Líst ekki vel á lög um að hjóla í einfaldri röð Jóhann Óli Eiðsson skrifar 15. mars 2018 06:00 Sífellt fleiri hjóla til vinnu og í tómstundum sínum. Vísir/Stefán Hjólreiðafólk gerir talsverðar athugasemdir við drög að frumvarpi til nýrra umferðarlaga. Ákvæði í drögunum geri lítið til að tryggja öryggi þeirra sem hjóla og sumt sé jafnvel til þess fallið að draga úr því frá núgildandi lögum. Unnið hefur verið að endurskoðun á umferðarlögum undanfarinn áratug en frumvarp til slíkra laga var síðast lagt fram á þingi í ráðherratíð Ögmundar Jónassonar árið 2012. Drögin nú byggjast meðal annars á þeim athugasemdum sem fram komu þá. Meðal nýmæla í drögunum er nýr kafli um hjólreiðar. „Með nýjum lögum er tækifæri til að gera ansi marga góða hluti og það er margt í þessu sem mætti gera mun betur,“ segir Erlendur S. Þorsteinsson, hjólreiðamaður og reiknifræðingur. Hann og eiginkona hans ákváðu fyrir nokkrum árum að selja „bíl númer tvö“ og brúka reiðhjól sex mánuði ársins til og frá vinnu. Í drögunum er meðal annars kveðið á um að meginreglan skuli vera að hjólreiðamenn hjóli í einfaldri röð. Svokölluð dönsk vinstri beygja er lögð til að ljósastýrðum gatnamótum, það er að hjólreiðamaður skuli hjóla yfir gatnamótin og bíða þar eftir grænu ljósi áður en hann beygir. Einnig er lagt til að tengivagnar við reiðhjól skuli festir á hlið þeirra.Röðin dragi úr öryggi „Hjólreiðar hafa aukist mjög á höfuðborgarsvæðinu og sveitarfélögin þar lagt mikla áherslu á að fólk geti notað aðra kosti en einkabílinn. Það hefur komið skýrt í ljós á síðustu dögum að það er þörf á því að minnka bílaumferð,“ segir Erlendur. Til að slíkt sé hægt verði að finna betri blöndu en lagt er til í drögunum. Hjólreiðamenn nefna meðal annars að þörf sé á að lögfesta svokallaða 1,5 metra reglu, sem gildir meðal annars í Bretlandi, sem kveður á um að þegar bifreið tekur fram úr reiðhjóli skuli vera minnst 1,5 metrar frá bíl í reiðhjólið. Einnig er sett spurningarmerki við að hjólað skuli í einfaldri röð. Slíkt dragi úr öryggi hjólreiðamanna og skapi að auki hættu við framúrakstur enda þurfi bíllinn að fara lengri vegalengd á öfugum helmingi til að komast fram úr halarófunni. „Mörg ákvæði í drögunum eru nánast óbreytt frá eldri reglum. Nær lagi væri að líta til nágrannalanda sem eru komin lengra í þessum efnum og nota reglur sem reynst hafa vel þar,“ segir Erlendur. Frumvarpsdrögin eru til umsagnar í samráðsgátt ríkisstjórnarinnar þar til á morgun. Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Fleiri fréttir Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Sjá meira
Hjólreiðafólk gerir talsverðar athugasemdir við drög að frumvarpi til nýrra umferðarlaga. Ákvæði í drögunum geri lítið til að tryggja öryggi þeirra sem hjóla og sumt sé jafnvel til þess fallið að draga úr því frá núgildandi lögum. Unnið hefur verið að endurskoðun á umferðarlögum undanfarinn áratug en frumvarp til slíkra laga var síðast lagt fram á þingi í ráðherratíð Ögmundar Jónassonar árið 2012. Drögin nú byggjast meðal annars á þeim athugasemdum sem fram komu þá. Meðal nýmæla í drögunum er nýr kafli um hjólreiðar. „Með nýjum lögum er tækifæri til að gera ansi marga góða hluti og það er margt í þessu sem mætti gera mun betur,“ segir Erlendur S. Þorsteinsson, hjólreiðamaður og reiknifræðingur. Hann og eiginkona hans ákváðu fyrir nokkrum árum að selja „bíl númer tvö“ og brúka reiðhjól sex mánuði ársins til og frá vinnu. Í drögunum er meðal annars kveðið á um að meginreglan skuli vera að hjólreiðamenn hjóli í einfaldri röð. Svokölluð dönsk vinstri beygja er lögð til að ljósastýrðum gatnamótum, það er að hjólreiðamaður skuli hjóla yfir gatnamótin og bíða þar eftir grænu ljósi áður en hann beygir. Einnig er lagt til að tengivagnar við reiðhjól skuli festir á hlið þeirra.Röðin dragi úr öryggi „Hjólreiðar hafa aukist mjög á höfuðborgarsvæðinu og sveitarfélögin þar lagt mikla áherslu á að fólk geti notað aðra kosti en einkabílinn. Það hefur komið skýrt í ljós á síðustu dögum að það er þörf á því að minnka bílaumferð,“ segir Erlendur. Til að slíkt sé hægt verði að finna betri blöndu en lagt er til í drögunum. Hjólreiðamenn nefna meðal annars að þörf sé á að lögfesta svokallaða 1,5 metra reglu, sem gildir meðal annars í Bretlandi, sem kveður á um að þegar bifreið tekur fram úr reiðhjóli skuli vera minnst 1,5 metrar frá bíl í reiðhjólið. Einnig er sett spurningarmerki við að hjólað skuli í einfaldri röð. Slíkt dragi úr öryggi hjólreiðamanna og skapi að auki hættu við framúrakstur enda þurfi bíllinn að fara lengri vegalengd á öfugum helmingi til að komast fram úr halarófunni. „Mörg ákvæði í drögunum eru nánast óbreytt frá eldri reglum. Nær lagi væri að líta til nágrannalanda sem eru komin lengra í þessum efnum og nota reglur sem reynst hafa vel þar,“ segir Erlendur. Frumvarpsdrögin eru til umsagnar í samráðsgátt ríkisstjórnarinnar þar til á morgun.
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Erlent Fleiri fréttir Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Sjá meira
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent