Sakar kjörinn fulltrúa um spillingu í starfi Sveinn Arnarsson skrifar 10. mars 2018 07:00 Frá Þórshöfn á Langanesi. Vísir/Pjetur Fulltrúar U-listans í minnihluta sveitarstjórnar Langanesbyggðar óskuðu eftir því að sveitarstjóri gæfi þeim upp sundurliðað einingarverð verktakafyrirtækis vegna gerðar bílastæðis og akvegar að nýjum leikskóla sveitarfélagsins. Sveitarstjórinn segir í minnisblaði að ætlunin hafi verið að fara með upplýsingarnar til annarra verktakafyrirtækja svo þeir gætu boðið lægra verð. Sveitarstjórinn sakar minnihlutann um spillingu. Málið var tekið fyrir á fundi sveitarstjórnar Langanesbyggðar í vikunni. Fulltrúar U-listans óskuðu þess að fá svör við spurningum vegna þess að bílastæðið og vegurinn, sem samanlagt kostar um 8 milljónir, var ekki boðinn út. Siggeir Stefánsson, oddviti U-listans segir það mikilvægt að öll verk séu boðin út. „U-listinn telur að það hefði verið eðlilegt af sveitarfélaginu að bjóða út framkvæmdir við akveg og bílastæði við leikskóla en ekki afhenda verkið einum aðila eins og var gert og að það hafi verið eðlilegt að gera verðkönnun og samanburð á kostnaði frá fleiri aðilum en ekki ræða eingöngu við einn aðila um að vinna verkið.“ Sveitarstjórinn, Elías Pétursson, húðskammaði sveitarstjórnarfulltrúa U-listans á síðasta sveitarstjórnarfundi. Hann segist alltaf hafa gætt almannahagsmuna en sveitarstjórnarmenn sumir séu meira í því að gæta hagsmuna einhverra annarra. „Í þessu máli er verið að óska eftir því að fá heimild sveitarstjórnar til að dreifa trúnaðarupplýsingum úr viðskiptasamningi við tiltekinn viðskiptamann til þess eins að geta dreift þeim til samkeppnisaðila viðskiptamannsins. Hvað gengur mönnum til?“ sagði Elías í ræðu sinni. „Í þessu máli eru forsvarsmenn U-lista, nú sem fyrr, að ganga fram í því skyni að afla vinum sínum upplýsinga um atriði í verksamningi viðskiptamanns sveitarfélagsins sem ætlað er að fari leynt, bæði samkvæmt almennum siðareglum í viðskiptum og ákvæðum laga um opinber innkaup. Hvernig má það vera að kjörnir fulltrúar almennings í sveitarstjórn, sem ætlað er að gæta almannahagsmuna, skuli ganga jafn grímulaust fram og raun ber vitni til þess eins að gæta hagsmuna útvalinna á kostnað viðskiptamanns og samfélagsins?“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Sjá meira
Fulltrúar U-listans í minnihluta sveitarstjórnar Langanesbyggðar óskuðu eftir því að sveitarstjóri gæfi þeim upp sundurliðað einingarverð verktakafyrirtækis vegna gerðar bílastæðis og akvegar að nýjum leikskóla sveitarfélagsins. Sveitarstjórinn segir í minnisblaði að ætlunin hafi verið að fara með upplýsingarnar til annarra verktakafyrirtækja svo þeir gætu boðið lægra verð. Sveitarstjórinn sakar minnihlutann um spillingu. Málið var tekið fyrir á fundi sveitarstjórnar Langanesbyggðar í vikunni. Fulltrúar U-listans óskuðu þess að fá svör við spurningum vegna þess að bílastæðið og vegurinn, sem samanlagt kostar um 8 milljónir, var ekki boðinn út. Siggeir Stefánsson, oddviti U-listans segir það mikilvægt að öll verk séu boðin út. „U-listinn telur að það hefði verið eðlilegt af sveitarfélaginu að bjóða út framkvæmdir við akveg og bílastæði við leikskóla en ekki afhenda verkið einum aðila eins og var gert og að það hafi verið eðlilegt að gera verðkönnun og samanburð á kostnaði frá fleiri aðilum en ekki ræða eingöngu við einn aðila um að vinna verkið.“ Sveitarstjórinn, Elías Pétursson, húðskammaði sveitarstjórnarfulltrúa U-listans á síðasta sveitarstjórnarfundi. Hann segist alltaf hafa gætt almannahagsmuna en sveitarstjórnarmenn sumir séu meira í því að gæta hagsmuna einhverra annarra. „Í þessu máli er verið að óska eftir því að fá heimild sveitarstjórnar til að dreifa trúnaðarupplýsingum úr viðskiptasamningi við tiltekinn viðskiptamann til þess eins að geta dreift þeim til samkeppnisaðila viðskiptamannsins. Hvað gengur mönnum til?“ sagði Elías í ræðu sinni. „Í þessu máli eru forsvarsmenn U-lista, nú sem fyrr, að ganga fram í því skyni að afla vinum sínum upplýsinga um atriði í verksamningi viðskiptamanns sveitarfélagsins sem ætlað er að fari leynt, bæði samkvæmt almennum siðareglum í viðskiptum og ákvæðum laga um opinber innkaup. Hvernig má það vera að kjörnir fulltrúar almennings í sveitarstjórn, sem ætlað er að gæta almannahagsmuna, skuli ganga jafn grímulaust fram og raun ber vitni til þess eins að gæta hagsmuna útvalinna á kostnað viðskiptamanns og samfélagsins?“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Sjá meira