Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir var endurkjörin formaður Viðreisnar á landsþingi flokksins sem fram fer um helgina. Hlaut hún 95.3 prósent greiddra atkvæða.
„Takk fyrir þennan eindregna stuðning. Hann er mér ákveðið veganesti sem brýnir mig áfram í rugga bátnum með ykkur. Hlakka til að vinna með ykkur, fyrir okkur öll til að gera samfélagið okkar betra,“ sagði Þorgerður í þakkarræðu sinni við kjörið.“
Þorgerður Katrín var fyrst kjörin formaður flokksins af ráðgjafaráði flokksins í október á síðasta ári eftir að Benedikt Jóhannesson steig til hliðar sem formaður.
