Corbyn gagnrýndur fyrir viðbrögð sín við ásökunum gegn Rússum Kjartan Kjartansson skrifar 14. mars 2018 16:27 Corbyn fordæmdi ekki rússnesk stjórnvöld fyrir eiturefnaárásina í Salisbury og krafðist frekari rannsóknar. Vísir/AFP Þingmenn Verkamannaflokksins eru á meðal þeirra sem gagnrýna viðbrögð Jeremys Corbyn, leiðtoga flokksins, við yfirlýsingu bresku ríkisstjórnarinnar um að Rússar hafi líklega staðið að morðtilræði við rússneskan gagnnjósnara með taugaeitri. Sergei Skripal og dóttir hans liggja enn þungt haldin á sjúkrahúsi eftir að eitrað var fyrir þeim með taugaeitri sem vitað er að Rússar þróuðu í bænum Salisbury um þarsíðustu helgi. Talið er að á þriðja tug manna hafi orðið fyrir áhrifum taugaeitursins í bænum. Theresa May, forsætisráðherra, lýsti því yfir í gær að líklegt væri að Rússar stæðu að baki árásinni eða að taugaeitur þeirra hafi í versta falli lent í höndum þeirra sem stóðu fyrir henni. Rússnesk stjórnvöld hafa hafnað því að þau beri ábyrgð á á tilræðinu. Tilræðið var til umræðu á breska þinginu í dag. Tilkynnti May að hún hygðist reka 23 rússneska njósnara úr landinu vegna málsins.Kölluðu á Corbyn að skammast sín Viðbrögð Corbyn voru hins vegar ekki eins afdráttarlaus. Þannig fordæmdi hann stjórnvöld í Kreml ekki með beinum orðum fyrir árásina í Salisbury. Kallaði hann árásina „skelfilegt ofbeldisverk“ og að það væri algerlega glæfralegt að nota efnavopn í borgaralegu umhverfi. Corbyn útilokaði hins vegar ekki að einhverjir aðrir en Rússar hefðu getað beitt taugaeitrinu og krafði May um frekari svör. „Ef ríkisstjórnin trúir því að það sé enn mögulegt að Rússland hafi fyrir vanrækni misst stjórn á hernaðareiturefni, til hvaða aðgerða hefur hún gripið í gegnum Samtök um bann við efnavopnum með bandamönnum okkar?“ spurði Corbyn. Þingmenn Íhaldsflokksins brugðust við með því að hrópa á Corbyn að skammast sín, að því er segir í frétt The Guardian. Ekki bætti í skák þegar talsmaður Corbyn gerði niðurstöður rannsóknarinnar á árásinni á Skripal tortryggilegar með því að vitna í fordæmi Íraksstríðsins árið 2003. „Það er saga sem tengist gereyðingarvopnum og hvað er talið vera sönnunargögn í stjórnmálum sem er vafasöm svo ekki sé fastar að orði kveðið,“ sagði Seumas Milne, talsmaður Corbyn við fréttamenn á meðan umræður stóðu enn yfir í þingsal. Nokkrir þingmenn Verkamannaflokksins tóku undir gagnrýni íhaldsmanna á Corbyn vegna þess sem þeir töldu linkind leiðtogans gagnvart Rússum. May harmaði orð Corbyn og talsmanns hans og sagðist telja að hann hefði getað nýtt tækifærið til að taka undir fordæmingu ríkisstjórnarinnar á framferði Rússa. Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Bretland óskar eftir fundi í öryggisráðinu vegna árásarinnar á Skripal Bretland hefur óskað eftir fundi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna vegna árásarinnar á fyrrverandi njósnara Rússa, Sergei Skripal. 14. mars 2018 11:52 Bretar ætla að reka 23 rússneska njósnara úr landi Það var gert eftir að Rússar neituðu að útskýra hvernig taugaeitur sem þróað var í Rússlandi var notað til þess að reyna að myrða fyrrverandi njósnarann Sergei Skripal í Bretlandi. 14. mars 2018 13:32 Telur afar líklegt að Rússar beri ábyrgð á því að eitrað var fyrir njósnara May tilkynnti þessa niðurstöðu á breska þinginu í dag 12. mars 2018 17:57 Rússar hyggjast ekki svara Bretum nema þeir fái sýni af eitrinu Yfirvöld í Kreml svara ekki ásökunum Breta um notkun taugaeiturs á breskri grund fyrr en þau fá sýni af efninu sem notað var. 14. mars 2018 06:00 Rússar segjast ekki bera ábyrgð á eitrun Skripal Vilja aðgang að taugaeitrinu sem notað var og segja Breta hafa meinað þeim aðgang að sönnunargögnum. 13. mars 2018 11:00 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Þingmenn Verkamannaflokksins eru á meðal þeirra sem gagnrýna viðbrögð Jeremys Corbyn, leiðtoga flokksins, við yfirlýsingu bresku ríkisstjórnarinnar um að Rússar hafi líklega staðið að morðtilræði við rússneskan gagnnjósnara með taugaeitri. Sergei Skripal og dóttir hans liggja enn þungt haldin á sjúkrahúsi eftir að eitrað var fyrir þeim með taugaeitri sem vitað er að Rússar þróuðu í bænum Salisbury um þarsíðustu helgi. Talið er að á þriðja tug manna hafi orðið fyrir áhrifum taugaeitursins í bænum. Theresa May, forsætisráðherra, lýsti því yfir í gær að líklegt væri að Rússar stæðu að baki árásinni eða að taugaeitur þeirra hafi í versta falli lent í höndum þeirra sem stóðu fyrir henni. Rússnesk stjórnvöld hafa hafnað því að þau beri ábyrgð á á tilræðinu. Tilræðið var til umræðu á breska þinginu í dag. Tilkynnti May að hún hygðist reka 23 rússneska njósnara úr landinu vegna málsins.Kölluðu á Corbyn að skammast sín Viðbrögð Corbyn voru hins vegar ekki eins afdráttarlaus. Þannig fordæmdi hann stjórnvöld í Kreml ekki með beinum orðum fyrir árásina í Salisbury. Kallaði hann árásina „skelfilegt ofbeldisverk“ og að það væri algerlega glæfralegt að nota efnavopn í borgaralegu umhverfi. Corbyn útilokaði hins vegar ekki að einhverjir aðrir en Rússar hefðu getað beitt taugaeitrinu og krafði May um frekari svör. „Ef ríkisstjórnin trúir því að það sé enn mögulegt að Rússland hafi fyrir vanrækni misst stjórn á hernaðareiturefni, til hvaða aðgerða hefur hún gripið í gegnum Samtök um bann við efnavopnum með bandamönnum okkar?“ spurði Corbyn. Þingmenn Íhaldsflokksins brugðust við með því að hrópa á Corbyn að skammast sín, að því er segir í frétt The Guardian. Ekki bætti í skák þegar talsmaður Corbyn gerði niðurstöður rannsóknarinnar á árásinni á Skripal tortryggilegar með því að vitna í fordæmi Íraksstríðsins árið 2003. „Það er saga sem tengist gereyðingarvopnum og hvað er talið vera sönnunargögn í stjórnmálum sem er vafasöm svo ekki sé fastar að orði kveðið,“ sagði Seumas Milne, talsmaður Corbyn við fréttamenn á meðan umræður stóðu enn yfir í þingsal. Nokkrir þingmenn Verkamannaflokksins tóku undir gagnrýni íhaldsmanna á Corbyn vegna þess sem þeir töldu linkind leiðtogans gagnvart Rússum. May harmaði orð Corbyn og talsmanns hans og sagðist telja að hann hefði getað nýtt tækifærið til að taka undir fordæmingu ríkisstjórnarinnar á framferði Rússa.
Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Bretland óskar eftir fundi í öryggisráðinu vegna árásarinnar á Skripal Bretland hefur óskað eftir fundi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna vegna árásarinnar á fyrrverandi njósnara Rússa, Sergei Skripal. 14. mars 2018 11:52 Bretar ætla að reka 23 rússneska njósnara úr landi Það var gert eftir að Rússar neituðu að útskýra hvernig taugaeitur sem þróað var í Rússlandi var notað til þess að reyna að myrða fyrrverandi njósnarann Sergei Skripal í Bretlandi. 14. mars 2018 13:32 Telur afar líklegt að Rússar beri ábyrgð á því að eitrað var fyrir njósnara May tilkynnti þessa niðurstöðu á breska þinginu í dag 12. mars 2018 17:57 Rússar hyggjast ekki svara Bretum nema þeir fái sýni af eitrinu Yfirvöld í Kreml svara ekki ásökunum Breta um notkun taugaeiturs á breskri grund fyrr en þau fá sýni af efninu sem notað var. 14. mars 2018 06:00 Rússar segjast ekki bera ábyrgð á eitrun Skripal Vilja aðgang að taugaeitrinu sem notað var og segja Breta hafa meinað þeim aðgang að sönnunargögnum. 13. mars 2018 11:00 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Sjá meira
Bretland óskar eftir fundi í öryggisráðinu vegna árásarinnar á Skripal Bretland hefur óskað eftir fundi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna vegna árásarinnar á fyrrverandi njósnara Rússa, Sergei Skripal. 14. mars 2018 11:52
Bretar ætla að reka 23 rússneska njósnara úr landi Það var gert eftir að Rússar neituðu að útskýra hvernig taugaeitur sem þróað var í Rússlandi var notað til þess að reyna að myrða fyrrverandi njósnarann Sergei Skripal í Bretlandi. 14. mars 2018 13:32
Telur afar líklegt að Rússar beri ábyrgð á því að eitrað var fyrir njósnara May tilkynnti þessa niðurstöðu á breska þinginu í dag 12. mars 2018 17:57
Rússar hyggjast ekki svara Bretum nema þeir fái sýni af eitrinu Yfirvöld í Kreml svara ekki ásökunum Breta um notkun taugaeiturs á breskri grund fyrr en þau fá sýni af efninu sem notað var. 14. mars 2018 06:00
Rússar segjast ekki bera ábyrgð á eitrun Skripal Vilja aðgang að taugaeitrinu sem notað var og segja Breta hafa meinað þeim aðgang að sönnunargögnum. 13. mars 2018 11:00
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent