Domino's Körfuboltakvöld: Úrvalslið seinni hlutans Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 10. mars 2018 12:15 Úrvalslið seinni 11 umferða Domino's deildar karla að mati sérfræðinga Domino's Körfuboltakvölds skjáskot Loka umferð Domino's deildar karla í körfubolta var leikin á fimmtudaginn og úrslitakeppnin hefst í næstu viku. Strákarnir í Domino's Körfuboltakvöldi gerðu upp seinni hluta deildarinnar í gærkvöld þar sem þeir útnefndu úrvalslið seinni hlutans. Það var mikið tekist á innan hóps sérfræðinganna um hverjir ættu að fá sæti í úrvalsliðinu, enda mikið um góða leikmenn í deildinni. Þeir vildu taka það fram að það skipti máli í valinu að leikmenn hafi verið að gera góða hluti í sigurliðum. Það fór þó svo að fimm manna liðið er skipað Kára Jónssyni, Pétri Rúnari Birgissyni, Ryan Taylor, Kristófer Acox og Hlyn Bæringssyni. Kári er búinn að vera stórbrotinn í Haukaliðinu eftir að hann snéri aftur heim úr bandaríska háskólaboltanum. Hann er með 19,8 stig að meðaltali í leik, 4,5 fráköst og 5,1 stoðsendingu. Þá er hann hæstur allra í deildinni á lista yfir meðaltal +/- tölfræðinnar sem sýnir með hversu mörgum stigum lið hans vinnur eða tapar þeim mínútum sem hann spilar. Þar er Kári með 12,3 í plús að meðaltali. Hann hefur ekki spilað með Haukum síðan 18. febrúar þegar þeir unnu KR og lögðu grunninn að deildarmeistaratitlinum því hann brotnaði á þumalfingri á landsliðsæfingu í febrúar. Hinn tvítugi Kári mætir þó að öllum líkindum aftur í Haukaliðið í úrslitakeppninni en þar mæta Haukar Keflavík í 8-liða úrslitum. Pétur Rúnar hefur átt frábært tímabil með Tindastól og stýrt liðinu virkilega vel. Hann þurfti að taka leiðtogahlutverkið meira á herðar sér eftir að Sigtryggur Arnar Björnsson meiddist og gerði það vel. Leikstjórnandinn ungi er með 15,1 stig að meðaltali í leik í vetur, 5,5 fráköst og 6,5 stoðsendingar. Hann verður í framlínunni þegar Stólarnir taka á móti Grindavík í 8-liða úrslitum deildarinnar. Ryan Taylor er að öðrum ólöstuðum einn besti bandaríski leikmaður deildarinnar. Hann er gríðarlega mikilvægur í ÍR liðinu þar sem hann treður, setur niður þrista og ver skot til að bjarga leikjum án þess að hafa neitt fyrir því. Hann er fjórði stigahæsti leikmaðurinn í deildinni með 21,9 stig að meðaltali í leik og fimmti frákastahæsti með 10,4 fráköst í leik. Vesturbæingurinn Kristófer Acox hefur farið á kostum eftir áramót. Hann átti hvern stórleikinn á fætur öðrum og er með safn af Cintamani húfum fyrir glæsilegar troðslur sínar. Kristófer er með 17,1 stig að meðaltali í leik í vetur, 9,8 fráköst og 24 framlagspunkta. Landsliðsfyrirliðinn Hlynur Bæringsson hefur dregið lið Stjörnunnar áfram. Hann er næst frákastahæstur í deildinni í vetur með 12,5 fráköst að meðaltali í leik ásamt 15 stigum og 4 stoðsendingum. Hinn 35 ára Hlynur átti stórleik gegn Haukum í byrjun mánaðarins þar sem hann skilaði 23 stigum og 40 framlagspunktum aðeins örfáum dögum eftir að hann spilaði hörku landsleiki gegn Finnum og Tékkum í Laugardalshöll. Umræðu strákanna um úrvalsliðið má sjá í spilaranum hér að neðan. Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Sjá meira
Loka umferð Domino's deildar karla í körfubolta var leikin á fimmtudaginn og úrslitakeppnin hefst í næstu viku. Strákarnir í Domino's Körfuboltakvöldi gerðu upp seinni hluta deildarinnar í gærkvöld þar sem þeir útnefndu úrvalslið seinni hlutans. Það var mikið tekist á innan hóps sérfræðinganna um hverjir ættu að fá sæti í úrvalsliðinu, enda mikið um góða leikmenn í deildinni. Þeir vildu taka það fram að það skipti máli í valinu að leikmenn hafi verið að gera góða hluti í sigurliðum. Það fór þó svo að fimm manna liðið er skipað Kára Jónssyni, Pétri Rúnari Birgissyni, Ryan Taylor, Kristófer Acox og Hlyn Bæringssyni. Kári er búinn að vera stórbrotinn í Haukaliðinu eftir að hann snéri aftur heim úr bandaríska háskólaboltanum. Hann er með 19,8 stig að meðaltali í leik, 4,5 fráköst og 5,1 stoðsendingu. Þá er hann hæstur allra í deildinni á lista yfir meðaltal +/- tölfræðinnar sem sýnir með hversu mörgum stigum lið hans vinnur eða tapar þeim mínútum sem hann spilar. Þar er Kári með 12,3 í plús að meðaltali. Hann hefur ekki spilað með Haukum síðan 18. febrúar þegar þeir unnu KR og lögðu grunninn að deildarmeistaratitlinum því hann brotnaði á þumalfingri á landsliðsæfingu í febrúar. Hinn tvítugi Kári mætir þó að öllum líkindum aftur í Haukaliðið í úrslitakeppninni en þar mæta Haukar Keflavík í 8-liða úrslitum. Pétur Rúnar hefur átt frábært tímabil með Tindastól og stýrt liðinu virkilega vel. Hann þurfti að taka leiðtogahlutverkið meira á herðar sér eftir að Sigtryggur Arnar Björnsson meiddist og gerði það vel. Leikstjórnandinn ungi er með 15,1 stig að meðaltali í leik í vetur, 5,5 fráköst og 6,5 stoðsendingar. Hann verður í framlínunni þegar Stólarnir taka á móti Grindavík í 8-liða úrslitum deildarinnar. Ryan Taylor er að öðrum ólöstuðum einn besti bandaríski leikmaður deildarinnar. Hann er gríðarlega mikilvægur í ÍR liðinu þar sem hann treður, setur niður þrista og ver skot til að bjarga leikjum án þess að hafa neitt fyrir því. Hann er fjórði stigahæsti leikmaðurinn í deildinni með 21,9 stig að meðaltali í leik og fimmti frákastahæsti með 10,4 fráköst í leik. Vesturbæingurinn Kristófer Acox hefur farið á kostum eftir áramót. Hann átti hvern stórleikinn á fætur öðrum og er með safn af Cintamani húfum fyrir glæsilegar troðslur sínar. Kristófer er með 17,1 stig að meðaltali í leik í vetur, 9,8 fráköst og 24 framlagspunkta. Landsliðsfyrirliðinn Hlynur Bæringsson hefur dregið lið Stjörnunnar áfram. Hann er næst frákastahæstur í deildinni í vetur með 12,5 fráköst að meðaltali í leik ásamt 15 stigum og 4 stoðsendingum. Hinn 35 ára Hlynur átti stórleik gegn Haukum í byrjun mánaðarins þar sem hann skilaði 23 stigum og 40 framlagspunktum aðeins örfáum dögum eftir að hann spilaði hörku landsleiki gegn Finnum og Tékkum í Laugardalshöll. Umræðu strákanna um úrvalsliðið má sjá í spilaranum hér að neðan.
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum