„Yfirgnæfandi líkur“ á að Pútín hafi gefið skipun um eiturárásina Kjartan Kjartansson skrifar 16. mars 2018 13:09 Johnson lét ummælin um Pútín falla við hlið Jacek Czaputowicz, utanríkisráðherra Póllands, sem fordæmdi einnig athæfi Rússa. Vísir/AFP Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, segir „yfirgnæfandi líkur“ á að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hafi persónulega gefið skipun um að eitrað skyldi fyrir fyrrverandi njósnara í Bretlandi fyrir tveimur vikum. Sergei Skripal, rússneskur fyrrverandi njósnari, og dóttir hans Yulia liggja enn þungt haldin á sjúkrahúsi eftir að þau komust í snertingu við rússneskt taugaeitur í bænum Salisbury um þarsíðustu helgi. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur þegar sagt að líklega hafi Rússar staðið að tilræðinu. Hún hefur jafnframt rekið 23 rússneska leyniþjónustumenn úr landi. Helstu bandalagsþjóðir Breta tóku undir að Rússar bæru ábyrgð á árásinni í gær. Johnson gekk hins vegar enn lengra í dag og bendlaði Rússlandsforseta beint við árásina. Tók hann sérstaklega fram að Bretar hefðu ekkert út á rússnesku þjóðina að setja, aðeins rússnesk stjórnvöld, að því er segir í frétt CNN. „Okkar deila er við Kreml Pútín og ákvörðun hans, og við teljum það yfirgnæfandi líklegt að þetta hafi verið hans ákvörðun, um að skipa fyrir um notkun taugaeiturs á götum Bretlands, á götum Evrópu, í fyrsta skipti frá síðari heimsstyrjöldinni,“ sagði Johnson í dag.„Ófyrirgefanlegt diplómatískt misferli“Varnarmálaráðherrann Gavin Williamsson fullyrti einnig í gær að rússnesk stjórnvöld hefðu tekið „meðvitaða pólitíska ákvörðun“ um að eitra fyrir Skripal. Talsmaður Kremlar brást ókvæða við ummælum breska utanríkisráðherrans og ítrekaði fyrri yfirlýsingar um að Rússar hefðu hvergi komið nálægt árásinni. „Allar vísanir í forseta okkar eru ekkert minna en hneykslanlegar og ófyrirgefanlegt diplómatískt misferli,“ sagði Dmitrí Peskov, talsmaður Rússlandsstjórnar. Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Bretland, Bandaríkin, Þýskaland og Frakkland fordæma í sameiningu árásina á Skripal Leiðtogar Bretlands, Bandaríkjanna, Þýskalands og Frakklands hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem árás á Sergei Skripal, fyrrverandi njósnara frá Rússlandi, er fordæmd. 15. mars 2018 13:48 Rússar ætla að víkja breskum erindrekum úr landi Það verður gert eftir að Bretar vísuðu 23 erindrekum, sem Theresa May sagði vera njósnara, í kjölfar taugaeitursárásar á fyrrverandi rússneskan njósnara og dóttur hans í Bretlandi. 15. mars 2018 10:32 Corbyn enn á bremsunni með að kenna Rússum um eiturárás Leiðtogi Verkamannaflokksins varar við því að hefja nýtt kalt stríð við Rússland og vill bíða eftir frekari sönnunargögnum um aðild Rússa að taugaeitursárás. 16. mars 2018 10:30 Refsa Rússum fyrir afskiptin Ríkisstjórn Donald Trump hefur staðfest refsiaðgerðir gegn Rússlandi vegna afskipta yfirvalda þar af forsetakosningunum árið 2016 og tölvuárása. 15. mars 2018 16:28 Mest lesið Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Boris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, segir „yfirgnæfandi líkur“ á að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hafi persónulega gefið skipun um að eitrað skyldi fyrir fyrrverandi njósnara í Bretlandi fyrir tveimur vikum. Sergei Skripal, rússneskur fyrrverandi njósnari, og dóttir hans Yulia liggja enn þungt haldin á sjúkrahúsi eftir að þau komust í snertingu við rússneskt taugaeitur í bænum Salisbury um þarsíðustu helgi. