Lögfræðiálit unnið um stöðu þeirra sem þreyttu samræmdu prófin Jóhann Óli Eiðsson skrifar 12. mars 2018 07:00 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Vísir/ernir Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, fundaði með fulltrúum Menntamálastofnunar (MMS) um helgina vegna þeirrar stöðu sem upp er komin varðandi samræmd próf níundu bekkinga. Í vikunni þreyttu nemar í 9. bekk samræmd próf en tölvukerfi MMS réði ekki við álagið sem hlaust af próftöku í ensku og íslensku. Aðeins stærðfræðiprófið gekk snurðulaust fyrir sig. Fulltrúar hagsmunaaðila munu funda í menntamálaráðuneytinu vegna málsins á miðvikudag. „Við erum að kanna hver lagaleg staða þessara prófa er en í vinnslu eru lögfræðiálit hvað það varðar. Meginmarkmiðið er að við getum eftir samráðsfundinn skýrt stöðu og gildi þessara prófa með hagsmuni nemenda að leiðarljósi,“ segir Lilja. Þorsteinn Sæberg, formaður Félags skólastjórnenda, segir við Fréttablaðið að hann telji ekki ástæðu til að börnin taki prófin á nýjan leik. „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem það verður einhver uppákoma í kringum samræmda próftöku. Þetta er í raun óásættanlegt klúður. Ég efa ekki að ráðherra skoði þetta mál sérstaklega. Hún lýsti því yfir að hún hefði verulegar áhyggjur af þessari framkvæmd og ég deili þeim áhyggjum með henni,“ segir Þorsteinn. Lilja segir að ráðuneytið muni ekki hafa álit á neinum tillögum fyrr en stöðumat liggi fyrir. Réttindi og staða nemenda, með hagsmuni þeirra að meginmarkmiði, sé forgangsatriði. „Við erum að fara yfir hvað fór úrskeiðis og hver ber ábyrgðina á því. Brýnast er núna að endurvinna traust á MMS og ráðuneytið er að vinna að aðgerðum sem miða að því marki,“ segir Lilja. Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Fá að fresta samræmdu prófi eftir vandræði með netþjón í Evrópu Vandræði með netþjón sem staðsettur er í Evrópu urðu til þess að erfiðlega gekk fyrir 9. bekkinga í grunnskólum víða um land að taka samræmt könnunarpróf í íslensku 7. mars 2018 11:33 Þjónustuaðili biður Menntamálastofnun afsökunar vegna samræmdu prófanna Assessment Systems, þjónustuaðili sem hafði umsjón með vefþjóni við próftökuna, hefur beðið Menntamálastodnun afsökunar vegna örðugleika við fyrirlögn samræmdu prófanna Próftöku í samræmdu prófi í ensku hefur verið frestað. 9. mars 2018 11:41 Harmar mistök við framkvæmd samræmdra prófa í íslensku Mennta- og menningarmálaráðuneyti harmar að framkvæmd samræmdra prófa í íslensku í 9. bekk hafi mistekist með tilheyrandi óþægindum fyrir nemendur og kennara. 8. mars 2018 10:33 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, fundaði með fulltrúum Menntamálastofnunar (MMS) um helgina vegna þeirrar stöðu sem upp er komin varðandi samræmd próf níundu bekkinga. Í vikunni þreyttu nemar í 9. bekk samræmd próf en tölvukerfi MMS réði ekki við álagið sem hlaust af próftöku í ensku og íslensku. Aðeins stærðfræðiprófið gekk snurðulaust fyrir sig. Fulltrúar hagsmunaaðila munu funda í menntamálaráðuneytinu vegna málsins á miðvikudag. „Við erum að kanna hver lagaleg staða þessara prófa er en í vinnslu eru lögfræðiálit hvað það varðar. Meginmarkmiðið er að við getum eftir samráðsfundinn skýrt stöðu og gildi þessara prófa með hagsmuni nemenda að leiðarljósi,“ segir Lilja. Þorsteinn Sæberg, formaður Félags skólastjórnenda, segir við Fréttablaðið að hann telji ekki ástæðu til að börnin taki prófin á nýjan leik. „Þetta er ekki í fyrsta skipti sem það verður einhver uppákoma í kringum samræmda próftöku. Þetta er í raun óásættanlegt klúður. Ég efa ekki að ráðherra skoði þetta mál sérstaklega. Hún lýsti því yfir að hún hefði verulegar áhyggjur af þessari framkvæmd og ég deili þeim áhyggjum með henni,“ segir Þorsteinn. Lilja segir að ráðuneytið muni ekki hafa álit á neinum tillögum fyrr en stöðumat liggi fyrir. Réttindi og staða nemenda, með hagsmuni þeirra að meginmarkmiði, sé forgangsatriði. „Við erum að fara yfir hvað fór úrskeiðis og hver ber ábyrgðina á því. Brýnast er núna að endurvinna traust á MMS og ráðuneytið er að vinna að aðgerðum sem miða að því marki,“ segir Lilja.
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Fá að fresta samræmdu prófi eftir vandræði með netþjón í Evrópu Vandræði með netþjón sem staðsettur er í Evrópu urðu til þess að erfiðlega gekk fyrir 9. bekkinga í grunnskólum víða um land að taka samræmt könnunarpróf í íslensku 7. mars 2018 11:33 Þjónustuaðili biður Menntamálastofnun afsökunar vegna samræmdu prófanna Assessment Systems, þjónustuaðili sem hafði umsjón með vefþjóni við próftökuna, hefur beðið Menntamálastodnun afsökunar vegna örðugleika við fyrirlögn samræmdu prófanna Próftöku í samræmdu prófi í ensku hefur verið frestað. 9. mars 2018 11:41 Harmar mistök við framkvæmd samræmdra prófa í íslensku Mennta- og menningarmálaráðuneyti harmar að framkvæmd samræmdra prófa í íslensku í 9. bekk hafi mistekist með tilheyrandi óþægindum fyrir nemendur og kennara. 8. mars 2018 10:33 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Fá að fresta samræmdu prófi eftir vandræði með netþjón í Evrópu Vandræði með netþjón sem staðsettur er í Evrópu urðu til þess að erfiðlega gekk fyrir 9. bekkinga í grunnskólum víða um land að taka samræmt könnunarpróf í íslensku 7. mars 2018 11:33
Þjónustuaðili biður Menntamálastofnun afsökunar vegna samræmdu prófanna Assessment Systems, þjónustuaðili sem hafði umsjón með vefþjóni við próftökuna, hefur beðið Menntamálastodnun afsökunar vegna örðugleika við fyrirlögn samræmdu prófanna Próftöku í samræmdu prófi í ensku hefur verið frestað. 9. mars 2018 11:41
Harmar mistök við framkvæmd samræmdra prófa í íslensku Mennta- og menningarmálaráðuneyti harmar að framkvæmd samræmdra prófa í íslensku í 9. bekk hafi mistekist með tilheyrandi óþægindum fyrir nemendur og kennara. 8. mars 2018 10:33