Huliðshjúpi slegið yfir sýndarveruleikasafn Garðar Örn Úlfarsson skrifar 10. mars 2018 07:00 Sýndarveruleikasýning verður í gamla bænum á Sauðárkróki. Vísir/Pjetur „Við teljum að þessi sýning muni klárlega fúnkera sem segull fyrir Sauðárkrók og Skagafjörð,“ segir Stefán Vagn Stefánsson, formaður byggðaráðs Skagafjarðar. Byggðaráð Skagafjarðar hefur samþykkt drög að samningi við Sýndarveruleika ehf. um uppsetningu á sýningu í húsnæði bæjarins á Aðalgötu 21 á Sauðárkróki. Stefán segir um að ræða utanaðkomandi fjárfesta, að mestu einstaklinga, sem ætli að setja upp sýningu byggða á Sturlungaslóðum í Skagafirði og Örlygsstaðabardaga. „Það er verið að reyna að færa gesti nær atburðunum þannig að þeir upplifi þetta með öðrum hætti en þeir eru að gera í dag. Þetta er mjög metnaðarfullt og mjög spennandi verkefni. Þetta verður útskýrt betur á næstu dögum en þetta verður einstök sýning,“ segir Stefán. Vonast sé til að opnað verði seint næsta haust. Bjarni Jónsson, fulltrúi VG og óháðra, sagðist á fundi byggðaráðs á fimmtudag ekki geta stutt málið að svo stöddu vegna trúnaðar sem lagður sé á efnisatriði samninganna og fjárhagsskuldbindingar sveitarfélagsins vegna verkefnisins. „Þegar um er að ræða mjög stór mál með verulegum fjárhagslegum skuldbindingum og jafnvel til lengri tíma þá er mikilvægt fyrir sveitarstjórnarfulltrúa að geta farið yfir þau með sínu samstarfsfólki,“ segir Bjarni sem kveðst sjálfur hafa aðgang að ýmsum upplýsingum sem bundnar séu trúnaði. Hann vilji þó að teknar verði saman frekari upplýsingar um heildarskuldbindingar sveitarfélagsins og áhrif verkefnisins. Stefán segir framlag Skagafjarðar fyrst og fremst felast í að leggja fram húsnæðið á Aðalgötu 21 sem sveitarfélagið eignaðist í makaskiptum við Kaupfélag Skagafjarðar og lét í staðinn svokallað Minjahús þar skammt frá. Stefán bendir á að um sé að ræða samninga viðskiptalegs eðlis. Um þá eigi að gilda trúnaður eins og alla aðra slíka samninga sem sveitarfélagið hafi gert. „Það er búið að kynna þetta fyrir öllum í byggðaráði þannig að menn vita alveg um hvað þetta snýst,“ undirstrikar hann. Varðandi skuldbindingar sveitarfélagsins sjálfs segir Stefán það ekki leyndarmál að það leggi safninu til húsnæði. „Sveitarfélagið mun standsetja húsnæðið,“ segir hann. Þess ber að geta að byggðaráðið samþykkti á fimmtudag 120 milljóna króna aukaframlag í eignasjóð og Stefán játar að áætla megi heildarframlag sveitarfélagsins í peningum. „En ég er ekki með þá tölu í kollinum,“ segir byggðarráðsformaðurinn. Stefán kveðst þurfa að skoða nánar með lögfræðingum hvað megi upplýsa um málið. „Við leggjum það á borðið sem við getum og megum. En þetta er risadæmi. Fjárfestarnir eru að koma með gríðarlegt magn af fjármagni og sveitarfélagið leggur til húsnæðið.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Sjá meira
„Við teljum að þessi sýning muni klárlega fúnkera sem segull fyrir Sauðárkrók og Skagafjörð,“ segir Stefán Vagn Stefánsson, formaður byggðaráðs Skagafjarðar. Byggðaráð Skagafjarðar hefur samþykkt drög að samningi við Sýndarveruleika ehf. um uppsetningu á sýningu í húsnæði bæjarins á Aðalgötu 21 á Sauðárkróki. Stefán segir um að ræða utanaðkomandi fjárfesta, að mestu einstaklinga, sem ætli að setja upp sýningu byggða á Sturlungaslóðum í Skagafirði og Örlygsstaðabardaga. „Það er verið að reyna að færa gesti nær atburðunum þannig að þeir upplifi þetta með öðrum hætti en þeir eru að gera í dag. Þetta er mjög metnaðarfullt og mjög spennandi verkefni. Þetta verður útskýrt betur á næstu dögum en þetta verður einstök sýning,“ segir Stefán. Vonast sé til að opnað verði seint næsta haust. Bjarni Jónsson, fulltrúi VG og óháðra, sagðist á fundi byggðaráðs á fimmtudag ekki geta stutt málið að svo stöddu vegna trúnaðar sem lagður sé á efnisatriði samninganna og fjárhagsskuldbindingar sveitarfélagsins vegna verkefnisins. „Þegar um er að ræða mjög stór mál með verulegum fjárhagslegum skuldbindingum og jafnvel til lengri tíma þá er mikilvægt fyrir sveitarstjórnarfulltrúa að geta farið yfir þau með sínu samstarfsfólki,“ segir Bjarni sem kveðst sjálfur hafa aðgang að ýmsum upplýsingum sem bundnar séu trúnaði. Hann vilji þó að teknar verði saman frekari upplýsingar um heildarskuldbindingar sveitarfélagsins og áhrif verkefnisins. Stefán segir framlag Skagafjarðar fyrst og fremst felast í að leggja fram húsnæðið á Aðalgötu 21 sem sveitarfélagið eignaðist í makaskiptum við Kaupfélag Skagafjarðar og lét í staðinn svokallað Minjahús þar skammt frá. Stefán bendir á að um sé að ræða samninga viðskiptalegs eðlis. Um þá eigi að gilda trúnaður eins og alla aðra slíka samninga sem sveitarfélagið hafi gert. „Það er búið að kynna þetta fyrir öllum í byggðaráði þannig að menn vita alveg um hvað þetta snýst,“ undirstrikar hann. Varðandi skuldbindingar sveitarfélagsins sjálfs segir Stefán það ekki leyndarmál að það leggi safninu til húsnæði. „Sveitarfélagið mun standsetja húsnæðið,“ segir hann. Þess ber að geta að byggðaráðið samþykkti á fimmtudag 120 milljóna króna aukaframlag í eignasjóð og Stefán játar að áætla megi heildarframlag sveitarfélagsins í peningum. „En ég er ekki með þá tölu í kollinum,“ segir byggðarráðsformaðurinn. Stefán kveðst þurfa að skoða nánar með lögfræðingum hvað megi upplýsa um málið. „Við leggjum það á borðið sem við getum og megum. En þetta er risadæmi. Fjárfestarnir eru að koma með gríðarlegt magn af fjármagni og sveitarfélagið leggur til húsnæðið.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Sjá meira