Í þágu hinna fáu Kristinn Ingi Jónsson skrifar 15. mars 2018 07:00 Þegar valið stendur á milli sérhagsmuna fárra og hagsmuna heildarinnar er það segin saga að kjarklausir stjórnmálamenn velja fyrri kostinn. Ástæðan er efalaust sú að á meðan hagsmunir fjöldans eru léttvægir fyrir hvern og einn eru hagsmunir hinna fáu miklir og þess virði að berjast fyrir. Gott dæmi um sérhagsmunagæslu af þessu tagi er sú ákvörðun Donalds Trump að leggja tolla á innflutt ál og stál. Rökin eru sögð þau að verja þurfi hnignandi bandarískan iðnað í samkeppni við erlendan iðnað. Störf tuga þúsunda séu í húfi. Það sem gleymist er að tollmúrarnir skaða samkeppnishæfni þeirra bandarísku fyrirtækja sem reiða sig á ódýrt, innflutt ál og stál. 140 þúsund manns starfa við stálframleiðslu í landinu en 6,5 milljónir hjá fyrirtækjum sem reiða sig á innflutt stál. Fyrir hvert nýtt starf sem tollarnir skapa í stáliðnaðinum er talið að átján önnur glatist. Dæmi um viðlíka sérhagsmunagæslu má einnig finna hér á landi. Sama dag og Trump tilkynnti um áform sín hvöttu samtök bænda þingmenn til þess að hækka tolla á landbúnaðarvörur. Rökin eru þau sömu: að verja þurfi innlendan landbúnað fyrir erlendri samkeppni. Tollmúrinn hefur hins vegar leitt til þess að íslenskir neytendur greiða eina hæstu landbúnaðarstyrki í heimi til þess að geta keypt einhverjar dýrustu búvörur í heimi. Engu að síður eru bændur ein tekjulægsta stétt landsins. Tollvernd getur þjónað sérhagsmunum fárra til skamms tíma en til lengri tíma þjónar hún ekki hag neins. Bandaríski stáliðnaðurinn stendur ekki betur að vígi ef alls konar framleiðsla sem reiðir sig á stál flyst úr landi. Það sama gildir um íslenskan landbúnað. Hann mun ekki blómstra á meðan hann byggir tilvist sína á verri kjörum almennings. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Ingi Jónsson Mest lesið Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Skoðun Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Sjá meira
Þegar valið stendur á milli sérhagsmuna fárra og hagsmuna heildarinnar er það segin saga að kjarklausir stjórnmálamenn velja fyrri kostinn. Ástæðan er efalaust sú að á meðan hagsmunir fjöldans eru léttvægir fyrir hvern og einn eru hagsmunir hinna fáu miklir og þess virði að berjast fyrir. Gott dæmi um sérhagsmunagæslu af þessu tagi er sú ákvörðun Donalds Trump að leggja tolla á innflutt ál og stál. Rökin eru sögð þau að verja þurfi hnignandi bandarískan iðnað í samkeppni við erlendan iðnað. Störf tuga þúsunda séu í húfi. Það sem gleymist er að tollmúrarnir skaða samkeppnishæfni þeirra bandarísku fyrirtækja sem reiða sig á ódýrt, innflutt ál og stál. 140 þúsund manns starfa við stálframleiðslu í landinu en 6,5 milljónir hjá fyrirtækjum sem reiða sig á innflutt stál. Fyrir hvert nýtt starf sem tollarnir skapa í stáliðnaðinum er talið að átján önnur glatist. Dæmi um viðlíka sérhagsmunagæslu má einnig finna hér á landi. Sama dag og Trump tilkynnti um áform sín hvöttu samtök bænda þingmenn til þess að hækka tolla á landbúnaðarvörur. Rökin eru þau sömu: að verja þurfi innlendan landbúnað fyrir erlendri samkeppni. Tollmúrinn hefur hins vegar leitt til þess að íslenskir neytendur greiða eina hæstu landbúnaðarstyrki í heimi til þess að geta keypt einhverjar dýrustu búvörur í heimi. Engu að síður eru bændur ein tekjulægsta stétt landsins. Tollvernd getur þjónað sérhagsmunum fárra til skamms tíma en til lengri tíma þjónar hún ekki hag neins. Bandaríski stáliðnaðurinn stendur ekki betur að vígi ef alls konar framleiðsla sem reiðir sig á stál flyst úr landi. Það sama gildir um íslenskan landbúnað. Hann mun ekki blómstra á meðan hann byggir tilvist sína á verri kjörum almennings.
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun