Tugmilljóna skattur á styrktarsjóði skoðaður Jón Hákon Halldórsson skrifar 16. mars 2018 06:00 Samkvæmt skýrslu sem Deloitte vann fyrir HÍ greiða styrktarsjóðir skólans meira í fjármagnstekjuskatt en sjóðir á Norðurlöndunum. Vísir/Anton „Það hristi svolítið upp í mönnum að sjá fréttina um þetta og alveg eðlilegt að þetta sé athugað,“ segir Páll Magnússon, formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis.Fréttablaðið greindi frá því í fyrradag að samkvæmt niðurstöðu úttektar sem Deloitte gerði fyrir Háskóla Íslands eru styrktarsjóðir sem styrkja rannsóknir og vísindastarf á Íslandi ekki samkeppnishæfir við slíka sjóði í Bretlandi, Bandaríkjunum og á Norðurlöndunum. Ástæðan er að sjóðirnir eru ekki undanþegnir greiðslu fjármagnstekjuskatts eins og gerist erlendis. Fjármagnstekjuskattur hér hefur hækkað úr 10 prósentum í 22 prósent á nokkrum árum. Bjarni Þór Bjarnason, sviðsstjóri skatta- og lögfræðisviðs Deloitte, sagði að einn stærsti styrktarsjóðurinn, Háskólasjóður h/f Eimskipafélags Íslands, greiði að jafnaði álíka mikið í fjármagnstekjuskatt og hann veitir í styrki. Væri skattaumhverfið hér sambærilegt við umhverfið úti gæti sjóðurinn úthlutað hér um bil tvöfalt meiri styrkjum.Sjá einnig: Sér á báti í skattlagningu á styrktarsjóði Samkvæmt upplýsingum frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu hefur málið verið til skoðunar þar. Engar frekari upplýsingar fengust þó frá ráðuneytinu. Páll Magnússon, segir engar tillögur eða hugmyndir hafa borist allsherjar- og menntamálanefnd, hvað þá frumvarp. „Það er að mínu viti þó sannarlega þess virði að það sé farið yfir þetta. Ég hef ekki á þessum tímapunkti mótað mér neina fastmótaða skoðun á þessu. En þetta er sannarlega þess virði að það sé skoðað. Mér finnst eðlilegt að frumkvæðið að þessu komi úr ráðuneytinu sem kynni svo sínar hugmyndir eða niðurstöður í því,“ segir Páll. Það sé hinn eðlilegi farvegur fyrir málið. Hins vegar sé ekkert útilokað að nefndin taki það upp að eigin frumkvæði. „En það hefur ekki verið gert ennþá.“ Komið hefur fram að stærstu sjóðirnir eru allt að þrír milljarðar svo ríkið er að taka á bilinu 60 til 100 milljónir í fjármagnstekjuskatt af sjóðunum. Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira
„Það hristi svolítið upp í mönnum að sjá fréttina um þetta og alveg eðlilegt að þetta sé athugað,“ segir Páll Magnússon, formaður allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis.Fréttablaðið greindi frá því í fyrradag að samkvæmt niðurstöðu úttektar sem Deloitte gerði fyrir Háskóla Íslands eru styrktarsjóðir sem styrkja rannsóknir og vísindastarf á Íslandi ekki samkeppnishæfir við slíka sjóði í Bretlandi, Bandaríkjunum og á Norðurlöndunum. Ástæðan er að sjóðirnir eru ekki undanþegnir greiðslu fjármagnstekjuskatts eins og gerist erlendis. Fjármagnstekjuskattur hér hefur hækkað úr 10 prósentum í 22 prósent á nokkrum árum. Bjarni Þór Bjarnason, sviðsstjóri skatta- og lögfræðisviðs Deloitte, sagði að einn stærsti styrktarsjóðurinn, Háskólasjóður h/f Eimskipafélags Íslands, greiði að jafnaði álíka mikið í fjármagnstekjuskatt og hann veitir í styrki. Væri skattaumhverfið hér sambærilegt við umhverfið úti gæti sjóðurinn úthlutað hér um bil tvöfalt meiri styrkjum.Sjá einnig: Sér á báti í skattlagningu á styrktarsjóði Samkvæmt upplýsingum frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu hefur málið verið til skoðunar þar. Engar frekari upplýsingar fengust þó frá ráðuneytinu. Páll Magnússon, segir engar tillögur eða hugmyndir hafa borist allsherjar- og menntamálanefnd, hvað þá frumvarp. „Það er að mínu viti þó sannarlega þess virði að það sé farið yfir þetta. Ég hef ekki á þessum tímapunkti mótað mér neina fastmótaða skoðun á þessu. En þetta er sannarlega þess virði að það sé skoðað. Mér finnst eðlilegt að frumkvæðið að þessu komi úr ráðuneytinu sem kynni svo sínar hugmyndir eða niðurstöður í því,“ segir Páll. Það sé hinn eðlilegi farvegur fyrir málið. Hins vegar sé ekkert útilokað að nefndin taki það upp að eigin frumkvæði. „En það hefur ekki verið gert ennþá.“ Komið hefur fram að stærstu sjóðirnir eru allt að þrír milljarðar svo ríkið er að taka á bilinu 60 til 100 milljónir í fjármagnstekjuskatt af sjóðunum.
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira