Sú sem var sögð næsti Steve Jobs greiðir sekt vegna blekkinga Birgir Olgeirsson skrifar 14. mars 2018 23:57 Elizabeth Holmes, stofnandi Theranos. Vísir/AFP Stofnandi sprotafyrirtækis í Bandaríkjunum, sem lofaði að gjörbylta blóðprufum, hefur samþykkt að greiða 500 þúsund dollara í sekt fyrir að aflað fyrirtækinu fjár með lygum og blekkingum. Alríkisstofnun sem fer meðal annars með málefni er varða útgáfu, sölu og skrásetningu verðbréfa í Bandaríkjunum, The Securities And Exchange Commission, segir stofnanda fyrirtækisins Theranos, Elizabeth Holmes, hafa blekkt fjárfesta með fullyrðingum um fyrirtækið sem voru fjarri sannleikanum. Stofnunin sagði jafnframt að fyrirtækið hefði haldið því ranglega fram að vörur fyrirtækisins væru notaðar af Bandaríkjaher í Afganistan. Söfnuðu 700 milljónum dollara Sagði stofnunin fyrirtækið hafa þannig aflað 700 milljónum dollara, sem nemur tæpum 70 milljörðum íslenskra króna, með blekkingum. Hefur Elizabeth Holmes verið sett af sem stjórnandi fyrirtækisins og sektuð um 500 þúsund dollara, eða því sem nemur tæpum 50 milljónum króna. Stofnunin sagði í yfirlýsingu sem send var á fjölmiðla vestanhafs fyrr í dag að Holmes og fyrrverandi stjórnarformaður fyrirtækisins, Ramesh Balwani, hafa til margra ára stundað svik og pretti með því að ýkja eða falsa fullyrðingar um velgengni og framgang fyrirtækisins. Holmes skartaði jafnan svörtum rúllukraga líkt og fyrirmynd hennar Steve Jobs heitinn sem stofnaði Apple-fyrirtækið. Árið 2015 var hún á forsíðu tímaritsins Inc. undir fyrirsögninni: Næsti Steve Jobs. pic.twitter.com/JMCKWxltJM— Katie Benner (@ktbenner) March 14, 2018 Greint er ítarlega frá málinu á vef fréttastofu breska ríkisútvarpsins BBC. Þar segir að Holmes var nítján ára gömul þegar hún stofnaði Theranos árið 2003 með það að markmiði að hanna nýstárlega tækni við blóðprufu. Holmes skartaði jafnan svörtum rúllukraga líkt og fyrirmynd hennar Steve Jobs heitinn sem stofnaði Apple-fyrirtækið.Vísir/Getty Með nokkrum dropum Fyrirtæki hennar hélt því fram að Edison-tækið sem það framleiddi gæti leitt í ljós hvort að fólk væri með krabbamein eða of hátt kólesteról með nokkrum blóðdropum sem fengnir voru með því að stinga nál í fingur. Árið 2015 mat Forbes-tímaritið auðæfi Holmes á 4,5 milljarða dollara, eða því sem nemur um 447 milljörðum íslenskra króna. Wall Street Journal sagði hins vegar sama ár að margt benti til að tækin sem fyrirtækið framleiddi væri bæði gallað og ónákvæmt. Árið 2016 hafði Forbes breytt mati sínu á auðæfum Holmes. Voru þau metin engin. Viðbúið mótlæti að sögn Holmes Þegar Wall Street Journal hafði birt þessa frétt um að tæknin væri gölluð og ónákvæm sagði Holmes í viðtali við CNBC árið 2015 að þetta væri eitthvað sem mætti búast við þegar einhver reynir að breyta heiminum. „Fyrst halda þeir að þú sért brjáluð, síðan berjast þeir gegn þér, síðan breytir þú heiminum,“ sagði Holmes. Á vef Mashable kemur fram að Holmes hafi hvorki gengist við þessum ásökum eða neitað þeim, en samþykkti hins vegar að greiða sektina. „Frumkvöðlar sem ætla sér að breyta iðnaði verða að segja fjárfestum sannleikann um það hvað tæknin þeirra getur gert í dag, en ekki bara hvað þeir vonist til að hún muni gera einhvern daginn,“ hefur BBC eftir stjórnanda stofnunarinnar í San Francisco sem sótti málið gegn Holmes. Er mál Holmes sagt mikilvæg lexía fyrir alla þá sem starfa í sprotageiranum í Silicon Valley. BBC segir jafnframt að alríkisstofnunin sé með mál í bígerð á hendur fyrrverandi stjórnarformanni fyrirtækisins. Elizabeth Holmes og Theranos Bandaríkin Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fleiri fréttir Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Sjá meira
