Sér á báti í skattlagningu á styrktarsjóði Grétar Þór Sigurðsson skrifar 14. mars 2018 07:00 Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands Fréttablaðið/Pjetur Styrktarsjóðir sem styrkja rannsóknir og vísindastarf á Íslandi eru ekki samkeppnishæfir við slíka sjóði í Bretlandi, Bandaríkjunum og á Norðurlöndunum. Þetta er niðurstaða úttektar Deloitte fyrir Háskóla Íslands. Ástæðan er að sjóðirnir eru ekki undanþegnir greiðslum á fjármagnstekjuskatti eins og gerist erlendis. Bjarni Þór Bjarnason, sviðsstjóri skatta- og lögfræðisviðs Deloitte, bendir á að fjármagnstekjuskattur hér hafi hækkað úr 10 prósentum í 22 prósent á nokkrum árum. Bjarni segir að einn stærsti styrktarsjóðurinn, Háskólasjóður h/f Eimskipafélags Íslands, greiði að jafnaði álíka mikið í fjármagnstekjuskatt og hann veitir í styrki. Væri skattaumhverfið hér sambærilegt við umhverfið úti gæti sjóðurinn úthlutað hér um bil tvöfalt meiri styrkjum. Deloitte leggur að auki til ýmsar breytingar á skattlagningu framlaga sem tengjast rannsóknum, til dæmis að veita ríkari heimildir til skattafrádráttar frá tekjum vegna gjafa eða framlaga til slíkra sjóða. Bjarni Þór bendir þó á að það liggi beinast við að afnema fjármagnstekjuskattinn líkt og í áðurnefndum löndum. „Ef við ætlum okkur að eiga háskóla í fremstu röð þá verðum við að skapa þeim umhverfi sem stenst samanburð við löndin í kringum okkur,“ bætir Bjarni við. „Þetta fyrirkomulag lamar sjóðina. Við höfum kallað eftir því að stjórnvöld endurskoði þetta fyrirkomulag,“ segir Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands. Skólinn sendi fjármála-, forsætis- og menntamálaráðherra skýrsluna í lok febrúarmánaðar. „Stærstu sjóðirnir eru allt að þrír milljarðar svo ríkið er að taka á bilinu 60 til 100 milljónir í fjármagnstekjuskatt af sjóðunum. Það mætti nýta í allt að 20 nýja styrki árlega,“ segir Jón Atli og bætir við „að þeir sem fá styrkina þurfa svo auðvitað að greiða skatt af þeim.“ Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira
Styrktarsjóðir sem styrkja rannsóknir og vísindastarf á Íslandi eru ekki samkeppnishæfir við slíka sjóði í Bretlandi, Bandaríkjunum og á Norðurlöndunum. Þetta er niðurstaða úttektar Deloitte fyrir Háskóla Íslands. Ástæðan er að sjóðirnir eru ekki undanþegnir greiðslum á fjármagnstekjuskatti eins og gerist erlendis. Bjarni Þór Bjarnason, sviðsstjóri skatta- og lögfræðisviðs Deloitte, bendir á að fjármagnstekjuskattur hér hafi hækkað úr 10 prósentum í 22 prósent á nokkrum árum. Bjarni segir að einn stærsti styrktarsjóðurinn, Háskólasjóður h/f Eimskipafélags Íslands, greiði að jafnaði álíka mikið í fjármagnstekjuskatt og hann veitir í styrki. Væri skattaumhverfið hér sambærilegt við umhverfið úti gæti sjóðurinn úthlutað hér um bil tvöfalt meiri styrkjum. Deloitte leggur að auki til ýmsar breytingar á skattlagningu framlaga sem tengjast rannsóknum, til dæmis að veita ríkari heimildir til skattafrádráttar frá tekjum vegna gjafa eða framlaga til slíkra sjóða. Bjarni Þór bendir þó á að það liggi beinast við að afnema fjármagnstekjuskattinn líkt og í áðurnefndum löndum. „Ef við ætlum okkur að eiga háskóla í fremstu röð þá verðum við að skapa þeim umhverfi sem stenst samanburð við löndin í kringum okkur,“ bætir Bjarni við. „Þetta fyrirkomulag lamar sjóðina. Við höfum kallað eftir því að stjórnvöld endurskoði þetta fyrirkomulag,“ segir Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands. Skólinn sendi fjármála-, forsætis- og menntamálaráðherra skýrsluna í lok febrúarmánaðar. „Stærstu sjóðirnir eru allt að þrír milljarðar svo ríkið er að taka á bilinu 60 til 100 milljónir í fjármagnstekjuskatt af sjóðunum. Það mætti nýta í allt að 20 nýja styrki árlega,“ segir Jón Atli og bætir við „að þeir sem fá styrkina þurfa svo auðvitað að greiða skatt af þeim.“
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira