Hús rýmd vegna snjóflóðahættu Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. mars 2018 07:14 Frá Seyðisfirði, þegar viðraði aðeins betur. Andrea Harris Austlæg átt á landinu í dag og rigning víða, einkum frá Öræfum austur á Austfirði. Rigningin hefur í för með sér aukna hættu á snjóflóðum og er gul viðvörun í gildi fyrir Austfirði en í gær féll snjóflóð á Seyðisfirði og voru iðnaðarhúsnæði og verbúð á tveimur svæðum rýmd. Vot flóð hafa fallið, meðal annars nokkuð stórt flóð úr Strandartindi, sem fór yfir veg sem liggur út með sunnanverðum Seyðisfirði. Húsin sem rýmd voru í gærkvöldi eru einmitt undir tindinum en á þessu svæði eru dæmi um að að snjóflóð hafi ógnað byggð. Hláka er á svæðinu og ringdi þar í nótt, en undir morgun jókst rigningin talsvert og útlit er fyrir að hún aukist enn með morgninum, samkvæmt upplýsingum Veðurstofunnar. Það gæti aukið enn á hættuna. Þá hefur óvissustigi verið lýst annarsstaðar á Austfjörðum, sem þýðir að grannt er fylgst með hvort ástæða þyki til frekari rýmingar húsa. Ekki liggur fyrir hvort stóra flóðið í Seyðisfirði í gærkvöldi olli einhverju tjóni á mannvirkjum.Væta og fín færð Það má því búast við einhverri vætu í öllum landshlutum í dag, en á morgun léttir til fyrir norðan. Það verður þó áfram væta á Suður- og Vesturlandi. Um og eftir helgi er útlit fyrir áframhaldandi suðlægar áttir og rigningu um landið sunnan- og vestanvert, en þurrt norðantil. Nokkuð milt er í veðri og er búist við að hiti haldi áfram að vera yfir meðallagi þessa árstíma næstu vikuna. Hvað færð varðar þá er enn verið að kanna aðstæður á vegum á Norðurlandi eystra og á Austurlandi. Vegir á Suður- og Suðvesturlandi eru hins vegar að mestu greiðfærir. Eins er mikið autt á Vesturlandi en þar eru þó hálkublettir á köflum og á fáeinum vegum er hálka eða krapi að sögn Vegagerðarinnar. Það eru víða hálkublettir á láglendi á Vestfjörðum en sums staðar er eitthvað meiri hálka á fjallvegum. Á vef Vegagerðarinnar segir að upplýsingar um Steingrímsfjarðarheiði séu þó ókomnar. Á Norðurlandi er mikið til autt austur í Skagafjörð en þar fyrir austan má búast við meiri vetrarfærð.Veðurhorfur á landinu næstu daga Á föstudag: Suðaustan 8-15 m/s og rigning með köflum, en úrkomulítið NA-til. Hiti 2 til 8 stig. Á laugardag: Suðaustan 5-13 m/s og rigning, en bjart með köflum N- og NA-lands. Hiti breytist lítið. Á sunnudag, mánudag og þriðjudag: Suðlæg átt og rigning um landið S- og V-vert, en þurrt fyrir norðan. Áfram milt í veðri. Á miðvikudag: Útlit fyrir að gangi í stífa suðvestlæga átt með rigningu, en úrkomulítið NA-til. Hiti breytist lítið. Veður Mest lesið Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Fleiri fréttir Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Sjá meira
Austlæg átt á landinu í dag og rigning víða, einkum frá Öræfum austur á Austfirði. Rigningin hefur í för með sér aukna hættu á snjóflóðum og er gul viðvörun í gildi fyrir Austfirði en í gær féll snjóflóð á Seyðisfirði og voru iðnaðarhúsnæði og verbúð á tveimur svæðum rýmd. Vot flóð hafa fallið, meðal annars nokkuð stórt flóð úr Strandartindi, sem fór yfir veg sem liggur út með sunnanverðum Seyðisfirði. Húsin sem rýmd voru í gærkvöldi eru einmitt undir tindinum en á þessu svæði eru dæmi um að að snjóflóð hafi ógnað byggð. Hláka er á svæðinu og ringdi þar í nótt, en undir morgun jókst rigningin talsvert og útlit er fyrir að hún aukist enn með morgninum, samkvæmt upplýsingum Veðurstofunnar. Það gæti aukið enn á hættuna. Þá hefur óvissustigi verið lýst annarsstaðar á Austfjörðum, sem þýðir að grannt er fylgst með hvort ástæða þyki til frekari rýmingar húsa. Ekki liggur fyrir hvort stóra flóðið í Seyðisfirði í gærkvöldi olli einhverju tjóni á mannvirkjum.Væta og fín færð Það má því búast við einhverri vætu í öllum landshlutum í dag, en á morgun léttir til fyrir norðan. Það verður þó áfram væta á Suður- og Vesturlandi. Um og eftir helgi er útlit fyrir áframhaldandi suðlægar áttir og rigningu um landið sunnan- og vestanvert, en þurrt norðantil. Nokkuð milt er í veðri og er búist við að hiti haldi áfram að vera yfir meðallagi þessa árstíma næstu vikuna. Hvað færð varðar þá er enn verið að kanna aðstæður á vegum á Norðurlandi eystra og á Austurlandi. Vegir á Suður- og Suðvesturlandi eru hins vegar að mestu greiðfærir. Eins er mikið autt á Vesturlandi en þar eru þó hálkublettir á köflum og á fáeinum vegum er hálka eða krapi að sögn Vegagerðarinnar. Það eru víða hálkublettir á láglendi á Vestfjörðum en sums staðar er eitthvað meiri hálka á fjallvegum. Á vef Vegagerðarinnar segir að upplýsingar um Steingrímsfjarðarheiði séu þó ókomnar. Á Norðurlandi er mikið til autt austur í Skagafjörð en þar fyrir austan má búast við meiri vetrarfærð.Veðurhorfur á landinu næstu daga Á föstudag: Suðaustan 8-15 m/s og rigning með köflum, en úrkomulítið NA-til. Hiti 2 til 8 stig. Á laugardag: Suðaustan 5-13 m/s og rigning, en bjart með köflum N- og NA-lands. Hiti breytist lítið. Á sunnudag, mánudag og þriðjudag: Suðlæg átt og rigning um landið S- og V-vert, en þurrt fyrir norðan. Áfram milt í veðri. Á miðvikudag: Útlit fyrir að gangi í stífa suðvestlæga átt með rigningu, en úrkomulítið NA-til. Hiti breytist lítið.
Veður Mest lesið Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Erlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent Fleiri fréttir Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Sjá meira