Þér hýstuð mig Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 12. mars 2018 11:00 „Við vonum að við verðum hamingjusöm hér við öruggar aðstæður,“ sagði Sýrlendingurinn Tojan Al Nashy við komuna hingað til lands. Hann er í hópi sýrlenskra og írakskra fjölskyldna, kvótaflóttamanna, sem boðið var hingað til lands og setjast að á Vestfjörðum og Austfjörðum. Það er vonandi að þessar fjölskyldur verði hamingjusamar í nýjum heimkynnum, víðs fjarri þeim stríðsátökum sem hröktu þær á flótta. Vonandi fá þær alla þá aðstoð og stuðning sem þær þurfa á að halda frá gestrisnum Íslendingum. Það verður þó ekki horft fram hjá því að hér á landi finnst hópur sem sekkur nánast í tilvistarþunglyndi við tilhugsunina um að flóttafólk setjist að hér á landi, ekki síst ef það aðhyllist aðra trú en kristni. Vitneskjan um að reynt sé að létta undir með flóttafólki, útvega því húsnæði og nauðsynjar framkallar síðan fordæmingu og upphrópanir eins og: „Við eigum nóg með okkur! Hér er fullt af bágstöddum Íslendingum! Af hverju er þeim ekki hjálpað!“ Síðan er bætt við þessari kostulegu fullyrðingu: „ Ég hef ekkert á móti þessu fólki en það er ekki eins og við.“ Vandlætingarræða viðkomandi heldur síðan áfram og þar kemur meðal annars fram að afar ískyggilegt sé að innflytjendur sem aðhyllast íslam séu að fjölga sér og ala upp börn því hætta sé á að múslimar muni fylla landið með hrikalegum afleiðingum. Blessunarlega hefur stjórnmálaflokkur þar sem þessi viðhorf eru ríkjandi ekki komist til valda og vegsemdar í íslensku samfélagi. Þar með er ekki sagt að þessi hópur hatursfólks hafi ekki áhrif. Það var ekki síst fyrir tilstilli þessa kjósendahóps sem Framsóknarflokkurinn fékk tvo borgarfulltrúa í síðustu borgarstjórnarkosningum eftir að oddviti flokksins, Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, hafði látið sérkennileg orð falla um múslima. Forysta flokksins brást í því máli en nú er ásýnd Framsóknarflokksins orðin með geðþekkari hætti en áður var og er það vel. Fjöldi flokka boðar þátttöku í næstu borgarstjórnarkosningum. Þar á meðal er Frelsisflokkurinn en meðal yfirlýstra markmiða flokksins er að berjast gegn því sem stofnendur segja vera múslimavæðingu Evrópu. Með framboði sínu vill flokkurinn forða því að slík múslimavæðing verði í Reykjavík og hafnar moskubyggingu hér á landi. Það stafar víst sérstök hryðjuverkaógn af því að múslimar fái að iðka trú sína. Flokkurinn leggur síðan mikla áherslu á að kristin gildi séu höfð í hávegum. Það er nokkuð áhyggjuefni fyrir þjóðkirkjuna að þeir sem tala hæst um hætturnar sem stafa af flóttamönnum, og þá sérstaklega múslimum, flokka sig um leið meðal helstu talsmanna kristni í landinu. Ansi er það nú einkennilegt og öfugsnúið. Staðreyndin er vitanlega sú að þessi hópur hatursfólks veit ekkert um náungakærleik og er gjörsamlega ófær um að setja sig í spor annarra. Ef þessi hópur hefði einhvern áhuga á kristnum gildum myndi hann hafa ofarlega í huga orðin úr Matteusarguðspjalli: „Því hungraður var ég og þér gáfuð mér að eta, þyrstur var ég og þér gáfuð mér að drekka, gestur var ég og þér hýstuð mig.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Skoðun Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Sjá meira
„Við vonum að við verðum hamingjusöm hér við öruggar aðstæður,“ sagði Sýrlendingurinn Tojan Al Nashy við komuna hingað til lands. Hann er í hópi sýrlenskra og írakskra fjölskyldna, kvótaflóttamanna, sem boðið var hingað til lands og setjast að á Vestfjörðum og Austfjörðum. Það er vonandi að þessar fjölskyldur verði hamingjusamar í nýjum heimkynnum, víðs fjarri þeim stríðsátökum sem hröktu þær á flótta. Vonandi fá þær alla þá aðstoð og stuðning sem þær þurfa á að halda frá gestrisnum Íslendingum. Það verður þó ekki horft fram hjá því að hér á landi finnst hópur sem sekkur nánast í tilvistarþunglyndi við tilhugsunina um að flóttafólk setjist að hér á landi, ekki síst ef það aðhyllist aðra trú en kristni. Vitneskjan um að reynt sé að létta undir með flóttafólki, útvega því húsnæði og nauðsynjar framkallar síðan fordæmingu og upphrópanir eins og: „Við eigum nóg með okkur! Hér er fullt af bágstöddum Íslendingum! Af hverju er þeim ekki hjálpað!“ Síðan er bætt við þessari kostulegu fullyrðingu: „ Ég hef ekkert á móti þessu fólki en það er ekki eins og við.“ Vandlætingarræða viðkomandi heldur síðan áfram og þar kemur meðal annars fram að afar ískyggilegt sé að innflytjendur sem aðhyllast íslam séu að fjölga sér og ala upp börn því hætta sé á að múslimar muni fylla landið með hrikalegum afleiðingum. Blessunarlega hefur stjórnmálaflokkur þar sem þessi viðhorf eru ríkjandi ekki komist til valda og vegsemdar í íslensku samfélagi. Þar með er ekki sagt að þessi hópur hatursfólks hafi ekki áhrif. Það var ekki síst fyrir tilstilli þessa kjósendahóps sem Framsóknarflokkurinn fékk tvo borgarfulltrúa í síðustu borgarstjórnarkosningum eftir að oddviti flokksins, Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, hafði látið sérkennileg orð falla um múslima. Forysta flokksins brást í því máli en nú er ásýnd Framsóknarflokksins orðin með geðþekkari hætti en áður var og er það vel. Fjöldi flokka boðar þátttöku í næstu borgarstjórnarkosningum. Þar á meðal er Frelsisflokkurinn en meðal yfirlýstra markmiða flokksins er að berjast gegn því sem stofnendur segja vera múslimavæðingu Evrópu. Með framboði sínu vill flokkurinn forða því að slík múslimavæðing verði í Reykjavík og hafnar moskubyggingu hér á landi. Það stafar víst sérstök hryðjuverkaógn af því að múslimar fái að iðka trú sína. Flokkurinn leggur síðan mikla áherslu á að kristin gildi séu höfð í hávegum. Það er nokkuð áhyggjuefni fyrir þjóðkirkjuna að þeir sem tala hæst um hætturnar sem stafa af flóttamönnum, og þá sérstaklega múslimum, flokka sig um leið meðal helstu talsmanna kristni í landinu. Ansi er það nú einkennilegt og öfugsnúið. Staðreyndin er vitanlega sú að þessi hópur hatursfólks veit ekkert um náungakærleik og er gjörsamlega ófær um að setja sig í spor annarra. Ef þessi hópur hefði einhvern áhuga á kristnum gildum myndi hann hafa ofarlega í huga orðin úr Matteusarguðspjalli: „Því hungraður var ég og þér gáfuð mér að eta, þyrstur var ég og þér gáfuð mér að drekka, gestur var ég og þér hýstuð mig.“
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun