Tilnefnir Ara og Elínu í stjórn Borgunar Hörður Ægisson skrifar 14. mars 2018 07:00 Deilur innan hluthafahóps Borgunar hafa sett nokkurt mark á starfsemi greiðslukortafyrirtækisins undanfarin misseri og ár. Vísir/ERNIR Íslandsbanki tilnefnir Elínu Jónsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra VÍB, eignastýringarþjónustu bankans, og Ara Daníelsson, fyrrverandi framkvæmdastjóra Glitnis í Lúxemborg, sem nýja stjórnarmenn í greiðslukortafyrirtækinu Borgun, samkvæmt heimildum Markaðarins. Munu þau koma inn í stað Erlends Magnússonar, sem hefur verið stjórnarformaður Borgunar frá 2015, og Sigrúnar Helgu Jóhannsdóttur lögmanns, á aðalfundi félagsins á morgun, fimmtudag, en bankinn ákvað að skipta út tveimur af þremur óháðum stjórnarmönnum sínum í stjórn Borgunar. Íslandsbanki er stærsti hluthafi félagsins með 63,5 prósenta hlut. Elín, sem var forstjóri Bankasýslu ríkisins á árunum 2009 til 2011, hafði verið framkvæmdastjóri VÍB í þrjú ár þegar henni var sagt upp störfum í maí 2017 í tengslum við breytingar á skipulagi Íslandsbanka. Hún hefur á undanförnum árum meðal annars setið í stjórnum TM, Icelandair, Regins og Eyris Invest. Ari er framkvæmdastjóri og einn eigenda lúxemborgíska eignaumsýslu- og ráðgjafarfyrirtækisins Reviva Capital, sem var stofnað af Ara og þremur öðrum lykilstarfsmönnum Glitnis í Lúxemborg árið 2010, en félagið hafði umsjón með umsýslu og innheimtu eignasafns Glitnis og Landsbankans í Lúxemborg. Ari er ekki ókunnugur starfsemi Borgunar en hann var í stjórn félagsins á árunum 2006 og 2007. Deilur innan hluthafahóps Borgunar hafa sett nokkuð mark sitt á starfsemi greiðslukortafyrirtækisins undanfarin misseri og ár. Þannig var greint frá því í Markaðnum í síðustu viku að stjórn Borgunar teldi það ámælisvert ef Íslandsbanki kom því á framfæri við Fjármálaeftirlitið (FME) að félagið hefði ekki staðið við skuldbindingar sínar um að eiga ekki í viðskiptum við fyrirtæki sem væru á sérstökum bannlista sem bankinn hafði útbúið. Sendi stjórn fyrirtækisins bréf til stjórnar Íslandsbanka 1. mars síðastliðinn þar sem sagði að niðurstaða sameiginlegs starfshóps, sem var skipaður í árslok til að kanna hlítni Borgunar við yfirlýsingu sem þáverandi forstjóri undirritaði gagnvart bankanum um greiðslumiðlun í október 2016, hefði leitt í ljós að engin gögn sýndu fram á slík brot. Ekki var þó samstaða um það innan starfshópsins að Borgun hefði starfað í samræmi við yfirlýsinguna. Þannig var það skoðun fulltrúa Íslandsbanka að Borgun hefði mátt vera það ljóst að félagið hefði miðlað alþjóðlegum greiðslum til aðila sem störfuðu í atvinnugreinum sem væru sérstaklega útsettar fyrir peningaþvætti eftir að yfirlýsingin var undirrituð og þangað til bannlistinn tók gildi innan Borgunar 13. mars 2017. Nær listinn til meira en hundrað aðila sem Íslandsbanki bannaði Borgun að eiga í viðskiptum við. Þá var í frétt ViðskiptaMoggans um miðjan síðasta mánuð sagt frá óánægju vegna þess sem heimildarmenn blaðsins kölluðu „óeðlileg“ afskipti Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka, af ráðningarferli nýs forstjóra, Sæmundar Sæmundssonar, í lok síðasta árs. Var þar fullyrt að Birna hefði sett þrýsting á stjórnarmenn um að ráða Katrínu Olgu Jóhannesdóttur, formann Viðskiptaráðs, í starfið. Birna hafnaði því að bankinn hefði ákveðið að skipta út tveimur af þremur stjórnarmönnum sínum vegna ákvörðunar stjórnarinnar um að ráða Sæmund. Þá hafi hún einungis hvatt stjórn Borgunar til að taka viðtöl við kandídata af báðum kynjum. Afkoma Borgunar versnaði til muna í fyrra og nam hagnaður félagsins um 350 milljónum króna borið saman við 1.600 milljóna hagnað af reglulegri starfsemi árið áður. Það skýrist einkum af því að erlendar tekjur Borgunar lækkuðu nokkuð milli ára sem hafði neikvæð áhrif á þóknanatekjur kortafyrirtækisins. Eigið fé Borgunar var um 6,8 milljarðar í árslok 2017. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Borgun segist ekki hafa brotið gegn bannlista Borgun segir í bréfi til stjórnar Íslandsbanka ámælisvert hafi bankinn komið gögnum til FME sem eigi að sýna að félagið hafi ekki staðið við skuldbindingar sínar. Ágreiningur um hvort Borgun hafi starfað eftir yfirlýsingu frá 2016. 7. mars 2018 06:00 Lagt til að nánast allur hagnaður Íslandsbanka verði greiddur í arð til ríkisins Ársuppgjör Íslandsbanka fyrir árið 2017 liggur nú fyrir og kemur fram í tilkynningu frá bankanum að hagnaður eftir skatta á liðnu ári hafi verið 13,2 milljarðar króna samanborið við 20,2 milljarða árið áður. 14. febrúar 2018 10:13 Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Sjá meira
Íslandsbanki tilnefnir Elínu Jónsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra VÍB, eignastýringarþjónustu bankans, og Ara Daníelsson, fyrrverandi framkvæmdastjóra Glitnis í Lúxemborg, sem nýja stjórnarmenn í greiðslukortafyrirtækinu Borgun, samkvæmt heimildum Markaðarins. Munu þau koma inn í stað Erlends Magnússonar, sem hefur verið stjórnarformaður Borgunar frá 2015, og Sigrúnar Helgu Jóhannsdóttur lögmanns, á aðalfundi félagsins á morgun, fimmtudag, en bankinn ákvað að skipta út tveimur af þremur óháðum stjórnarmönnum sínum í stjórn Borgunar. Íslandsbanki er stærsti hluthafi félagsins með 63,5 prósenta hlut. Elín, sem var forstjóri Bankasýslu ríkisins á árunum 2009 til 2011, hafði verið framkvæmdastjóri VÍB í þrjú ár þegar henni var sagt upp störfum í maí 2017 í tengslum við breytingar á skipulagi Íslandsbanka. Hún hefur á undanförnum árum meðal annars setið í stjórnum TM, Icelandair, Regins og Eyris Invest. Ari er framkvæmdastjóri og einn eigenda lúxemborgíska eignaumsýslu- og ráðgjafarfyrirtækisins Reviva Capital, sem var stofnað af Ara og þremur öðrum lykilstarfsmönnum Glitnis í Lúxemborg árið 2010, en félagið hafði umsjón með umsýslu og innheimtu eignasafns Glitnis og Landsbankans í Lúxemborg. Ari er ekki ókunnugur starfsemi Borgunar en hann var í stjórn félagsins á árunum 2006 og 2007. Deilur innan hluthafahóps Borgunar hafa sett nokkuð mark sitt á starfsemi greiðslukortafyrirtækisins undanfarin misseri og ár. Þannig var greint frá því í Markaðnum í síðustu viku að stjórn Borgunar teldi það ámælisvert ef Íslandsbanki kom því á framfæri við Fjármálaeftirlitið (FME) að félagið hefði ekki staðið við skuldbindingar sínar um að eiga ekki í viðskiptum við fyrirtæki sem væru á sérstökum bannlista sem bankinn hafði útbúið. Sendi stjórn fyrirtækisins bréf til stjórnar Íslandsbanka 1. mars síðastliðinn þar sem sagði að niðurstaða sameiginlegs starfshóps, sem var skipaður í árslok til