Þér hýstuð mig Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 12. mars 2018 11:00 „Við vonum að við verðum hamingjusöm hér við öruggar aðstæður,“ sagði Sýrlendingurinn Tojan Al Nashy við komuna hingað til lands. Hann er í hópi sýrlenskra og írakskra fjölskyldna, kvótaflóttamanna, sem boðið var hingað til lands og setjast að á Vestfjörðum og Austfjörðum. Það er vonandi að þessar fjölskyldur verði hamingjusamar í nýjum heimkynnum, víðs fjarri þeim stríðsátökum sem hröktu þær á flótta. Vonandi fá þær alla þá aðstoð og stuðning sem þær þurfa á að halda frá gestrisnum Íslendingum. Það verður þó ekki horft fram hjá því að hér á landi finnst hópur sem sekkur nánast í tilvistarþunglyndi við tilhugsunina um að flóttafólk setjist að hér á landi, ekki síst ef það aðhyllist aðra trú en kristni. Vitneskjan um að reynt sé að létta undir með flóttafólki, útvega því húsnæði og nauðsynjar framkallar síðan fordæmingu og upphrópanir eins og: „Við eigum nóg með okkur! Hér er fullt af bágstöddum Íslendingum! Af hverju er þeim ekki hjálpað!“ Síðan er bætt við þessari kostulegu fullyrðingu: „ Ég hef ekkert á móti þessu fólki en það er ekki eins og við.“ Vandlætingarræða viðkomandi heldur síðan áfram og þar kemur meðal annars fram að afar ískyggilegt sé að innflytjendur sem aðhyllast íslam séu að fjölga sér og ala upp börn því hætta sé á að múslimar muni fylla landið með hrikalegum afleiðingum. Blessunarlega hefur stjórnmálaflokkur þar sem þessi viðhorf eru ríkjandi ekki komist til valda og vegsemdar í íslensku samfélagi. Þar með er ekki sagt að þessi hópur hatursfólks hafi ekki áhrif. Það var ekki síst fyrir tilstilli þessa kjósendahóps sem Framsóknarflokkurinn fékk tvo borgarfulltrúa í síðustu borgarstjórnarkosningum eftir að oddviti flokksins, Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, hafði látið sérkennileg orð falla um múslima. Forysta flokksins brást í því máli en nú er ásýnd Framsóknarflokksins orðin með geðþekkari hætti en áður var og er það vel. Fjöldi flokka boðar þátttöku í næstu borgarstjórnarkosningum. Þar á meðal er Frelsisflokkurinn en meðal yfirlýstra markmiða flokksins er að berjast gegn því sem stofnendur segja vera múslimavæðingu Evrópu. Með framboði sínu vill flokkurinn forða því að slík múslimavæðing verði í Reykjavík og hafnar moskubyggingu hér á landi. Það stafar víst sérstök hryðjuverkaógn af því að múslimar fái að iðka trú sína. Flokkurinn leggur síðan mikla áherslu á að kristin gildi séu höfð í hávegum. Það er nokkuð áhyggjuefni fyrir þjóðkirkjuna að þeir sem tala hæst um hætturnar sem stafa af flóttamönnum, og þá sérstaklega múslimum, flokka sig um leið meðal helstu talsmanna kristni í landinu. Ansi er það nú einkennilegt og öfugsnúið. Staðreyndin er vitanlega sú að þessi hópur hatursfólks veit ekkert um náungakærleik og er gjörsamlega ófær um að setja sig í spor annarra. Ef þessi hópur hefði einhvern áhuga á kristnum gildum myndi hann hafa ofarlega í huga orðin úr Matteusarguðspjalli: „Því hungraður var ég og þér gáfuð mér að eta, þyrstur var ég og þér gáfuð mér að drekka, gestur var ég og þér hýstuð mig.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Sjá meira
„Við vonum að við verðum hamingjusöm hér við öruggar aðstæður,“ sagði Sýrlendingurinn Tojan Al Nashy við komuna hingað til lands. Hann er í hópi sýrlenskra og írakskra fjölskyldna, kvótaflóttamanna, sem boðið var hingað til lands og setjast að á Vestfjörðum og Austfjörðum. Það er vonandi að þessar fjölskyldur verði hamingjusamar í nýjum heimkynnum, víðs fjarri þeim stríðsátökum sem hröktu þær á flótta. Vonandi fá þær alla þá aðstoð og stuðning sem þær þurfa á að halda frá gestrisnum Íslendingum. Það verður þó ekki horft fram hjá því að hér á landi finnst hópur sem sekkur nánast í tilvistarþunglyndi við tilhugsunina um að flóttafólk setjist að hér á landi, ekki síst ef það aðhyllist aðra trú en kristni. Vitneskjan um að reynt sé að létta undir með flóttafólki, útvega því húsnæði og nauðsynjar framkallar síðan fordæmingu og upphrópanir eins og: „Við eigum nóg með okkur! Hér er fullt af bágstöddum Íslendingum! Af hverju er þeim ekki hjálpað!“ Síðan er bætt við þessari kostulegu fullyrðingu: „ Ég hef ekkert á móti þessu fólki en það er ekki eins og við.“ Vandlætingarræða viðkomandi heldur síðan áfram og þar kemur meðal annars fram að afar ískyggilegt sé að innflytjendur sem aðhyllast íslam séu að fjölga sér og ala upp börn því hætta sé á að múslimar muni fylla landið með hrikalegum afleiðingum. Blessunarlega hefur stjórnmálaflokkur þar sem þessi viðhorf eru ríkjandi ekki komist til valda og vegsemdar í íslensku samfélagi. Þar með er ekki sagt að þessi hópur hatursfólks hafi ekki áhrif. Það var ekki síst fyrir tilstilli þessa kjósendahóps sem Framsóknarflokkurinn fékk tvo borgarfulltrúa í síðustu borgarstjórnarkosningum eftir að oddviti flokksins, Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, hafði látið sérkennileg orð falla um múslima. Forysta flokksins brást í því máli en nú er ásýnd Framsóknarflokksins orðin með geðþekkari hætti en áður var og er það vel. Fjöldi flokka boðar þátttöku í næstu borgarstjórnarkosningum. Þar á meðal er Frelsisflokkurinn en meðal yfirlýstra markmiða flokksins er að berjast gegn því sem stofnendur segja vera múslimavæðingu Evrópu. Með framboði sínu vill flokkurinn forða því að slík múslimavæðing verði í Reykjavík og hafnar moskubyggingu hér á landi. Það stafar víst sérstök hryðjuverkaógn af því að múslimar fái að iðka trú sína. Flokkurinn leggur síðan mikla áherslu á að kristin gildi séu höfð í hávegum. Það er nokkuð áhyggjuefni fyrir þjóðkirkjuna að þeir sem tala hæst um hætturnar sem stafa af flóttamönnum, og þá sérstaklega múslimum, flokka sig um leið meðal helstu talsmanna kristni í landinu. Ansi er það nú einkennilegt og öfugsnúið. Staðreyndin er vitanlega sú að þessi hópur hatursfólks veit ekkert um náungakærleik og er gjörsamlega ófær um að setja sig í spor annarra. Ef þessi hópur hefði einhvern áhuga á kristnum gildum myndi hann hafa ofarlega í huga orðin úr Matteusarguðspjalli: „Því hungraður var ég og þér gáfuð mér að eta, þyrstur var ég og þér gáfuð mér að drekka, gestur var ég og þér hýstuð mig.“
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar