Sjötíu prósent hækkun á 5 árum Jón Hákon Halldórsson skrifar 10. mars 2018 07:00 Íbúðaverð hefur farið hækkandi undanfarin ár. Vísir/vilhelm Verð íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um nær 70% á síðustu 5 árum eða frá því að framboðsskortur fór að gera vart við sig. Á sama tíma hafa laun hækkað um 45% og leiguverð um 50%. Þetta kom fram í máli Unu Jónsdóttur, hagfræðings og deildarstjóra leigumarkaðsmála hjá Íbúðalánasjóði á ráðstefnu Verks og vits. „Það er ljóst að þótt þörfin sé víða mikil þá er verð á íbúðum ef til vill ofar kaupgetu hópsins sem þarf mest á húsnæði að halda,“ sagði Una og vísaði þá til langra biðlista hjá sveitarfélögunum eftir félagslegu húsnæði og eins hjá Félagsstofnun stúdenta eftir námsmannaíbúðum. Una vakti einnig athygli á því að fjöldi utangarðsfólks í Reykjavík hefur nær tvöfaldast síðan 2012 sem sé dæmi um það hvernig húsnæðisskorturinn hefur komið verst niður á jaðarhópum samfélagsins. Einnig valdi það áhyggjum þegar fréttir berast um að ekki sé hægt að útskrifa fólk af sjúkrastofnunum sökum húsnæðisskorts. Una lýsti því hvernig aðgangur að öruggu húsnæði geti skipt sköpum fyrir andlega og líkamlega heilsu fólks og verið veigamikill þáttur í endurkomu fólks inn í samfélagið eftir veikindi. „Það þarf að fara að líta á húsnæði sem lýðheilsumál,“ sagði hún og lagði áherslu á að byggja þyrfti upp öruggan leigumarkað þar sem fólk gæti búið til langs tíma í öruggu húsaskjóli þar sem leiga yrði í samræmi við greiðslugetu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Sjá meira
Verð íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu hefur hækkað um nær 70% á síðustu 5 árum eða frá því að framboðsskortur fór að gera vart við sig. Á sama tíma hafa laun hækkað um 45% og leiguverð um 50%. Þetta kom fram í máli Unu Jónsdóttur, hagfræðings og deildarstjóra leigumarkaðsmála hjá Íbúðalánasjóði á ráðstefnu Verks og vits. „Það er ljóst að þótt þörfin sé víða mikil þá er verð á íbúðum ef til vill ofar kaupgetu hópsins sem þarf mest á húsnæði að halda,“ sagði Una og vísaði þá til langra biðlista hjá sveitarfélögunum eftir félagslegu húsnæði og eins hjá Félagsstofnun stúdenta eftir námsmannaíbúðum. Una vakti einnig athygli á því að fjöldi utangarðsfólks í Reykjavík hefur nær tvöfaldast síðan 2012 sem sé dæmi um það hvernig húsnæðisskorturinn hefur komið verst niður á jaðarhópum samfélagsins. Einnig valdi það áhyggjum þegar fréttir berast um að ekki sé hægt að útskrifa fólk af sjúkrastofnunum sökum húsnæðisskorts. Una lýsti því hvernig aðgangur að öruggu húsnæði geti skipt sköpum fyrir andlega og líkamlega heilsu fólks og verið veigamikill þáttur í endurkomu fólks inn í samfélagið eftir veikindi. „Það þarf að fara að líta á húsnæði sem lýðheilsumál,“ sagði hún og lagði áherslu á að byggja þyrfti upp öruggan leigumarkað þar sem fólk gæti búið til langs tíma í öruggu húsaskjóli þar sem leiga yrði í samræmi við greiðslugetu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Sjá meira