Valgerður: „Sannaði fyrir sjálfri mér að ég á heima þarna“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. mars 2018 20:15 Valgerður Guðsteinsdóttir, hnefaleikakona, tapaði á dómaraúrskurði í sínum fyrsta titilbardaga í Noregi um helgina en hún vonast eftir að fá annað tækifæri snemma á næsta ári. Valgerður fékk óvænt tækifæri á titilbardaga með átta daga fyrirvara gegn einni þeirri bestu í Evrópu, Katharinu Thanderz, frá Noregi. Bardaginn fór fram á heimavelli meistarans og stóð Valgerður allar átta loturnar með Thanderz en tapaði á dómaraúrskurði. Frábær frammistaða gegn frábærum andstæðing. „Þetta var alveg rugluð vika. Hún leið hratt, alveg ótrúlegt. Það var gaman að geta keppt þarna til að vita hvað býr í manni. Nú er pínu spennufall og rólegheit, en mér líður mjög vel,“ segir Valgerður. Valgerður stóð sig með mikilli prýði, en að fá svona bardaga á þessu stigi ferilsins segir henni nákvæmlega hvar hún stendur í baráttunni við þær bestu. „Maður hefur velt því fyrir sér hvort maður eigi heima á meðal þessara stelpna. Ég sannaði það fyrir sjálfri mér og lærði rosalega mikið inn á sjálfa mig. Nú veit ég það, að ég get farið átta lotur án þess að fá of mikinn undirbúning.Ég þarf að bæta ýmislegt og það er það góða við þetta. Ég þarf að bæta tækni, tímasetningar og fjarlægðina,“ Frammistaða íslensku hnefaleikadrottningarinnar vakti eðlilega mikla athygli í Noregi þar sem flestir bjuggust við því að Thanderz myndi vinna auðveldlega. „Ég sá það að ég sjokkeraði þau svolítið. Hún var búin að vera í stífum æfingabúðum því hún átti að verja Evrópumeistaratitilinn, en það breyttist með viku fyrirvara. Þau sögðu ekki mikið þegar að ég kom og þakkaði þeim fyrir. Þau voru hissa, en almennileg,“ segir hún og hlær. Valgerður þarf nú að taka því rólega í nokkra daga en hefur svo æfingar á nýju í næstu viku. Hún býst við að berjast nokkrum sinnum til viðbótar á árinu, en á hún von á öðrum titilbardaga? „Vonandi bara snemma á næsta ári,“ segir Valgerður Guðsteinsdóttir. Alla fréttina úr Sportpakkanum á Stöð 2 má sjá hér að ofan. Box Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Blóðugt tap gegn Börsungum Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna „Finnst ekki ólíklegt að hann geri það“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Dagskráin í dag: Enski, þýski og NFL eiga sviðið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Sjá meira
Valgerður Guðsteinsdóttir, hnefaleikakona, tapaði á dómaraúrskurði í sínum fyrsta titilbardaga í Noregi um helgina en hún vonast eftir að fá annað tækifæri snemma á næsta ári. Valgerður fékk óvænt tækifæri á titilbardaga með átta daga fyrirvara gegn einni þeirri bestu í Evrópu, Katharinu Thanderz, frá Noregi. Bardaginn fór fram á heimavelli meistarans og stóð Valgerður allar átta loturnar með Thanderz en tapaði á dómaraúrskurði. Frábær frammistaða gegn frábærum andstæðing. „Þetta var alveg rugluð vika. Hún leið hratt, alveg ótrúlegt. Það var gaman að geta keppt þarna til að vita hvað býr í manni. Nú er pínu spennufall og rólegheit, en mér líður mjög vel,“ segir Valgerður. Valgerður stóð sig með mikilli prýði, en að fá svona bardaga á þessu stigi ferilsins segir henni nákvæmlega hvar hún stendur í baráttunni við þær bestu. „Maður hefur velt því fyrir sér hvort maður eigi heima á meðal þessara stelpna. Ég sannaði það fyrir sjálfri mér og lærði rosalega mikið inn á sjálfa mig. Nú veit ég það, að ég get farið átta lotur án þess að fá of mikinn undirbúning.Ég þarf að bæta ýmislegt og það er það góða við þetta. Ég þarf að bæta tækni, tímasetningar og fjarlægðina,“ Frammistaða íslensku hnefaleikadrottningarinnar vakti eðlilega mikla athygli í Noregi þar sem flestir bjuggust við því að Thanderz myndi vinna auðveldlega. „Ég sá það að ég sjokkeraði þau svolítið. Hún var búin að vera í stífum æfingabúðum því hún átti að verja Evrópumeistaratitilinn, en það breyttist með viku fyrirvara. Þau sögðu ekki mikið þegar að ég kom og þakkaði þeim fyrir. Þau voru hissa, en almennileg,“ segir hún og hlær. Valgerður þarf nú að taka því rólega í nokkra daga en hefur svo æfingar á nýju í næstu viku. Hún býst við að berjast nokkrum sinnum til viðbótar á árinu, en á hún von á öðrum titilbardaga? „Vonandi bara snemma á næsta ári,“ segir Valgerður Guðsteinsdóttir. Alla fréttina úr Sportpakkanum á Stöð 2 má sjá hér að ofan.
Box Mest lesið Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Handbolti Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna Handbolti Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Handbolti Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Körfubolti Fleiri fréttir Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Blóðugt tap gegn Börsungum Pólland - Ísland | Pólverjar í sárum bíða okkar manna „Finnst ekki ólíklegt að hann geri það“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Dagskráin í dag: Enski, þýski og NFL eiga sviðið Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Elvar öflugur í mikilvægum sigri Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Sjá meira