Upplifa óvirðingu eftir miklar fórnir fyrir próf Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 10. mars 2018 09:00 Vinkonurnar María Arnardóttir, Kamilla Gunnarsdóttir, Eva María Smáradóttir, Teresa María Era og Birgitta Eysteinsdóttir. Vísir/Stefán „Við erum búnar að læra mjög mikið og leggja ótrúlega hart að okkur, svo er okkur bara sagt að þetta gildi ekki!“ segja bekkjarsysturnar Eva María, Birgitta, María, Kamilla og Teresa María í 9. bekk í Vatnsendaskóla í Kópavogi. Þeim finnst Menntamálastofnun sýna sér óvirðingu og eru allt annað en sáttar við framkvæmd samræmdra prófa. Sjálfar hafa þær lagt mikið á sig og sleppt því að mæta á æfingar, bæði í íþróttum og tónlist, til að undirbúa sig fyrir prófin. „Okkur finnst bara verið að svindla á okkur og viljum bara standa upp fyrir okkur sjálfar,“ segja þær stöllur. Vinkonurnar lýsa enskuprófinu sem þær tóku í gær. „Svörin voru alltaf að detta út hjá okkur og við þurftum alltaf að byrja upp á nýtt og setja svörin inn aftur. Svo þegar við vorum að skila prófinu þá kom bara „error“, þannig að við vitum ekkert hvort við skiluðum prófinu. Núna er verið að segja að prófið eigi ekki að gilda. Samt vorum við látnar læra fyrir prófið, taka prófið og klára það.“ Vinkonurnar og nemendur úr öðrum skólum hafa borið saman bækur sínar. „Það voru bara nokkrir úr hverjum skóla sem komust inn í íslenskuprófið og voru látnir klára það. Þau voru látin sitja í prófinu, alveg í tvo klukkutíma, þótt allt hafi verið bilað og svörin alltaf að detta út þrátt fyrir að búið væri að senda hina heim og prófið ætti ekkert að gilda.“ Þær segja marga hafa verið mjög kvíðna allan síðasta mánuð vegna prófanna. „Mjög margir lærðu til dæmis mjög mikið fyrir íslenskuprófið og lásu alveg í heila viku og slepptu öllum æfingum og slíku. Og svo er prófið bara ekki gilt!“ Þær segjast ekki aðeins hafa fórnað öllum tómstundum í aðdraganda prófanna heldur hafi þær líka keypt sérstakt stærðfræðinámskeið á netinu sem kostaði 30 þúsund til undirbúnings fyrir samræmdu prófin. Aðspurðar segja þær alls ekki nógu skýrt af hverju þær eigi að leggja hart að sér í þessum prófum. „Nei, en það er bara svo mikil pressa og við skiljum ekki alveg af hverju. Sumir kennarar segja að þetta gildi svo mikið og sé alveg ótrúlega mikilvægt á meðan aðrir segja að við þurfum bara að gera okkar besta en útskýra ekkert fyrir okkur af hverju eða vita bara ekki sjálfir ekki af hverju við erum að taka þessi próf.“ Þá segja vinkonurnar, sem hafa æft sig á prófum frá fyrri árum, prófin núna mun þyngri en þau hafa verið áður og það auki vissulega á kvíðann. Smári Stefánsson, faðir einnar stúlkunnar, segist ánægður með að þær vinkonurnar láti í sér heyra vegna málsins. „Þetta eru bara börn sem eru búin að eyða fullt af tíma í þetta og mér finnst þeim sýnd svo mikil lítilsvirðing. Svo axlar enginn ábyrgð. Það er bara bent á þjónustuaðilann,“ segir Smári. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira
„Við erum búnar að læra mjög mikið og leggja ótrúlega hart að okkur, svo er okkur bara sagt að þetta gildi ekki!“ segja bekkjarsysturnar Eva María, Birgitta, María, Kamilla og Teresa María í 9. bekk í Vatnsendaskóla í Kópavogi. Þeim finnst Menntamálastofnun sýna sér óvirðingu og eru allt annað en sáttar við framkvæmd samræmdra prófa. Sjálfar hafa þær lagt mikið á sig og sleppt því að mæta á æfingar, bæði í íþróttum og tónlist, til að undirbúa sig fyrir prófin. „Okkur finnst bara verið að svindla á okkur og viljum bara standa upp fyrir okkur sjálfar,“ segja þær stöllur. Vinkonurnar lýsa enskuprófinu sem þær tóku í gær. „Svörin voru alltaf að detta út hjá okkur og við þurftum alltaf að byrja upp á nýtt og setja svörin inn aftur. Svo þegar við vorum að skila prófinu þá kom bara „error“, þannig að við vitum ekkert hvort við skiluðum prófinu. Núna er verið að segja að prófið eigi ekki að gilda. Samt vorum við látnar læra fyrir prófið, taka prófið og klára það.“ Vinkonurnar og nemendur úr öðrum skólum hafa borið saman bækur sínar. „Það voru bara nokkrir úr hverjum skóla sem komust inn í íslenskuprófið og voru látnir klára það. Þau voru látin sitja í prófinu, alveg í tvo klukkutíma, þótt allt hafi verið bilað og svörin alltaf að detta út þrátt fyrir að búið væri að senda hina heim og prófið ætti ekkert að gilda.“ Þær segja marga hafa verið mjög kvíðna allan síðasta mánuð vegna prófanna. „Mjög margir lærðu til dæmis mjög mikið fyrir íslenskuprófið og lásu alveg í heila viku og slepptu öllum æfingum og slíku. Og svo er prófið bara ekki gilt!“ Þær segjast ekki aðeins hafa fórnað öllum tómstundum í aðdraganda prófanna heldur hafi þær líka keypt sérstakt stærðfræðinámskeið á netinu sem kostaði 30 þúsund til undirbúnings fyrir samræmdu prófin. Aðspurðar segja þær alls ekki nógu skýrt af hverju þær eigi að leggja hart að sér í þessum prófum. „Nei, en það er bara svo mikil pressa og við skiljum ekki alveg af hverju. Sumir kennarar segja að þetta gildi svo mikið og sé alveg ótrúlega mikilvægt á meðan aðrir segja að við þurfum bara að gera okkar besta en útskýra ekkert fyrir okkur af hverju eða vita bara ekki sjálfir ekki af hverju við erum að taka þessi próf.“ Þá segja vinkonurnar, sem hafa æft sig á prófum frá fyrri árum, prófin núna mun þyngri en þau hafa verið áður og það auki vissulega á kvíðann. Smári Stefánsson, faðir einnar stúlkunnar, segist ánægður með að þær vinkonurnar láti í sér heyra vegna málsins. „Þetta eru bara börn sem eru búin að eyða fullt af tíma í þetta og mér finnst þeim sýnd svo mikil lítilsvirðing. Svo axlar enginn ábyrgð. Það er bara bent á þjónustuaðilann,“ segir Smári.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira