Bretland óskar eftir fundi í öryggisráðinu vegna árásarinnar á Skripal Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. mars 2018 11:52 Theresa May boðar refsiaðgerðir gegn Rússum vegna árásarinnar á Skripal. vísir/getty Bretland hefur óskað eftir fundi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna vegna árásarinnar á fyrrverandi njósnara Rússa, Sergei Skripal. Frá þessu er greint á vef BBC en Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, undirbýr nú röð refsiaðgerða gegn Rússum eftir að frestur þeirra til þessa að útskýra hvers vegna eitrað var fyrir Skripal á breskri grundumeð taugaeitri sem rekja má til rússneskra yfirvalda rann út á miðnætti. Að því er fram kemur á vef Guardian fundaði May í morgun með breska þjóðaröryggisráðinu og lagði þar fram tillögur sínar um refsiaðgerðirnar en eftir um klukkustund mun hún svo kynna þær í breska þinginu. Á mánudag sagði May að hún teldi það afar líklegt að Rússar bæru ábyrgð á árásinni á Skripal og dóttur hans Yuliu en eitrað var fyrir þeim í enska bænum Salisbury í síðustu viku. Annað hvort hefðu rússnesk yfirvöld eitrað sjálf fyrir feðginunum eða þá að þau hefðu komið því í kring að eitrið kæmist í hendur tilræðismannanna. Rússar hafa lýst því yfir í dag að þeir muni bregðast við því af hörku ef Bretland grípur til refsiaðgerða gegn þeim vegna Skripal. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði í morgun að ásakanir Breta í garð Rússa varðandi árásina á Skripal væru pólitískur leikur, gerður til að afvegaleiða alþjóðasamfélagið. Hann sagði að Rússa myndu ekki leyfa slíkan leik. Þá sagði Lavrov að Rússar hefðu ekki haft neina ástæðu til að eitra fyrir Skripal og benti á aðila sem hefðu áhuga á því að dreifa óhróðri um Rússland. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem breska utanríkisráðuneytið hefur tekið saman um um það sem það kallar yfirgang rússneskra yfirvalda.Fréttin hefur verið uppfærð.The use of a nerve agent in Salisbury follows a well-established pattern of Russian state aggression pic.twitter.com/eY4Vy1pw9t— Foreign Office (@foreignoffice) March 14, 2018 Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Telur afar líklegt að Rússar beri ábyrgð á því að eitrað var fyrir njósnara May tilkynnti þessa niðurstöðu á breska þinginu í dag 12. mars 2018 17:57 Rússar hyggjast ekki svara Bretum nema þeir fái sýni af eitrinu Yfirvöld í Kreml svara ekki ásökunum Breta um notkun taugaeiturs á breskri grund fyrr en þau fá sýni af efninu sem notað var. 14. mars 2018 06:00 Rússar segjast ekki bera ábyrgð á eitrun Skripal Vilja aðgang að taugaeitrinu sem notað var og segja Breta hafa meinað þeim aðgang að sönnunargögnum. 13. mars 2018 11:00 Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Veður Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Fleiri fréttir Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Sjá meira
Bretland hefur óskað eftir fundi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna vegna árásarinnar á fyrrverandi njósnara Rússa, Sergei Skripal. Frá þessu er greint á vef BBC en Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, undirbýr nú röð refsiaðgerða gegn Rússum eftir að frestur þeirra til þessa að útskýra hvers vegna eitrað var fyrir Skripal á breskri grundumeð taugaeitri sem rekja má til rússneskra yfirvalda rann út á miðnætti. Að því er fram kemur á vef Guardian fundaði May í morgun með breska þjóðaröryggisráðinu og lagði þar fram tillögur sínar um refsiaðgerðirnar en eftir um klukkustund mun hún svo kynna þær í breska þinginu. Á mánudag sagði May að hún teldi það afar líklegt að Rússar bæru ábyrgð á árásinni á Skripal og dóttur hans Yuliu en eitrað var fyrir þeim í enska bænum Salisbury í síðustu viku. Annað hvort hefðu rússnesk yfirvöld eitrað sjálf fyrir feðginunum eða þá að þau hefðu komið því í kring að eitrið kæmist í hendur tilræðismannanna. Rússar hafa lýst því yfir í dag að þeir muni bregðast við því af hörku ef Bretland grípur til refsiaðgerða gegn þeim vegna Skripal. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði í morgun að ásakanir Breta í garð Rússa varðandi árásina á Skripal væru pólitískur leikur, gerður til að afvegaleiða alþjóðasamfélagið. Hann sagði að Rússa myndu ekki leyfa slíkan leik. Þá sagði Lavrov að Rússar hefðu ekki haft neina ástæðu til að eitra fyrir Skripal og benti á aðila sem hefðu áhuga á því að dreifa óhróðri um Rússland. Hér fyrir neðan má sjá myndband sem breska utanríkisráðuneytið hefur tekið saman um um það sem það kallar yfirgang rússneskra yfirvalda.Fréttin hefur verið uppfærð.The use of a nerve agent in Salisbury follows a well-established pattern of Russian state aggression pic.twitter.com/eY4Vy1pw9t— Foreign Office (@foreignoffice) March 14, 2018
Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Telur afar líklegt að Rússar beri ábyrgð á því að eitrað var fyrir njósnara May tilkynnti þessa niðurstöðu á breska þinginu í dag 12. mars 2018 17:57 Rússar hyggjast ekki svara Bretum nema þeir fái sýni af eitrinu Yfirvöld í Kreml svara ekki ásökunum Breta um notkun taugaeiturs á breskri grund fyrr en þau fá sýni af efninu sem notað var. 14. mars 2018 06:00 Rússar segjast ekki bera ábyrgð á eitrun Skripal Vilja aðgang að taugaeitrinu sem notað var og segja Breta hafa meinað þeim aðgang að sönnunargögnum. 13. mars 2018 11:00 Mest lesið Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Veður Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Fleiri fréttir Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Sjá meira
Telur afar líklegt að Rússar beri ábyrgð á því að eitrað var fyrir njósnara May tilkynnti þessa niðurstöðu á breska þinginu í dag 12. mars 2018 17:57
Rússar hyggjast ekki svara Bretum nema þeir fái sýni af eitrinu Yfirvöld í Kreml svara ekki ásökunum Breta um notkun taugaeiturs á breskri grund fyrr en þau fá sýni af efninu sem notað var. 14. mars 2018 06:00
Rússar segjast ekki bera ábyrgð á eitrun Skripal Vilja aðgang að taugaeitrinu sem notað var og segja Breta hafa meinað þeim aðgang að sönnunargögnum. 13. mars 2018 11:00