Stofnandi sprotafyrirtækis í Bandaríkjunum, sem lofaði að gjörbylta blóðprufum, hefur samþykkt að greiða 500 þúsund dollara í sekt fyrir að aflað fyrirtækinu fjár með lygum og blekkingum. Alríkisstofnun sem fer meðal annars með málefni er varða útgáfu, sölu og skrásetningu verðbréfa í Bandaríkjunum, The Securities And Exchange Commission, segir stofnanda fyrirtækisins Theranos, Elizabeth Holmes, hafa blekkt fjárfesta með fullyrðingum um fyrirtækið sem voru fjarri sannleikanum. Stofnunin sagði jafnframt að fyrirtækið hefði haldið því ranglega fram að vörur fyrirtækisins væru notaðar af Bandaríkjaher í Afganistan. Söfnuðu 700 milljónum dollara Sagði stofnunin fyrirtækið hafa þannig aflað 700 milljónum dollara, sem nemur tæpum 70 milljörðum íslenskra króna, með blekkingum. Hefur Elizabeth Holmes verið sett af sem stjórnandi fyrirtækisins og sektuð um 500 þúsund dollara, eða því sem nemur tæpum 50 milljónum króna. Stofnunin sagði í yfirlýsingu sem send var á fjölmiðla vestanhafs fyrr í dag að Holmes og fyrrverandi stjórnarformaður fyrirtækisins, Ramesh Balwani, hafa til margra ára stundað svik og pretti með því að ýkja eða falsa fullyrðingar um velgengni og framgang fyrirtækisins. Holmes skartaði jafnan svörtum rúllukraga líkt og fyrirmynd hennar Steve Jobs heitinn sem stofnaði Apple-fyrirtækið. Árið 2015 var hún á forsíðu tímaritsins Inc. undir fyrirsögninni: Næsti Steve Jobs. pic.twitter.com/JMCKWxltJM— Katie Benner (@ktbenner) March 14, 2018 Greint er ítarlega frá málinu á vef fréttastofu breska ríkisútvarpsins BBC. Þar segir að Holmes var nítján ára gömul þegar hún stofnaði Theranos árið 2003 með það að markmiði að hanna nýstárlega tækni við blóðprufu. Holmes skartaði jafnan svörtum rúllukraga líkt og fyrirmynd hennar Steve Jobs heitinn sem stofnaði Apple-fyrirtækið.Vísir/Getty Með nokkrum dropum Fyrirtæki hennar hélt því fram að Edison-tækið sem það framleiddi gæti leitt í ljós hvort að fólk væri með krabbamein eða of hátt kólesteról með nokkrum blóðdropum sem fengnir voru með því að stinga nál í fingur. Árið 2015 mat Forbes-tímaritið auðæfi Holmes á 4,5 milljarða dollara, eða því sem nemur um 447 milljörðum íslenskra króna. Wall Street Journal sagði hins vegar sama ár að margt benti til að tækin sem fyrirtækið framleiddi væri bæði gallað og ónákvæmt. Árið 2016 hafði Forbes breytt mati sínu á auðæfum Holmes. Voru þau metin engin. Viðbúið mótlæti að sögn Holmes Þegar Wall Street Journal hafði birt þessa frétt um að tæknin væri gölluð og ónákvæm sagði Holmes í viðtali við CNBC árið 2015 að þetta væri eitthvað sem mætti búast við þegar einhver reynir að breyta heiminum. „Fyrst halda þeir að þú sért brjáluð, síðan berjast þeir gegn þér, síðan breytir þú heiminum,“ sagði Holmes. Á vef Mashable kemur fram að Holmes hafi hvorki gengist við þessum ásökum eða neitað þeim, en samþykkti hins vegar að greiða sektina. „Frumkvöðlar sem ætla sér að breyta iðnaði verða að segja fjárfestum sannleikann um það hvað tæknin þeirra getur gert í dag, en ekki bara hvað þeir vonist til að hún muni gera einhvern daginn,“ hefur BBC eftir stjórnanda stofnunarinnar í San Francisco sem sótti málið gegn Holmes. Er mál Holmes sagt mikilvæg lexía fyrir alla þá sem starfa í sprotageiranum í Silicon Valley. BBC segir jafnframt að alríkisstofnunin sé með mál í bígerð á hendur fyrrverandi stjórnarformanni fyrirtækisins.
Elizabeth Holmes og Theranos Bandaríkin Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fleiri fréttir Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Sjá meira