Sendiherra Rússlands á Íslandi: „Rússland tengist á engan hátt atburðunum í Salisbury“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 15. mars 2018 19:45 Anton V. Vasiliev er sendiherra Rússlands á Íslandi. Vísir/Elín Sendiherra Rússa á Íslandi segir ákvörðun Breta um refsiaðgerðir í tengslum við eiturefnaárásina á fyrrum njósnarann Sergei Skripal og dóttur hans, fyrr í þessum mánuði, byggja á fölskum forsendum. Hann vonar jafnframt að Skripal sjálfur geti varpað ljósi á málið þegar hann nær heilsu að nýju. Bretar eru fullvissir um að Rússar beri ábyrgð á árásinni en í gær greindi forsætisráðherra Breta frá því að 23 rússneskir erindrekar yrðu reknir úr landinu. Í dag sögðust rússnesk yfirvöld ætla að svara í sömu mynt, enda eigi ásakanirnar ekki við rök að styðjast. „Rússland tengist á engan hátt atburðunum í Salisbury 4. mars. Í öðru lagi buðum við strax fram aðstoð okkar við rannsókn Breta á þessu máli en tilboði okkar var hafnað,“ segir Anton V. Vasiliev, sendiherra Rússlands á Íslandi, í samtali við Stöð 2. Bretar og stærstu bandamenn þeirra, Frakkar, Þjóðverjar og Bandaríkjamenn, sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu í dag þar sem segir að ekki komi annað til greina en að Rússar beri ábyrgð á árásinni en taugaeitrið sem um ræðir var þróað af Rússum í seinna stríði. „Þetta er einkennandi verknaður af hálfu rússneska ríkisins sem notaði vísvitandi Novichok-taugaeitur þróað af Rússum til að refsa rússneskum liðhlaupa, eins og þeir líta á það, í aðdragand kosninga Vladimírs Pútíns,“ sagði Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, í dag en forsetakosningar fara fram í Rússlandi á sunnudaginn.Óttast ekki að málið hafi áhrif á sambandið við Ísland Þessu er sendiherrann ósammála. „Við teljum að þessi nýlega stuðningsbylgja við ásakanir Breta í garð Rússa sé einfaldlega fáránleg því hún byggist ekki á neinum staðreyndum,“ segir Vasiliev. Sem stendur liggja fyrrum njósnarinn og dóttir hans þungt haldin á sjúkrahúsi eftir árásina en Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, heimsótti Salisbury í dag. „Ég vona að þegar Skripal nær sér geti hann kannski gefið okkur nýjar, áhugaverðar upplýsingar sem geti varpað ljósi á þetta mál,“ segir Vasiliev. Aðspurður kveðst hann ekki óttast að málið hafi áhrif á samband Íslendinga og Rússa. „Ég vona að þetta hafi engin áhrif á samband okkar við Ísland sem er mjög gott þrátt fyrir vandamál sem eru til staðar,“ segir Vasiliev, en í ár eru 75 ár síðan formleg utanríkissamskipti ríkjanna hófust. Þá kveðst hann hlakka til að fylgjast með íslenska landsliðinu á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu sem fram fer í Rússlandi í sumar. Tengdar fréttir Bretland óskar eftir fundi í öryggisráðinu vegna árásarinnar á Skripal Bretland hefur óskað eftir fundi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna vegna árásarinnar á fyrrverandi njósnara Rússa, Sergei Skripal. 14. mars 2018 11:52 Bretar ætla að reka 23 rússneska njósnara úr landi Það var gert eftir að Rússar neituðu að útskýra hvernig taugaeitur sem þróað var í Rússlandi var notað til þess að reyna að myrða fyrrverandi njósnarann Sergei Skripal í Bretlandi. 14. mars 2018 13:32 Rússar ætla að víkja breskum erindrekum úr landi Það verður gert eftir að Bretar vísuðu 23 erindrekum, sem Theresa May sagði vera njósnara, í kjölfar taugaeitursárásar á fyrrverandi rússneskan njósnara og dóttur hans í Bretlandi. 15. mars 2018 10:32 Rússar segjast ekki bera ábyrgð á eitrun Skripal Vilja aðgang að taugaeitrinu sem notað var og segja Breta hafa meinað þeim aðgang að sönnunargögnum. 13. mars 2018 11:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Sjá meira
Sendiherra Rússa á Íslandi segir ákvörðun Breta um refsiaðgerðir í tengslum við eiturefnaárásina á fyrrum njósnarann Sergei Skripal og dóttur hans, fyrr í þessum mánuði, byggja á fölskum forsendum. Hann vonar jafnframt að Skripal sjálfur geti varpað ljósi á málið þegar hann nær heilsu að nýju. Bretar eru fullvissir um að Rússar beri ábyrgð á árásinni en í gær greindi forsætisráðherra Breta frá því að 23 rússneskir erindrekar yrðu reknir úr landinu. Í dag sögðust rússnesk yfirvöld ætla að svara í sömu mynt, enda eigi ásakanirnar ekki við rök að styðjast. „Rússland tengist á engan hátt atburðunum í Salisbury 4. mars. Í öðru lagi buðum við strax fram aðstoð okkar við rannsókn Breta á þessu máli en tilboði okkar var hafnað,“ segir Anton V. Vasiliev, sendiherra Rússlands á Íslandi, í samtali við Stöð 2. Bretar og stærstu bandamenn þeirra, Frakkar, Þjóðverjar og Bandaríkjamenn, sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu í dag þar sem segir að ekki komi annað til greina en að Rússar beri ábyrgð á árásinni en taugaeitrið sem um ræðir var þróað af Rússum í seinna stríði. „Þetta er einkennandi verknaður af hálfu rússneska ríkisins sem notaði vísvitandi Novichok-taugaeitur þróað af Rússum til að refsa rússneskum liðhlaupa, eins og þeir líta á það, í aðdragand kosninga Vladimírs Pútíns,“ sagði Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, í dag en forsetakosningar fara fram í Rússlandi á sunnudaginn.Óttast ekki að málið hafi áhrif á sambandið við Ísland Þessu er sendiherrann ósammála. „Við teljum að þessi nýlega stuðningsbylgja við ásakanir Breta í garð Rússa sé einfaldlega fáránleg því hún byggist ekki á neinum staðreyndum,“ segir Vasiliev. Sem stendur liggja fyrrum njósnarinn og dóttir hans þungt haldin á sjúkrahúsi eftir árásina en Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, heimsótti Salisbury í dag. „Ég vona að þegar Skripal nær sér geti hann kannski gefið okkur nýjar, áhugaverðar upplýsingar sem geti varpað ljósi á þetta mál,“ segir Vasiliev. Aðspurður kveðst hann ekki óttast að málið hafi áhrif á samband Íslendinga og Rússa. „Ég vona að þetta hafi engin áhrif á samband okkar við Ísland sem er mjög gott þrátt fyrir vandamál sem eru til staðar,“ segir Vasiliev, en í ár eru 75 ár síðan formleg utanríkissamskipti ríkjanna hófust. Þá kveðst hann hlakka til að fylgjast með íslenska landsliðinu á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu sem fram fer í Rússlandi í sumar.
Tengdar fréttir Bretland óskar eftir fundi í öryggisráðinu vegna árásarinnar á Skripal Bretland hefur óskað eftir fundi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna vegna árásarinnar á fyrrverandi njósnara Rússa, Sergei Skripal. 14. mars 2018 11:52 Bretar ætla að reka 23 rússneska njósnara úr landi Það var gert eftir að Rússar neituðu að útskýra hvernig taugaeitur sem þróað var í Rússlandi var notað til þess að reyna að myrða fyrrverandi njósnarann Sergei Skripal í Bretlandi. 14. mars 2018 13:32 Rússar ætla að víkja breskum erindrekum úr landi Það verður gert eftir að Bretar vísuðu 23 erindrekum, sem Theresa May sagði vera njósnara, í kjölfar taugaeitursárásar á fyrrverandi rússneskan njósnara og dóttur hans í Bretlandi. 15. mars 2018 10:32 Rússar segjast ekki bera ábyrgð á eitrun Skripal Vilja aðgang að taugaeitrinu sem notað var og segja Breta hafa meinað þeim aðgang að sönnunargögnum. 13. mars 2018 11:00 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Fleiri fréttir Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Sjá meira
Bretland óskar eftir fundi í öryggisráðinu vegna árásarinnar á Skripal Bretland hefur óskað eftir fundi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna vegna árásarinnar á fyrrverandi njósnara Rússa, Sergei Skripal. 14. mars 2018 11:52
Bretar ætla að reka 23 rússneska njósnara úr landi Það var gert eftir að Rússar neituðu að útskýra hvernig taugaeitur sem þróað var í Rússlandi var notað til þess að reyna að myrða fyrrverandi njósnarann Sergei Skripal í Bretlandi. 14. mars 2018 13:32
Rússar ætla að víkja breskum erindrekum úr landi Það verður gert eftir að Bretar vísuðu 23 erindrekum, sem Theresa May sagði vera njósnara, í kjölfar taugaeitursárásar á fyrrverandi rússneskan njósnara og dóttur hans í Bretlandi. 15. mars 2018 10:32
Rússar segjast ekki bera ábyrgð á eitrun Skripal Vilja aðgang að taugaeitrinu sem notað var og segja Breta hafa meinað þeim aðgang að sönnunargögnum. 13. mars 2018 11:00