að kanna hlítni Borgunar við yfirlýsingu sem þáverandi forstjóri undirritaði gagnvart bankanum um greiðslumiðlun í október 2016, hefði leitt í ljós að engin gögn sýndu fram á slík brot. Ekki var þó samstaða um það innan starfshópsins að Borgun hefði starfað í samræmi við yfirlýsinguna. Þannig var það skoðun fulltrúa Íslandsbanka að Borgun hefði mátt vera það ljóst að félagið hefði miðlað alþjóðlegum greiðslum til aðila sem störfuðu í atvinnugreinum sem væru sérstaklega útsettar fyrir peningaþvætti eftir að yfirlýsingin var undirrituð og þangað til bannlistinn tók gildi innan Borgunar 13. mars 2017. Nær listinn til meira en hundrað aðila sem Íslandsbanki bannaði Borgun að eiga í viðskiptum við. Þá var í frétt ViðskiptaMoggans um miðjan síðasta mánuð sagt frá óánægju vegna þess sem heimildarmenn blaðsins kölluðu „óeðlileg“ afskipti Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka, af ráðningarferli nýs forstjóra, Sæmundar Sæmundssonar, í lok síðasta árs. Var þar fullyrt að Birna hefði sett þrýsting á stjórnarmenn um að ráða Katrínu Olgu Jóhannesdóttur, formann Viðskiptaráðs, í starfið. Birna hafnaði því að bankinn hefði ákveðið að skipta út tveimur af þremur stjórnarmönnum sínum vegna ákvörðunar stjórnarinnar um að ráða Sæmund. Þá hafi hún einungis hvatt stjórn Borgunar til að taka viðtöl við kandídata af báðum kynjum. Afkoma Borgunar versnaði til muna í fyrra og nam hagnaður félagsins um 350 milljónum króna borið saman við 1.600 milljóna hagnað af reglulegri starfsemi árið áður. Það skýrist einkum af því að erlendar tekjur Borgunar lækkuðu nokkuð milli ára sem hafði neikvæð áhrif á þóknanatekjur kortafyrirtækisins. Eigið fé Borgunar var um 6,8 milljarðar í árslok 2017.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Borgun segist ekki hafa brotið gegn bannlista Borgun segir í bréfi til stjórnar Íslandsbanka ámælisvert hafi bankinn komið gögnum til FME sem eigi að sýna að félagið hafi ekki staðið við skuldbindingar sínar. Ágreiningur um hvort Borgun hafi starfað eftir yfirlýsingu frá 2016. 7. mars 2018 06:00 Lagt til að nánast allur hagnaður Íslandsbanka verði greiddur í arð til ríkisins Ársuppgjör Íslandsbanka fyrir árið 2017 liggur nú fyrir og kemur fram í tilkynningu frá bankanum að hagnaður eftir skatta á liðnu ári hafi verið 13,2 milljarðar króna samanborið við 20,2 milljarða árið áður. 14. febrúar 2018 10:13 Mest lesið Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Viðskipti innlent Þegar þreyttir starfsmenn mæta til vinnu eftir frí Atvinnulíf Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Viðskipti erlent Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Sjá meira
Borgun segist ekki hafa brotið gegn bannlista Borgun segir í bréfi til stjórnar Íslandsbanka ámælisvert hafi bankinn komið gögnum til FME sem eigi að sýna að félagið hafi ekki staðið við skuldbindingar sínar. Ágreiningur um hvort Borgun hafi starfað eftir yfirlýsingu frá 2016. 7. mars 2018 06:00
Lagt til að nánast allur hagnaður Íslandsbanka verði greiddur í arð til ríkisins Ársuppgjör Íslandsbanka fyrir árið 2017 liggur nú fyrir og kemur fram í tilkynningu frá bankanum að hagnaður eftir skatta á liðnu ári hafi verið 13,2 milljarðar króna samanborið við 20,2 milljarða árið áður. 14. febrúar 2018 10:13