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur þegar sagt að líklega hafi Rússar staðið að tilræðinu. Hún hefur jafnframt rekið 23 rússneska leyniþjónustumenn úr landi. Helstu bandalagsþjóðir Breta tóku undir að Rússar bæru ábyrgð á árásinni í gær. Johnson gekk hins vegar enn lengra í dag og bendlaði Rússlandsforseta beint við árásina. Tók hann sérstaklega fram að Bretar hefðu ekkert út á rússnesku þjóðina að setja, aðeins rússnesk stjórnvöld, að því er segir í frétt CNN. „Okkar deila er við Kreml Pútín og ákvörðun hans, og við teljum það yfirgnæfandi líklegt að þetta hafi verið hans ákvörðun, um að skipa fyrir um notkun taugaeiturs á götum Bretlands, á götum Evrópu, í fyrsta skipti frá síðari heimsstyrjöldinni,“ sagði Johnson í dag.„Ófyrirgefanlegt diplómatískt misferli“Varnarmálaráðherrann Gavin Williamsson fullyrti einnig í gær að rússnesk stjórnvöld hefðu tekið „meðvitaða pólitíska ákvörðun“ um að eitra fyrir Skripal. Talsmaður Kremlar brást ókvæða við ummælum breska utanríkisráðherrans og ítrekaði fyrri yfirlýsingar um að Rússar hefðu hvergi komið nálægt árásinni. „Allar vísanir í forseta okkar eru ekkert minna en hneykslanlegar og ófyrirgefanlegt diplómatískt misferli,“ sagði Dmitrí Peskov, talsmaður Rússlandsstjórnar.
Taugaeitursárás í Bretlandi Tengdar fréttir Bretland, Bandaríkin, Þýskaland og Frakkland fordæma í sameiningu árásina á Skripal Leiðtogar Bretlands, Bandaríkjanna, Þýskalands og Frakklands hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem árás á Sergei Skripal, fyrrverandi njósnara frá Rússlandi, er fordæmd. 15. mars 2018 13:48 Rússar ætla að víkja breskum erindrekum úr landi Það verður gert eftir að Bretar vísuðu 23 erindrekum, sem Theresa May sagði vera njósnara, í kjölfar taugaeitursárásar á fyrrverandi rússneskan njósnara og dóttur hans í Bretlandi. 15. mars 2018 10:32 Corbyn enn á bremsunni með að kenna Rússum um eiturárás Leiðtogi Verkamannaflokksins varar við því að hefja nýtt kalt stríð við Rússland og vill bíða eftir frekari sönnunargögnum um aðild Rússa að taugaeitursárás. 16. mars 2018 10:30 Refsa Rússum fyrir afskiptin Ríkisstjórn Donald Trump hefur staðfest refsiaðgerðir gegn Rússlandi vegna afskipta yfirvalda þar af forsetakosningunum árið 2016 og tölvuárása. 15. mars 2018 16:28 Mest lesið Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Bretland, Bandaríkin, Þýskaland og Frakkland fordæma í sameiningu árásina á Skripal Leiðtogar Bretlands, Bandaríkjanna, Þýskalands og Frakklands hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem árás á Sergei Skripal, fyrrverandi njósnara frá Rússlandi, er fordæmd. 15. mars 2018 13:48
Rússar ætla að víkja breskum erindrekum úr landi Það verður gert eftir að Bretar vísuðu 23 erindrekum, sem Theresa May sagði vera njósnara, í kjölfar taugaeitursárásar á fyrrverandi rússneskan njósnara og dóttur hans í Bretlandi. 15. mars 2018 10:32
Corbyn enn á bremsunni með að kenna Rússum um eiturárás Leiðtogi Verkamannaflokksins varar við því að hefja nýtt kalt stríð við Rússland og vill bíða eftir frekari sönnunargögnum um aðild Rússa að taugaeitursárás. 16. mars 2018 10:30
Refsa Rússum fyrir afskiptin Ríkisstjórn Donald Trump hefur staðfest refsiaðgerðir gegn Rússlandi vegna afskipta yfirvalda þar af forsetakosningunum árið 2016 og tölvuárása. 15. mars 2018 16:28