvel þótt slíkt kunni að vera óvinsælt. Fólki er hins vegar að einhverju leyti vorkunn. Almenningssamgöngur í Reykjavík eru ekki nógu góður kostur fyrir alla höfuðborgarbúa. Vonandi stendur það til bóta með einhverri útgáfu af Borgarlínu. Lýðskrum um fríar strætóferðir er ekki lausnin. Þjónustuna þarf að bæta og nýtingin ætti að fylgja í kjölfarið. Sömuleiðis þarf að ræða það af alvöru að banna nagladekk sem valda miklu um svifryksmengunina. Síðast en ekki síst þarf að dreifa áfangastöðum betur um borgina. Þar myndi strax muna miklu ef stærsti vinnustaður landsins, Landspítalinn, flyttist í austurborgina. Til dæmis að Keldum. Lýst er eftir alvöru lausnum á samgönguvandanum, og þeirri þjóðarskömm sem svifryksmengunin er. Stórborgir eins og London og Tókýó hafa tekið til í eigin garði og dregið stórlega úr mengun, meðal annars með því að draga úr bílaumferð. Smáborg eins og Reykjavík ætti að geta gripið í taumana. Vilji og leiðtogahæfileikar er allt sem þarf.
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun