Þriðjungur sendiherra í íslensku utanríkisþjónustunni eru konur Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 13. mars 2018 06:00 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Vísir/ernir „Af 37 starfandi sendiherrum eru aðeins þrír fyrrverandi stjórnmálamenn,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Að sögn Guðlaugs er fjarri lagi að um sé að ræða ráðstöfunarskúffu ráðherra eða að vilji ráðuneytisins standi til þess, eins og haft var eftir Guðmundi Steingrímssyni, fyrrverandi alþingismanni, í Fréttablaðinu 8. mars. Í frétt þá var vikið að þeim tilmælum Ríkisendurskoðunar til ráðuneytisins að íhuga að beita sér fyrir lagabreytingu til að auglýsa megi sendiherrastöður og neikvæðum viðhorfum ráðuneytisins til þeirra tilmæla. „Það er hvergi gert okkur vitandi, nema þá í auglýsingaferli innan utanríkisþjónustu ríkjanna,“ segir Guðlaugur. Ráðherrann segir ráðuneytið hafa aukið gagnsæi, meðal annars með skýrara framgangsferli starfsmanna í utanríkisþjónustunni og með því að sendiherrar sem halda utan komi fyrir utanríkismálanefnd. „Þá var staða rekstrarstjóra ráðuneytisins auglýst í fyrsta sinn og hefur nú verið ráðið í þá stöðu,“ segir Guðlaugur. Ráðherrann segir engan sendiherra hafa verið skipaðan í sinni ráðherratíð. Sendiherrum hafi fækkað um þrjá. „Svo er ánægjulegt að hlutfall kvensendiherra hefur aldrei verið hærra, eða 32 prósent.“ Af 37 sendiherrum voru 22 skipaðir á undanförum áratug og helmingur þeirra á árunum 2014 til 2016. Í ráðuneytinu starfa 15 sendiherrar en 18 þeirra á sendiskrifstofum víða um heim. Fimm sendiherranna eru í leyfi vegna starfa hjá alþjóðastofnunum og öðrum ráðuneytum. Í umsögn utanríkisráðuneytisins við frumvarp um auglýsingaskyldu vegna lausra embætta sendiherra frá 2015 kemur fram að stærsti hluti sendiherraefnanna sé úr röðum reynslumeiri starfsmanna utanríkisþjónustunnar. Þá hafi utanríkisþjónustan góða reynslu af því að leita út fyrir raðir utanríkisþjónustunnar eftir sendiherraefnum sem búa yfir sambærilegri þekkingu og reynslu. Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Tengdar fréttir Neita að auglýsa lausar sendiherrastöður Utanríkisráðuneytið er ósammála Ríkisendurskoðun um auglýsingar um lausar stöður sendiherra og hefur ekki hug á breyttu verklagi. Því er haldið fram að Alþingi vilji ekki afnema undanþáguna. Fyrrverand ialþingismaður segir Alþingi aldrei hafa tekið afstöðu til þess. 8. mars 2018 08:00 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
„Af 37 starfandi sendiherrum eru aðeins þrír fyrrverandi stjórnmálamenn,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Að sögn Guðlaugs er fjarri lagi að um sé að ræða ráðstöfunarskúffu ráðherra eða að vilji ráðuneytisins standi til þess, eins og haft var eftir Guðmundi Steingrímssyni, fyrrverandi alþingismanni, í Fréttablaðinu 8. mars. Í frétt þá var vikið að þeim tilmælum Ríkisendurskoðunar til ráðuneytisins að íhuga að beita sér fyrir lagabreytingu til að auglýsa megi sendiherrastöður og neikvæðum viðhorfum ráðuneytisins til þeirra tilmæla. „Það er hvergi gert okkur vitandi, nema þá í auglýsingaferli innan utanríkisþjónustu ríkjanna,“ segir Guðlaugur. Ráðherrann segir ráðuneytið hafa aukið gagnsæi, meðal annars með skýrara framgangsferli starfsmanna í utanríkisþjónustunni og með því að sendiherrar sem halda utan komi fyrir utanríkismálanefnd. „Þá var staða rekstrarstjóra ráðuneytisins auglýst í fyrsta sinn og hefur nú verið ráðið í þá stöðu,“ segir Guðlaugur. Ráðherrann segir engan sendiherra hafa verið skipaðan í sinni ráðherratíð. Sendiherrum hafi fækkað um þrjá. „Svo er ánægjulegt að hlutfall kvensendiherra hefur aldrei verið hærra, eða 32 prósent.“ Af 37 sendiherrum voru 22 skipaðir á undanförum áratug og helmingur þeirra á árunum 2014 til 2016. Í ráðuneytinu starfa 15 sendiherrar en 18 þeirra á sendiskrifstofum víða um heim. Fimm sendiherranna eru í leyfi vegna starfa hjá alþjóðastofnunum og öðrum ráðuneytum. Í umsögn utanríkisráðuneytisins við frumvarp um auglýsingaskyldu vegna lausra embætta sendiherra frá 2015 kemur fram að stærsti hluti sendiherraefnanna sé úr röðum reynslumeiri starfsmanna utanríkisþjónustunnar. Þá hafi utanríkisþjónustan góða reynslu af því að leita út fyrir raðir utanríkisþjónustunnar eftir sendiherraefnum sem búa yfir sambærilegri þekkingu og reynslu.
Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Tengdar fréttir Neita að auglýsa lausar sendiherrastöður Utanríkisráðuneytið er ósammála Ríkisendurskoðun um auglýsingar um lausar stöður sendiherra og hefur ekki hug á breyttu verklagi. Því er haldið fram að Alþingi vilji ekki afnema undanþáguna. Fyrrverand ialþingismaður segir Alþingi aldrei hafa tekið afstöðu til þess. 8. mars 2018 08:00 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Neita að auglýsa lausar sendiherrastöður Utanríkisráðuneytið er ósammála Ríkisendurskoðun um auglýsingar um lausar stöður sendiherra og hefur ekki hug á breyttu verklagi. Því er haldið fram að Alþingi vilji ekki afnema undanþáguna. Fyrrverand ialþingismaður segir Alþingi aldrei hafa tekið afstöðu til þess. 8. mars 2018 08:00