Stefnt að opnun tveggja Domino's-staða Kristinn Ingi Jónsson skrifar 14. mars 2018 08:00 Fjölga má Domino's stöðum á Íslandi um 30 prósent. Vísir/eyþór Stefnt er að því að opna tvo Domino’s-pitsustaði hér á landi í ár, að sögn Davids Wild, forstjóra Domino’s í Bretlandi (Domino’s Pizza Group, DPG), sem á 95 prósenta hlut í Domino’s á Íslandi. Stjórnendur keðjunnar telja að fjölga megi pitsustöðum hér um 30 prósent eða sjö staði. Wild sagði á fundi með fjárfestum í síðustu viku, þegar kynntar voru bráðabirgðatölur vegna reksturs pitsukeðjunnar í fyrra, að mikil tækifæri væru fyrir hendi til þess að gera reksturinn hér á landi skilvirkari og afkastameiri og nýta þannig „einstaka“ markaðsstöðu íslensku keðjunnar. Salan jókst um 10,8 prósent á síðasta ári, borið saman við 16 prósent árið 2016, en fram kemur í fjárfestakynningunni að vikuleg meðaltalssala íslensku Domino’s-staðanna sé sú mesta á heimsvísu sé miðað við höfðatölu. „Þrátt fyrir afar háa meðaltalssölu erum við enn að auka vöxtinn meira og meira,“ sagði Wild. „Þetta er frábær rekstur og við erum mjög ánægð með að hafa ekki aðeins tekist að eignast ráðandi hlut heldur 95 prósent rekstrarins.“ DPG, sem er skráð í kauphöllinni í Lundúnum, keypti í desember á síðasta ári 44,3 prósenta hlut í íslenska einkahlutafélaginu Pizza Pizza, eiganda og sérleyfishafa Domino’s á Íslandi, Noregi og Svíþjóð. Eftir kaupin á breska keðjan 95,3 prósenta hlut í Pizza Pizza. Um leið hurfu fjárfestingarfélagið Eyja, í eigu hjónanna Birgis Þórs Bieltvedt og Eyglóar Bjarkar Kristjánsdóttur, félagið Edda, í eigu lífeyrissjóða, og Högni Sigurðsson út úr hluthafahópnum. Auk Pizza Pizza á breska félagið einnig rekstur Domino’s í Bretlandi, 17 pitsustaði í Sviss og þriðjungshlut í þýskum sérleyfishafa Domino’s. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Ofát í fjarvinnu Atvinnulíf Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Sjá meira
Stefnt er að því að opna tvo Domino’s-pitsustaði hér á landi í ár, að sögn Davids Wild, forstjóra Domino’s í Bretlandi (Domino’s Pizza Group, DPG), sem á 95 prósenta hlut í Domino’s á Íslandi. Stjórnendur keðjunnar telja að fjölga megi pitsustöðum hér um 30 prósent eða sjö staði. Wild sagði á fundi með fjárfestum í síðustu viku, þegar kynntar voru bráðabirgðatölur vegna reksturs pitsukeðjunnar í fyrra, að mikil tækifæri væru fyrir hendi til þess að gera reksturinn hér á landi skilvirkari og afkastameiri og nýta þannig „einstaka“ markaðsstöðu íslensku keðjunnar. Salan jókst um 10,8 prósent á síðasta ári, borið saman við 16 prósent árið 2016, en fram kemur í fjárfestakynningunni að vikuleg meðaltalssala íslensku Domino’s-staðanna sé sú mesta á heimsvísu sé miðað við höfðatölu. „Þrátt fyrir afar háa meðaltalssölu erum við enn að auka vöxtinn meira og meira,“ sagði Wild. „Þetta er frábær rekstur og við erum mjög ánægð með að hafa ekki aðeins tekist að eignast ráðandi hlut heldur 95 prósent rekstrarins.“ DPG, sem er skráð í kauphöllinni í Lundúnum, keypti í desember á síðasta ári 44,3 prósenta hlut í íslenska einkahlutafélaginu Pizza Pizza, eiganda og sérleyfishafa Domino’s á Íslandi, Noregi og Svíþjóð. Eftir kaupin á breska keðjan 95,3 prósenta hlut í Pizza Pizza. Um leið hurfu fjárfestingarfélagið Eyja, í eigu hjónanna Birgis Þórs Bieltvedt og Eyglóar Bjarkar Kristjánsdóttur, félagið Edda, í eigu lífeyrissjóða, og Högni Sigurðsson út úr hluthafahópnum. Auk Pizza Pizza á breska félagið einnig rekstur Domino’s í Bretlandi, 17 pitsustaði í Sviss og þriðjungshlut í þýskum sérleyfishafa Domino’s.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Ofát í fjarvinnu Atvinnulíf Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Sjá meira